Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 17

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 17
Björgunarsveitin Stakkur í glæsilegu húsnæði Björgunarsveitin Stakkur var stofnuð 28. apríl 1968. Strax var hafist handa við að þjálfa félaga í hjálparstarfi, leitarstarfi og nám- skeið haldin í hjálp í viðlögum. Síðan var þjálfað í ýmsum greinum s.s. bjargsigi, köfun, björgun úr skipum, jöklaferðum o.fl. Mikil vinna, fé og fyrirhöfn hefur verið lögð að mörkum af félögunum. Fyrsti formaður var Garðar Sigurðsson, hann stjórnaði í 9 ár. Var grundvöllur starfsins farsællega lagður undir hans forustu. Síðan kom Karl Sævar í 2 ár, en hann hafði lengi verið aðstoðar foringi. Þorsteinn Marteinsson tók við formennsku af honum og hefur ver- ið formaður í s.l. 7 ár en baðst undan endurkosningu á aðalfundin- um 27. febrúar s.l. Báðir reyndust þeir ágætlega og oft hefur reynt mikið á forustu félagsins í þau 18 ár sem félagið hefur starfað, bæði við skipulag leita, við uppbyggingu og samheldni félaganna sem mikið hafa þurft að leggja að mörkum á ýmsan hátt. Starfsemi sem þessi útheimtir dýran tækjabúnað og mikið af leitar- og hjálpargögnum. Fjáröflun er því verulegur þáttur í starf- inu. En foringjarnir hafa ekki verið einir — þeir hafa haft traust og gott samstarfslið í öllum greinum. Húsið sem þeir voru nú að taka formlega í notkun er mjög hentugt og vandað. A neðri hæð er bíla- og tækjageymsla en á efri hæð er fundarsalur með litlu eldhúsi, stjórnstöð v/leita, skrifstofa, lager og hvíldarstofa. Allt er húsið vel búið húsbúnaði og vandað til allra hluta — sómi Stakksmanna og allra þeirra er ljáð hafa þeim lið. Fæstir kunna að meta starf slikra félaga fyrr en þeir þurfa sjálfir á aðstoð að halda — en þeir eru orðnir margir sem notið hafa starfsemi Stakksmanna á síðustu 18 árum. Guðriín Árnadóttir, formadur Kvcnfclags Kcflavíkur, fœrði l'orstciniMartefns- syni, formanni Stakks rausnarlcga gjóf. Punktar úr vígsluræðu Þorsteins Marteinssonar: Ágætu gestir, við félagarnir í Björgunarsveitinni Stakkur, bjóð- um ykkur hjartanlega velkomna hingað í dag. Við ætlum að taka þetta hús form- lega í notkun í dag, þótt svo að við séum búin að vera hér í nærri tvö ár. Við höfum boðið hingað nokkrum gestum sem reynst hafa sveitinni vel, í gegnum árin og núna síðustu vikurnar meðan á þessu síðasta áhlaupi í húsbyggingunni stóð. Okkur langar til að sýna ykkur húsið og monta okkur svolítið af því. Kynna eilítið starfsemina. Og svo er kaffi hér á borðum og bið ég rnenn um að njóta þess sem fram er borið. Eg færi viðkomandi aðilum mjög kærar þakkir í'rá félögum sveitar- innar. Eg vil nefna Sparisjóðinn sérstak- lega, því framlag hans til sveitarinn- ar hefur verið einstaklega rausnar- legt. Það má segja að húsnæðissaga sveitarinnar hefjist, þegar Spari- sjóðurinn gaf sveitinni Suðurgötu 8 á sínum tíma, með skilyrðum um að húsiö yrði fjarlægt. Sparisjóðurinn hefur verið til reiðu hvenær sem til hans hefur verið leitað, boðinn og búinn. Ekki veit ég hvort það hefur gengið svo nærri Sparisjóðnum að hans eigin húsnæðismál eru illa á vegi stödd, þó held ég nú ekki. Þessi gjöl' varð til þess að hægt var að eignast „eigið húsnæði" eins og sagt er. Ég veit nokkuð örugglega að mál- tækið ,,að fötin skapi manninn" á ekki við um björgunarsveit og hús- næðið sem hún hefur yfir að ráða. Það er eitt og annað þar fyrir utan sem þarf svo að björgunarsveit standi undir nafni. Gamla húsið á Berginu er rúmlega helmingi minna en þetta hús hér og var það bæði gamalt og lélegt, lekt og kalt. Við álitum á sínum tíma, þegar ákvörðun um kaup eða bygg- ingu nýs húsnæðis var tekin, að það stæði sveitinni fyrir þrifum, hversu þröngt var um okkur, og aðstaða öll erfið fyrir starfið. Nú á það í raun Eldhúspíurnar Gudbjörg Jónsdóttir, Dóra Þórðardóttir, Sigrídur Sverrisdóttir, Ragnhciður Ragnars og Hafdís Matthiasdóttir. eftir að koma í ljós hvort við höfum haft rétt fyrir okkur. Tíminn sker úr um það. í fyrstu voru mjög háværar raddir um byggingu nýs húss, sem myndi henta sveitinni. Fengin var lóð í Grófinni. Bæjar- sjóður veitti okkur styrk til greiðslu á gatnageröargjöldum og teikningin var tilbúinn, en sem betur fer var hætt við það, segi ég, og þetta hús var keypt. Eg er ansi hræddur um að sú framkvæmd hefði riðið félags- skapnum að fuflu. Við þekkjum það allflest sem hér erum, að tímafrekt félagsstarf á ekki upp á pallboröið hjá mörgum í dag og þrífast best svokallaðir , .grautarklúbbar" eða skemmti- klúbbar, þar sem lítið þarf að leggja af mörkum annað en að mæta á staðinn með sjálfan sig. Eg er ekki að gera lítið úr þess háttar starfsemi, sjálfur tilheyri ég einum slíkum klúbbi og hef ánægju af, en ég er hræddur um að sú starf- semi dygði ekki til að halda úti björgunarsveit. Við veröum að sjálfsögðu vör við þessi rólegheit í fólki nú til dags hér hjá Stakki, og eigum oft fullt í fangi með að manna ákveðna þætti okkar starfs. Þó hefur tekist að koma þessu húsi í þetta horf og finnst mér hafa tekist nokkuð bærilega. En 53 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.