Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1986, Page 24

Faxi - 01.02.1986, Page 24
Frá sýningu Kmbbcimeinsfélags Suðumesja. Auk mynda barnanna er tóku þátt ísamkeppninni var mikið af frœðslumyndum og öðrum uplýs- ingum varðandi krabbameinsvarnig og neðst til vinstri er hið nýja hús og heimili Krahbameinsfélags íslands. Ljósm. J.T. Athyglisverð sýning — api með sígarettu — í vetur var sett upp fræðslusýning á Kjarvalsstöðum um helstu áhættuþætti krabbameins — sjúkdómsgreiningu og hugsanlega lækningu. Áður hafði farið fram samkeppni í grunnskólum lands- ins hjá börnum 9 til 12 ára, um hugmyndir þeirra að orsökum krabbameins, settar fram á myndmáli. Mikill fjöldi mynda barst í samkeppnina og voru margar þeirra settar upp á Kjarvalsstöðum. Sýningin fékk góða dóma og var gerð úr henni farandsýning, sem síðan hefur verið farið með víða um land. Krabbameinsfélag Suðurnesja fékk hana til Keflavíkur og var hún sett upp í Holtaskóla. Hún var opin frá 12. til 15. febrúar og sóttu hana um 350 manns. Það vakti athygli sýningargesta að reykingar voru efstar í hugum flestra barnanna svo og alls konar mengun og kjarnorka. Margar myndirnar voru vel gerðar, hugmyndaríkar og táknrænar, t.d. myndin af apa að reykja sígarettu. Það tákn held ég að margir muni lengi muna. Hugmyndin með myndtúlkun barnanna var að ýmsu leyti snjöll, opnaði ímyndunaraflinu ótal leiðir, hvatti til íhugunar um skað- semi tóbaksnotkunar og annarra vímuefna og tii skiinings á um- hverfismálum. J.T. Stjórn Krabhameinsfélags Suðurnesja. Frá vinstri: Björgvin Lúthersson, Jón Sœmundsson, formaður, Margeir Jónsson ogAndres Fcvrseth. Kon- rdð Lúðvíksson var ekki viðstaddur. ALHLIÐA ÁHUGI Blaðasölukóngar og drottning- ar Faxa hafa mörg börn orðið á 45 ára ferli blaðsins. Sumra þeirra hefur verið getið í blaðinu en þó ekki nærri allra. Það var einu sinni miðað við að barnið seldi a.m.k. 100 blöð í götusölu. í seinni tíð er slíkur fjöldi barna við söluna að erfitt er að ná þeirri tölu og fá börn sem fá svo mörg blöð — aðeins þau dugleg- ustu. Gísli Einarsson, Lágmóa 6 í Njarðvík hefur oft orðið sölu- kóngur, t.d. seldi hann 117 jóla- blöð og fékk fyrir það kr. 2925.—. Þegar ég skilaði blaðinu til hans í desember leit ég inn í lítið einkaherbergi hans. Það var mjög snyrtilegt og vel búið hús- gögnum og áhugaverðum hlut- um s.s. sjónvarpi. Þá sagði móð- ir hans mér aö hann hefði sjálfur keypt alla þessa muni og hús- gögn fyrir fé er hann hefur aflað sér fyrst og fremst með blaðsölu og dreifingu á Morgunblaöinu. Það er til mikils sóma þegar börn og unglingar fara vel og skipulega með það fé sem þau afla. Gísli, sem nú er 13 ára, er áhugamaður um fleira en blað- sölu og búnað í herbergi sitt. Hann er mikill áhugamaður um íþróttir, stundar handbolta, hef- ur verðlaunapeninga fyrir keppni í fótbolta og körfubolta, hefur einu sinni keppt í sundi og fékk þá silfurverðlaun. Og nú hefur skákáhuginn gripið hann sterkum tökum — enda er hann vel liðtækur í þeirri grein. Það er greinilega góður efni- viður í drengjum, sem hafa slik- an eldmóð og það verður gaman að fylgjast með hvernig Gísla tekst að vinna úr sínum mörgu áhugaefnum. J.T. Slysfarir árið 1868 29. ágúst árið 1868 lá í Keflavíkurhöfn skipið Cathinka, eign Duus kaupmanns, 211 'A lest að stærð. Skipstjóri var Larsen. Var skipið búið að fá í sig fulifermi af fiski, iýsi og ull. Átti skipið að leggja af stað tii Kaupmannahafnar að 1—2 dögum liðnum. Um morguninn var fremur hvass landsynningur, en er kom fram undir hádegi tók hann að rjúka á austan. Slitnaði þá önnur ankerisfesti skipsins og skömmu síðar hin. Mátti heita að skipið væri á svip- stundu komið upp í klettana, niður undan húsum eigandans og mun eigi hafa skipt meir en ljórðungi stundar frá því að ankeris- festin brast þangað til skipið var mölbrotið. Var farmurinn hins vegar um ströndina, en skipverjar allir, fimm að tölu, drukknuðu. Sama dag sleit upp fiskijagt Njarðvfkurman na, Ásbjöms hrepp- stjóra Olafssonar o.fl., þar á víkinni og brotnaði í spón. Hún var mannlaus. Heimildir: Annálar N. Ben.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.