Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 14

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 14
FAJCI 2. tbl. 1986 - 46. árg. Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, simi 1114. Blaðstjórn: Jón Tómasson, ritstjóri, Kristján A. Jóns- son, aðst. ritstj., Helgi Hólm, Ingólfur Falsson, Bene- dikt Sigurðsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Jón Tómasson: BJARTSÝNI - VORHUGUR ÍSLENDINGAR - ALLIR EITT \ ' MM Allmörg undanfarin ár hefur hallað undan fæti hjá íslensku þjóð- inni. Verðbólga hefur ætt áfram, meir en víðast hvar annars staðar í heiminum. Slík þróun í verðlags- og peningamálum leiðir alls stað- ar til ófarnaðar. Atvinnuvegir eiga í erfiðleikum, mörg fyrirtæki hætta starfsemi, gefast upp oft með óbætanlegan skuldahala, sem þjóðin verður á einn eða annan hátt að greiða. Atvinnuleysi er fylgi- kvilli — en þaö getur orðið óbærilegt og bitnar fyrst og verst á fátæku fólki — því fólki sem allir telja sig vilja vernda. Verðbólgan hefur leitt til of hárra vaxta, sem með öðru hefur orðið fótakefli margra fyrir- tækja og valdið ungu óreyndu fólki, sem stendur í því að eignast þak yfir höfuðið, miklum fjárhagsörðugleikum og farið með andlega og líkamlega heilsu þess. Þrúgandi áhrif verðbólgu, atvinnuleysis og kreppu bælir niður atorku manna sem á normal tímum hefðu orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Bjartsýni manna hefur vaknað á ný og kemur þar margt til. Kannski ber fyrst að nefna, að nú virðast flestir ábyrgir menn hafa séð að fjárhagsstaða þjóðarinnar var að hrynja og við að komast á framfæri annarra þjóða — verða þurfalingar meðal þjóða. Virðing okkar og stolt hefði varla afborið það. Með nýgerðum samningum aðila vinnumarkaðarins virðist bóla á auknum skilningi og von um frið og skynsamlega lausn mála. Það er því nokkur von um að okkur takist að þumlunga okkur frá þeirri heljarþröm er við vorum komin að. Almenningur fagnar fyrirheitum um lækkandi vöruverð oglækkandi opinber gjöld. Þarfasti þjónninn — bíllinn — er aftur að komast niður í viðráðanlegt verð, heimilistæki lækka, þjónusta lækkar og vextir lækka — flest virðist vera að kom- ast í viðunanlegt horf og laun hœkka. Engum má líðast að blása á þessa spilaborg meðan samskeyti eru að þéttast og hnökrar að hverfa — þá förum við innan tíðar að geta staðið með báða fætur í íslensku þjóðlífi. Allir verða að sýna þegn- skap — og sérkröfu potarar og uppreisnarseggir verða að sitja á strák sínum, og fast verður að taka á öðrum þeim er kynnu að hafa að- stöðu og vilja til að sprengja þessa virðingarverðu tilraun, sem gerð er á hættustund. Mikil aflabrögð víðast hvar við landið glæða vonir manna um að vel takist á för okkar og bættum og traustari hag þjóðarinnar. Veður- far er líka með eindæmum gott og vekur það vorhug og jákvæðan vilja til að gera góða hluti. Afburða góður árangur afreksmanna okkar á ýmsum sviðum, t.d. í handbolta, sundi og skákíþrótt, svo eitthvað sé nefnt, staðfestir að þessi litla þjóö býr yfir ótrúlegri getu; en það er eins og í hópíþrótt- um, allir verða að leggja sig fram og vera samtaka ef vel á að takast. ÍSLENDINGAR, ALLIR EITT! KONTAKT UNSUR SOFLENS FRÁ BAUSCH & LOMB I HyESTA GÆDAFLOKKI GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR HAFNARGOTU 17 SÍMI 3811 50 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.