Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 21

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 21
fyrstu peningarnir, sem ég sá um ævina. Þá fannst mér ég vera svo ríkur að ég gæti allt. Ég skuld- aði 2000 kr. víxil í Sparisjóðnum og borgaði hann upp, síðan hef ég engum skuldað neitt.“ — Hvcrnig voru lífskjör þin d yngri árum? ,,Þau voru bágborin, það var ekkert nema saltfiskur og svart 4.<afíi og það þótti gott ef maður hafði kartöflur með fiskinum, það hefur áreiðanlega verið holl fæða fiskurinn, að maður skyldi halda lffi í þessum djö. . . . þrældómi. Ég skal lýsa fyrir ykkur einum einasta degi í athafnalííinu við bát yfir vertíðina. A morgnana var maður vakinn með banki á gluggann. Þá var byrjað að fara með lifur niður í bræðslu, sem þá var hérna við Sólvallagötuna sem nú er, bagsað með hana á vögnum hvernig sem veðrið var. Síðan var brunað niður í íshús sem stóð við innanverða Hafnargötu. Þangað var sótt sfld til beitu. Það var brunað með hana hérna niður í skúr. Henni var fleygt um allt gólf til þess að láta hana slakna svolítið. Á meðan var sóttur sjór niður á bryggju, í körum á vögnum til að fylla í vöskunar körin. Svo fór maður að beita svona undir hádegi og var að til 3 og 4 eftir því hvað þetta var löng lína. Þegar búið var að beita þurfti að umsalta saltfisknum í stæðuna. Svo kom báturinn að og þá var allt keyrt á vögnum og síð- an gert að aflanum. Þegar það var búið svona kl. 11-12 á kvöldin, þá var farið inn í skúr og farið úr að- gerðargallanum og farið að stoklut upp og að því var maður til 4-5 á nóttinni. Svo dreif maður sig heim í 2 tíma og þótti gott að sofa í 2 fi'ma, allur krækklóttur, skorinn og stunginn á höndunum. Þetta var bara einn dagur í starfi manns.“ — Var eitthvad um skemmtanir d þessum tíma? ,, Já, það voru skemmtanir hér. 1929 var stofnað ungmennafélag hér, og var ég einn af stofnendum þess. Síðan voru haldnir reglulegir iundir og það var stolnað leikfélag innan vébanda þess. Það var stofnað knattspyrnufélag. At- hafnalífið og samtökin voru svo góð að það var ruddur fótbolta- völlur upp á melum fyrir ofan kirkjuna. Það var engin byggð þar þá. Svo voru haldnir dansleikir í gamla Skildi og það voru stofnað- ir kórar. dólaskemmtanir voru haldnar í gamla Skildi á vegum ungmenna- félagsins, þar til Skjöldur brann 1935 eða ’36. Það fórust margir, bæði ungir og gamlir, það var hryllilegt. Síðan stóð ungmenna- félagið að byggingu sundlaugar- innar." — Hvernig líst þérá ungdóminn í dag? „Mjög vel, hreint frá sagt mjög vel, það get ég staðið við hvar sem ég er spurður.“ — I Ivernig Ifst þcr á framtíðina? , ,Það þýðir ekki annað en að líta björtum augum á það sem fram- undan er. Framtíðin byggist fyrst og fremst á ungdómnum. Þessi gömlu hross eru að hverfa og þá er það ykkar eða unga fólksins að taka við. Ég efast ekki um að það er alveg fullkomlega í stakk búið til þess að glínta við framvindu lífsins. Þetta er vel gefið og glæsi- legt fólk. Sumt af því að minnsta kosti. Hver er sinnar gæfu smiður. Glæsislegt fólk getur steypt sér út í ógælu, veikindi ræður enginn við. En ógæfa er það, þegar fólk fer út í óreglu eða annað því um líkt, þá er það þess eigið böl. Það geta allir forðast ef haft er vit á að gæta sín. Það er alveg ábyggilegt, það skal ég segja ykkur drengir mínir alveg í fyllstu alvöru, að fyrsti sopinn af brennivímntr, sem þið smakkið, það er hættu- legt spor, því að vínið er fljótara að ná tökum á fólki heldur en nokk- ur getur trúað að óreyndu. Bara byrja aldrei á því að reka tunguna ofan í það. Og sem betur fer hef ég verið blessunarlega laus við það.“ Og líkur hér með þessu viðtali við Guðmund Jónsson. Að þessu viðtali unnu: Ólafur Eggertsson ogMarteinn G. Valdi- marsson, 8—A. GLÆSILEG SUMARAÆTLUN FERÐANÝJUNGAR ÚTEÝNAR 1986 í glæsilegri sumaráætlun verða kynntar á Glóðinni í Keflavík í hádeginu miðvikudaginn 12. mars frá kl. 12-14. Komið og notfærið ykkur þjónustu og upplýsingar margreyndra fararstjóra og sölufólks Útsýnar. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN TILKYNNING FRÁ SÍMASTÖÐINNI í KEFLAVÍK Fermingarskeytaþjónusta veröur meö sama hœtti og undanfarin ár. Sunnudaginn 23. mars verður fermingar- skeytamótttaka opin kl. 10.00—19.00 Skírdag 27. mars kl. 10.00—19.00 Annan í páskum 31. mars kl. 13.00—18.00 Sunnudaginn ó. apríl kl. 10.00—19.00 Sunnudaginn 13. apríl kl. 10.00—19.00 Geymiö auglýsinguna og notiö þjónustuna. PÓSTUR OG SÍMI KEFLAVÍK 57 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.