Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Síða 20

Faxi - 01.02.1986, Síða 20
Á Suðurnesjum eru nú gefin út um 20 blöð. Þau eru af marg- víslegri gerð og mismunandi tilefni. Stjómmálaflokkarnir eru allir með málgagn. Utkoma blaða þeirra er bæði stopul og óregluleg — eru stundum nefnd hlaupársblöð, vegna þess að kosningaár eru þeirra blómaskeið, þó að sum þeirra vilji minna á sig í annan tíma. Iþróttafélög og alls konar klúbbar, skólafélög og trúfélög og svo blöð sem gefin eru út í tilefni af stór afmælum samtaka, að ógleymdum alls konar auglýsinga ritlingum í ágóðaskini, og er þá margt ótalið. Þessi ritöld hefst fyrir alvöru með útgáfu blaðsins Faxa 1940, sem hefur komið út óslitið síðan. Þessi fjölmiðla vakning hefur eðlilega leitt til þess að skól- amir hér hafa hvatt hugmyndaríka unglinga til að reyna sig á ritvellinum, og er það vel. Faxi hefur stundum notið góðs af slíkum tilraunum og vill eindregið örva unglinga til þrosk- andi tilrauna í þá átt. Faxi tekur því einnig þakksamlega ef aðrir íbúar skagans senda honum efni til birtingar. Hér á eftir fer samtal er tveir 8. bekkingar Holtaskóla áttu við gamalkunnan og velþekktan Keflvíking. Viðtal við Guðmund Jónsson í Litlabæ Við gengum heim að húsinu Vallargötu 23 í Keflavík í þeim til- gangi að taka viðtal við Guðmund Jónsson. — Hvar og hvenœr fœddist þú? „Ég fæddist 23. september 1907 hér í Keflavfk." — Hvar gekkst þú í skóla? „Ég gekk í bamaskóla Kefla- víkur sem var stofnaður 1911.“ — Hvað gekkstu mörg ár í skóla? „4 vetur, og svo var það skóli lífsins sem tók við.“ — Hvernig starfaði skólinn þessa 4 vetur? „Skólinn var þannig að hann byrjaði kl. 10 á morgnana og var til 3 á daginn. Það voru 2 deildir, efri og neðri deild eins og þá var kallað. Kennarar voru þessir: Fyrst var Tómas Snorrason síðan var Gunnlaugur Kristmundsson svo tók við Agúst Jónsson. Það þurfti sterka kennara til að kenna þessu fólki þá,“ segir Guðmund- uroghlærvið. „Síðarkenndimér Guðlaug Guðjónsdóttir á Fram- nesi, og var hún síðasti kennarinn minn.“ — Hvernig var œska þín? , ,Æska mín var þannig að móðir mín var ekkja. Hún missti mann sinn og son 1910 í sjóinn, Jón Pálsson og Jón Pál Jónsson. Þeir fórust þegar skútan Svanur frá Eyrarbakka var keyrð niður, þá varð hún ekkja og stóð uppi með 8 börn, en þau voru að vísu ekki öll böm. Elín, Kristinn og Eggert voru öll flutt í sveit áður en hún flutti hingað, Kristinn flutti með henni og var hennar fyrirvinna. Og við emm fædd hérna þrjú, IJaraldur, ég og Jónína. I litlum bæ sem nefndur var Litlibær í þá- tíð. Nú, æskan mín var þannig að mamma sjálf varð að berjast fyrir þessu að bestu getu. Hún fór í kaupavinnu á sumrin, þá var mér komið fyrir á ýmsum stöðum hér f Keflavík, þar til ég var 10 ára. Hún fór alltaf með Jónínu með sér í sveitina. Þegar ég var 10 ára var ég drifinn í sveit. Ævin líður ört þegar maður er 10 ára. Ég var síðan í sveit til 14 ára aldurs á hverju sumri. Svo var það sjórinn, það var byrjað við báta. Ég var ráðinn við bát hérna daginn eftir að ég fermdist sem beitustrákur og til að stokka upp línu. Svo var manni þrælað út í að vera kokkur á bát á sumrin." — Svo giftist þú? „Ég giftist 1934, Ólöfu Eggerts- dóttur. Nú, svo var ég svo bjart- sýnn, að ég réðist í að byggja þennan bæ, af engri getu, frekar en vant er, en það hefur verið okk- ur til lífs að ég skyldi fara út í þetta, því að börnin urðu 8. Það hefur borið mikið við í þessum búskap okkar. Við misstum elstu dóttur okkar 13 ára gamla úr syk- ursýki. Ég var skorinn upp við botnlangabólgu og konan fékk lömunarveiki 1946, var þá frá í 6 mánuði. Stóð ég þá uppi með 8 hvolpa, segir Guðmundur og hlær við. Ella sáluga var alltaf sjúkling- ur, gekk alltaf í sprautur á hverj- um degi. Hún dó 1. apríl 1948. Síðan hefur þetta verið ágætt líf hjá okkur. Konan er 75% öryrki eftir lömunarveikina." — Segðu okkur meira frá starfs- œvi þinni „Eg vann margt og víða. Fyrst vann ég við sama bátinn, m/b Sæ- fara í 18 ár, var þar bæði land- og sjómaður, og alltaf landformaður á vetrarvertíð. 1930 var Básinn byggður upp, það var ákaflega mikið framfara tímabil. Þá var farið að gera að inni í húsi, það þótti blómaskeið miðað við það, þegar maður var að gera að hérna niður á plönum í alls konar veðr- um og sjórinn gekk yfir mann. Eitt það versta veður sem ég hef unnið úti í var 1925. Þá vorum við að gera að úti á plani í þessu af- spyrnu veðri, gaddi og byl. Ég vann við að fara innan í fiskinn og var berhentur. Þegar við komum inn í skúr kl. 3 um nóttina, þá var maður einn freði undir stakknum og urðum við að hjálpa hver öðr- um úr staklcnum, því að fönnin var orðin svo freðin utan um mann, þetta er eitt voðalegasta veður, sem ég hef unnið úti í. Nú, svo þegar ég hætti við þessa báta, þá fór ég að vinna í frystihúsinu Jökli og vann þar í 6 ár. Þaðan var ég ráðinn sem verkstjóri í frysti- húsið Frosta. Síðan réði ég mig til Keflavíkurbæjar og var þar verk- stjóri við rörasteypuna." — Hvernig voru atvinnuhœttir þá? „Þeir voru bágbornir, það var ekkert nema sjórinn. Aumasta tímabil ársins var haustið, þá var ekki handtak að gera, frá því í byrjun september til áramóta. Ég slml segja ykkur það drengir mínir að þið hefðuð hugs- anlega ekki viljað vera til á þess- um tímum. Það þótti gott ef mað- ur hafði 1500 kr. yíir árið, og það þóttu rosa tekjur að hafa 2000 kr. yfir árið. Maður sá aldrei eyri frá áramótum og þangað til haustið eftir, þegar gert var upp.“ — Finnst þér ekki vera orðin mikil breyting á stör/um nú mið- að við það sem áður var? „Jú, hún er stórkostleg sem betur fer. Þetta mátti hverfa þessi þrældómur og þetta auma líf sem þá var. Breytingin varð ekki fyrr en í stríðsbyrjun 1939-40. Þá var ég á bát sem Guðfinnur hét og fengum við 1000 skippund ylir vertíðina. Þá stóð ég uppi með 10.000, það voru að heita má Guðmundur Jónsson og Ólöf Eggertsdóttir og börn þeirra. Stundandi frá vinstri: Lúdvfk, Ilalldóra, Edda, Inga og bórhallur. Sitjandi Birna, Ólöf, Guð- mundur og Gréta. 56 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.