Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 18

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 18
/ tœkjasalnum eru þeir Stefán Björnsson, Árni Ólafsson og Ólafur Brynjóifs- son. Formaðurinn baud gesti og félaga velkomna á vígsluhátíðina, og flutti stutt ávarp. eins og svo oft hefur þetta mætt mest á okkar duglegasta fólki. Ég er nokkuð smeykur um að þetta fólk taki sér frí um einhvem tíma, núna þegar þessu er lokið, og finnst eng- um furða. Mig langar til að segja ykkur í stuttu máli húsnæðissögu sveitar- innar. Hún hófst eins og áður sagði þegar að Sparisjóðurinn gaf okkur húsið á Suðurgötunni, en fram að því hafði sveitin haft aðstöðu fyrir fundi bæði í Skátahúsinu við Hring- braut og svo í Slökkvistöðinni, en þar vora einnig tæki sveitarinnar geymd, og var okkar bækistöð fyrst um sinn. Þegar að húsið af Suðurgötunni hafði verið ilutt út á Kirkjuveg var það selt og fyrir andvirði þess var keypt á Berginu gamalt bilaverk- stæði. Það húsnæði var sett í not- hæft ástand, endurbyggt að hluta. Var það, ,alveg hroðaleg vinna“ eins og einn af Stakksfélögum komst að orði. Hef ég lýst því húsi lauslega hér áður. Svo fyrir um það bil þremur ár- um, fóru menn að hugsa sér til hreyfings. Reyndar hafði afdrifarík vestan vindhviða feykt þakinu af gamla Stakkshúsinu í heilu lagi, eins og margir muna, og var mesta mildi að ekki skyldi fara verr. Þá fórum við á stúfana og leituð- um að húsnæði, og fundum, en guggnuðum á síðustu stundu á þeim kaupum. Réðumst við í að endurreysa gamla húsið, og var það mikið til klárt á 2 eða 3 helgum. En þetta hafði þau áhrif, að nokkuð mikil hreyfmg komst á húsnæðis- málaumræðuna, og eins og áður sagði byrjuðum við á nýbyggingu í Grófinni. Gerðum lítið annað en að fá lóð og láta teikna. Seldum þá litlu framkvæmd og gamla Stakkshúsið og keyptum hér fokhellt. Það eru komin nærri tvö ár síðan við íluttum hingað, þó svo að allt væri óklárt. Hafa síðan verið teknar nolckrar vinnuskorpur og sú síðasta hefur staðið allan þennan mánuð, hér hefur verið vakað frameftir, kvöld eftir kvöld og hafa margir unnið vel. Til gamans þá má geta þess, að lít- ið hefur verið borgað í laun, ég held að sú tala nái ekki enn sem komið er 30.000. — Þykir það lítið. Mönnum finnst kannski einum of vandað til. Ég skil það að vissu leyti. Okkur til málsvarnar í því, er helst að nefna atriði eins og það, að við höfum svolítið valið efni eftir hversu hentugt það er og fijótlegt er að vinna úr því. Það er sennilega táknrænt fyrir hversu vel er vandað til hússins og innréttinga, hvernig Stakksíélagar líta á starfið og starfsemi sveitar- innar, þar er oft mikil alvara á l'erð og engu til sparað, hvorki tíma né peningum og held ég að þetta hafi mótað viðhorfið til vinnunnar hér. Og síðast en elcki síst hefur gjald- kerinn okkar notað allan sinn sann- færingarmátt og samningahæfi- leika, til að pína verð niður úr öllu valdi. Og er nú svo komið að icaup- menn í Keflavík vilja heldur hitta rukkara og innheimtumenn, en að fá innkaupaleiðangur frá Stakki í heimsókn. Nú að lokum vil ég enn ítreka þakkir okkar Stakksfélaga fyrir góðan stuðning hjá ykkur og bæjar- búum í gegnum árin. Og vona að þetta hús verði sú lyftistöng fyrir starfsemi sveitarinnar sem ætla mætti og vonir standa til. A aðalfundi 27. febrúar voru eftir- taldir kosnir í stjórn Stalcks: For- maður: Frímann Grímsson. Vara- formenn: Jens Hilmarsson, Halldór Halldórsson. Gjaldkeri: Sævar Reynisson. Ritari: Sigríður Sverris- dóttir. Varastjórn: Þorsteinn M., Þórir Ólafsson, Sigurður Guðleifs- son. Þorsteintt Marteinsson. Ljósmyndir: J.T. Fráfarandi stjórn. Frá vinstri: Gudmann llcðinsson, Þórir Ólafsson, Þorsteinn Murtcinsson formadur, Þórður B. Þórðarson og Sævar Reynisson, gjaldkeri. ti ■ i _ L V JL JLVJ 4 5 | ’! á L æKj Margt góðra gesta heiðraði Stakksfélaga og sjást aðeins örfáir á þessari myttd — en þeir voru dreifðir um allt húsið. Á vegg hangir mynd af einum ötulasta og færasta félaga Stakks, sem drukknaði við œfingarstörf — cini félaginn sem látist hefur í slarfi.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.