Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 16

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 16
MINNING Jón Þorkelsson Kothúsum, Garði f. 14. janúar 1896 — d. 11. febrúar 1986 Við erum á vegamótum. Nú skiljast leiðir um sinn. I hugann streyma minningabrot sem við röðum saman, svo úr verður mynd sem okkur er kær. Allir vita að lífsins ganga er vandasöm. Þeir sem setja mark- ið hátt, missa síðursjónar á því. Ilvað er kærleiksríkara en að hlúa að sínum alla tíð, meðan kraftarnir endast? Þakkir eru okkur efst í huga. Jón Þorkelsson frá Kothúsum í Garði lést 11. þ.m. 90 ára gam- all. Jón fæddist í Káravík á Sel- tjarnarnesi 14. janúar 1896 og ólst upp þar og í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Þorkell Þorkelsson sjómaður og Guðríður Jónsdóttir. Börn þeirra voru sjö; fimm dætur og tveir synir. Snemma reyndi á krafta Jóns á lífsleiðinni, því faðir hans og bróðir féllu frá. Kom í Jóns hlut að vinna heimilinu eins og mögulegt var. Sjómennskan var hans ævi- starf. Hann lærði vélstjórn á þeirra tíma mælikvarða og stundaði sjóinn á smærri og stærri skipum. Hamingjan féll honum í skaut lésl í bernsku, Sveinn lést á besta aldri, hann var giftur Hólmfríði Þ.R. Jónsdóttur, en hún er einnig látin, Guðríður er búsett í Garðabæ ásamt eigin- manni sínum Reyni Markús- syni. Jón var ekki margmáll að eðl- isfari og ekki fyrir að tjá sig við hvern sem var. En fastari fyrir en kletturinn var hann, ef honum fannst gengið á rétt sinn. Vöggugjafir hlaut hann marg- ar. Heiðarleika, trúmennsku, þolinmæði og hugvit í störfum. Þessir eiginleikar dugðu honum vel alla lífsleið. Verkhagræðingu hans var viðbrugðið heima og heiman. Örlögin höguðu því þannig að oft ræddum við saman um trú- mál. Tfú hans var einlæg og skýr. Hann fer ekki villur vegar yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning hans. Ásta Árnadóttir. er hann kvæntist unnustu sinni Guðrúnu Eggertsdóttur frá Kot- húsum. Unni hann henni mjög, enda glæsileg og mikilhæf kona. Guðrún lést 1971. Ungu hjónin hófu búskap í Hafnarfirði, en þaðan stundaði Jón sjóinn. Fljótlega fluttu þau að Kothúsum í Garði og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust fimm börn: Eggert búsettur í Keíla- vík, giftur Guðrúnu Jónsdóttur, Bjarni býr einnig í Keílavík, gift- ur Ástu Árnadóttur, Aðalsteinn Kveðja frá barnabörnum Nú liðið er þitt langa œviskeið. Það látleysi og festu með sér bar, en hjartahlý og hógvœr lund þín var þótt háður engum vœrir þú um leið. Og margar líða’ um hugann minningar um mœta nœgjusemdarmanninn þann, sem sjálfstœður afseiglu verk sín vann en sorgir ástvinanna tók sér nœr. Þú farinn ert að finna skaparann og/riður sé með þér sem endranœr, þvf sál þín er að sönnu Guði kœr. Þorsteinn Eggertsson. Góðö ueislu fljÓtd skal Ef allar tertur í veisluna eru pantaðar hjá okkur, þá útvegum við einnig skreyttar brauð- tertur. Tekið á móti pöntunum í verslunum okkar að Elringbraut 92, Iðavöllum 8 og í Samkaupum, einnig í síma 2120. GOTt 12 manna rjómaterta 15 manna rjómaterta 20 manna rjómaterta 30 manna rjómaterta 30 manna kransakaka 50 manna kransakaka 40 manna kransahorn 70 manna kransahorn . stt ( Rakarí Tertubók ca. 20 manna 52 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.