Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1986, Page 12

Faxi - 01.02.1986, Page 12
anna, því að árið 1900 var Duus orðinn eigandi að eignum hinna — orðinn einvaldur í viðskiptum. Sum húsa hans standa enn og þó að ýmsir hafi eignast þau síðan hafa þau alltaf gegnt stóru hlut- verki í athafnasögu byggðarinnar. Duushúsin voru fyrsti vísir að menningarlegri húsagerð og bygg- ingarlist í Kefiavík. Brátt færðist líf í byggingarlistina. T.d. sýnir mynd af kirkju sem reis af grunni á Myllubakkanum upp úr alda- mótum að vaknað hafði geta, framsýni og skilningur fyrir rétt- mæti og gildi þess að eiga fagurt Guðshús á staðnum. En því mið- ur fauk það af grunni í fárviðri í nóv. 1902. Nokkrir einstaklingar sem meira máttu sín s.s. læknar og bakarar (menntamenn), lögðu meira í hús sín en áður hafði tíðk- ast og síðan nokkrir framtaks- samir útgerðarmenn, sem jafnan voru skipstjórar á skipum sínum. Það er þó ekki fyrr en 1911 að barnaskólinn við Skólaveg var reistur og svo kirkjan 1914, að verulega athyglisverð hús risu hér. Þegar litið er til aldamótaáranna og allt til fyrri heimsstyrjaldar finnst manni eins og vorað hafi í sögu Keflavíkur. Hvað veldur því? Fyrst og fremst aukin þekking og bættar samgöngur. Athafnir færast úr höndum dönsku kaupmannanna í hendur heimamanna. Aukinn þróttur útgerðarinnar. Og þó að Sparisjóðurinn í Keflavík, sem stofnaður var á haustdögum 1907, færi hægt af stað var hann strax traust stoð þeirra er vildu bæta híbýli sín. Og ekki má gleyma því að hingað höfðu fluttst margir mætir iðnaðarmenn í ýms- um iðngreinum sem bendir til þess að þrátt fyrir allt hafi búseta hér þótt all fýsileg. En Keflavík var enn að ýmsu leyti á eftir a.m.k. betri sjávar- þorpum landsins. Megin ástæður þess voru tvær. Byggðarlagið sem þéttbýli var mjög ungt- og danska verslunin hafði verið harðdræg, ekki staðið að eða stuðlað að upp- byggingu til almennings heilla. Styrjaldarárin 1914—18 voru flest- um landsmönnum erfið, lá við svelti, og í kjölfarið kom langvar- andi kreppa, sem hamlaði eðli- lega framvindu mála fram að síð- ari heimsstyrjöld. Jafnvel góð aflaár dugðu ekki til að bæta hag manna því að viðskiptaþjóðir okkar höfðu takmörkuð efni til að kaupa okkar góða og mikla salt- fisk, sem var nær eingöngu okkar útflutningsafurð. Á kreppuárunum reis þó eitt stórhýsi hér, sem lengi var lang- stærsta hús Keflavíkur. Guð- mundur Helgi Ólafsson kaup- maður og útgerðarmaður, byggði Klappenborg við Túngötu. Það þótti glæsihús á sínum tíma og setti svip á bæinn. Það var þó meira af kappi en forsjá hjá at- orkumanninum Guðmundi Helga, sem ekki tókst að halda eigninni. í byrjun síðari heims- styrjaldar var margt ógert hér. Við þá söguskoðun er blaðið Faxi gott heimildarrit. Þegar fyrsta tölublað Faxa kom út í des. 1940 nálguðust tímamót í sögu Kefiavíkur. Hreppurinn að liðast í sundur - Njarðvíkingar að mynda nýtt sveitarfélag. Þeir áttu viðameiri sögu frá fyrri tíð, áttu mikið land og gott hafnarstæði. Og þessa dagana halda þeir upp á 10 ára afmæli bæjarréttinda, sent þeir fengu eftir að hafa verið hreppsfélag í 35 ár. Það er íhugunarefni, hvern þátt Málfundafélagið Faxi átti í fram- vindu mála hér eftir að það kom til sögu. Það er staðreynd að á málfund- um Faxa, sem voru lengst af haldnir vikulega allan veturinn, voru bæjarmál oftast á dagskrá og eftir aö blaðið hóf göngu sína komu þar margar greinar um ým- is bæjarmál, s.s. hafnarmál, skólamál, sjúkrahús, gatnagerö, vatns- og holræsi, iþróttamann- virki, símamál, lyfsölumál, at- vinnumál, samgöngumál, skipu- lagsmál, ræktunarmál og þannig mætti lengi telja. Flestir Faxa- menn voru tengdir bæjarmálefn- um á einhvern hátt, voru í nefnd- um eða opinberum störfum og tveir Faxamenn, þeir Ragnar Guðleifsson og Danival Danivals- son voru þá í hreppsnefnd og þeir voru endurkjörnir 1942, eftir skiptingu hreppsins og 3 af 5 vara hreppsnefndarmönnunum voru Faxamenn. Þeir voru úr öll- um (3) fiokkunum sem buðu fram. Svipað hlutfall hélst í nokkrar kosningar og tveir fyrstu bæjarstjórar Keflavikur voru Faxamenn, þeir Ragnar Guðleifs- son og Valtýr Guðjónsson. Sat ég við sœinn er sólin höfði laut á lygnu kvöldi. Örþreytt orðin aferli dags hún hvarf í öldur Ægis. Blessaða sól, í bárufoldum þú býr þér beðinn mjúka. Allar verur um víðajörð þínu fordœmi fylgja. Ingvar Agnarsson. Það má því ætla að Málfundafé- lagiö Faxi hali haft þó nokkur áhrif á framvindu mála í bænum á þeim árum. En snúum aftur að svipmóti bæjarins okkar. Byggðin var mest öll á sjávarbakkanum. Kaldir salti stemmdir vindar gnauða af hafi og olli það erfið- leikum, þeim er gjarnan vildu gera garða sína að fögrum skrúð- görðum. Þó gátu Framnessystur gert blómagarð sinn frægan í skjóli grjótveggja en trjágróður þreilst þar ekki ofar veggjum. Einnig tókst Janusi og Friðrikku fyrir einskæra natni, að fá viður- kenningu fyrir blómaskrúð að Hafnargötu 41. Fjær sjó var gam- all og gróinn garður Þorsteins Þorvarðarsonar við Vallargötu. Fallegur garður, en þar gætti íýrr- greindra áhrifa sjávarloftsins. Nokkru ofar — við Kirkjuveg bjó Ingimundur Jónsson, kaupmað- ur í gamla læknishúsinu. Þar var og er einn glæsilegasti garður í Kefiavík — einkum þó í tíð Ingi- mundar en hann var Árnesingur og hafði verið þar ræktunar ráðu- nautur áður en hann kom hingað á mölina, og gerðist Faxafélagi. Eftir að byggð færðist fjær sjó hafa komið upp margir fallegir garðar - augnayndi bæjarbúa og sómi eigenda. * Þegar við nú göngum um bæinn á sólbjörtum síðsumardegi, eftir velgeröum götum, sem flestar hafa fengið góðar gangstéttar, njótum gróðurilms og litaskrúðs við fjölda húsa og vitum að í vel- byggðum og vönduöum húsum býr fólk við öll þau þægindi sem heimurinn helur upp á að bjóða, fyllumst við fögnuði og þakklæti til allra sem lagt hafa hönd að verki. Já. Húsagerðinni hefur fleygt fram. Hér hafa risiö og eru að rísa fjöldi glæsihúsa og ber þar mest á viðskiptahöllunum og mennta- setrum sem gaman væri upp að telja og gera þeim góð skil. En það verður að bíða betri tíma. Höfum við þá að öllu leiti, ,gengið til góðs götuna fram eftir veg? Þegar ég flutti af Ásabraut niður á Vatnsnesveg vissi ég að sjávarlöð- ur lamdi þar hús og garða þegar 1 austan- og norðaustan áttin var í algleymingi. En ég hafði alist upp við sjó og hafði ætlað hlutskipti mitt þar. I 8 ár hafði ég fengist við að innbyrða ,,þann gula“, fannst nokkur manndómur í þeirri at- vinnugrein og lykl af fiski angraði nrig ekki. Ég naut þess aö heyra vélaglamur atvinnutækja og að sjá menn taka frísklega til hendi við hin ýmsu framleiðslustörf, t.d. að sjá útlimaglaða áhugamenn taka hrygg úr fiski við aðgerð, hausa 48 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.