Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1986, Side 15

Faxi - 01.02.1986, Side 15
18 ara og hefur sett Viðtal við Eðvarð Eðvarðsson snndkappa Edvarð Edvarsson og Fridrik Óiafsson sundþjálfari. Friðrik heþir þjálfað sund- fólk hér syðra um langt árabil. 200 ÍSLANDSMET Einn af þekktustu íbúxun Suðurnesja af yngri kynslóðinni er án efa Eðvarð Eðvarðsson. Alfek þessa 18 ára pilts eru stórkostleg og óhætt er að segja, að hann hafi lyft sundíþróttinni úr þeim öldudal sem hún hefur verið í um nokkurt skeið. Það er ekki ætlunin hér að tíunda þau afrek er Eðvarð hefur unnið, heldur viljum við kynnast honum sjálfum, kynnast lxfs- hlaupi hans og heyra skoðanir hans á ýmsum málum. Við spyrj- um því Eðvarð fyrst að því, hvar hann sé fæddur og uppalinn og einnig viljum við heyra af fjölskyldu hans. Eðvarð: Ég fæddist reyndar í Reykjavík, en hef dvalið allan minn aldur hér í Njarðvík, utan nokkur ár í Keflavík. Foreldrar nu'nir eru Eðvarð Friðriksson og Guðrún Ásta Gústafsdóttir. Faðir ntinn starfar sem bifreiðastjóri og ntóðir mín hefur, auk húsmóður- slarfanna unnið m.a. á Sjúkra- húsi Keflavíkurlæknishéraðs. Engin systkini á ég, en kötturinn TFína er mikilsvirtur fjölskyldu- nieðlimur. Eg man eftir þér sem snjöllum leikmanni í minniboltanum hjá Njardvík fyrir um 8—10 árum. Uvers vegna fórstu yfir í sundid? Já. Það er rétt. Eg var bæði í körfunni og í sundinu. Eg æfði þá nieð tveim ílokkum í körfunni og í sundinu var ég farinn á þessum tíma að æfa tvisvar á dag, tvo tíma 1 senn. Þetta var hreinlega orðið of mikið, ég varð að velja og sundið varð ofaná. Nú er það svo, að fáir æfa eins mikið og sundmenn (ogfáir sund- menn œfa eins mikið og þú). Hvað er það sem heldur þér gangandi? 1 dag er það lyrst og lremst þessi stórmót sem eru á um það bil sex mánaða fresti. Maður setur sér ákveðin takmörk að keppa að á hverju tímabili. Mér finnst ég hafa það á tilfmningunni, hvaða ár- angri ég á að geta náð. Þegar þess- um markmiðum er náð, þá er það í sjálfu sér hvatning til að ná enn betri árangri. Hvernig gengur þér að sameina nám og œjingar í dag og hvernig hefur þú hugsað þér að gera það á nœstu árum? Ég er nú við nám í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja á íþróttabraut. Ef ég á að vera hreinskilinn, þá hefur námið verið númer tvö. Ég hef óneitanlega látið það sitja á hakanum. Ætli það verði ekki þannig áfram á næstunni. Égveitaðþú hefur setl stefnuna á Seoul 1988. Hvað gildi hafa Ólympíuleikarnir í þínum huga og hvaða stefnu jitmst þér að við íslendingar œttum að fylgja við val á okkar keppendutn? Olympíuleikar eru í mínum huga mesta íþróttahátíð sem hald- in er. Þar af leiðandi teldi ég það mesta heiður sem mér væri gerð- ur, ef ég verð valinn til að keppa þar. En ég myndi ekki fara, ef ég teldi mig ekki reiðubúinn til farar- innar. Eg álít, að það þurfi með góðum fyrirvara að taka þá út, sem koma til greina. Keppendur á Olympíuleikum þurfa góðan und- irbúning. Margir álíta, að þegar afreks- mentt koma fram á sjónarsviðið í einhverri iþrótlagrein, þá verði það mörgunt hvatning til að stunda þá íþrótt. Hvert erálit þitt á þessu og átt þú einhver ráð til þeirra settt vilja j'ara að œj'a suttd? Ég býst við, að áhrifin séu þau, að fieiri íái áhuga á greininni. I Ivað sundið áhrærir, þá er það þannig íþróttagrein, að það er ekki sérlega gaman að æfa. Þú gerir lítið annað en að synda og það fer ekki fram neinn leikur, eins og t.d. er algengt í bolta- íþróttum. Það er því nauðsynlegt, að reynt sé að skapa skemmtileg- an ranuna um æfingarnar. Hér geta foreldrar lagt mikið af mörk- um, t.d. með því að rnæta á æfing- ar til að fylgjast með, ræða við þjálfarann og aðstoða hópinn á einn eða annan hátt. Hvað er eftirminnilegasta keppni sent þú hefur tekið þátt í? Það er líklega Evrópumeistara- mótið nú í desember sl., bæði í 100 og 200 metra baksundinu. /\ð lókum Eðvarð. Hefur iðkun íþrótta og öll þessi keppni búið þig betur undir það líj'sem tekur við, þegar þú stígur í síðasta skipd upp úr keppnislaugittni? Fyrst og fremst hefur það vakið áhuga minn á að starfa við íþróttir í framtíðinni. Ég get vel hugsað mér að starfa við sundþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur þátttaka mín í íþróttunum kennt mér að forðast áfengi og aðra vímugjafa. Það segir sig sjálft, að íþróttir og áfengi fara ekki saman. Reyndar tel ég að allir ættu að forðast allt slíkt. Um leið og við kveðjum þennan ágæta íþróttamann sem hefur með áhuga sínum, þrotlausum æfingum og staðfestu náð stór- kostlegum árangri, þá skjótum við að síðustu spurningunni. Hvað er nú framundan hjá þér? Undirbúningur og þátttaka í heimsmeistaramótinu sem fer frarn í Madrid í sumar. H.ll. 51 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.