Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Síða 25

Faxi - 01.02.1986, Síða 25
Erna Guðlaugsdóttir: Þegar keyrt er áleiðis til Grinda- víkur kemst maður ekki hjá því að sjá mikinn og hvítan reykjarmökk sem stígur tignarlega til himins. — Þar standa hin mildu mannvirki Hitaveitu Suðurnesja. Þegar kom- ið er að stöðvarhúsinu undrast maður hina miklu orku sem stað- urinn býr yfir. — Öll þessi orka úr iðrum jarðar sem hægt er að beisla og nota til hinna ýmsu gagnlegu hluta, — hita upp húsin okkar og framleiða rai'magn. Allt umhverfi í kringum stöðvar- húsið er mjög aðlaðandi og hita- veitunni til mikils sóma. Baka til við stöðvarhúsið er stórt lón — afrennslislón hitaveitunnar — sent vekur athygli hjá manni fyrst og fremst fyrir hinn fallega bláa lit sem er á því. Hvernig varð það til — og hvern- ig er hægt að gera gagn með þvf? begar byrjað var að bora fyrir heitu vatni í Svartsengi, kom í ljós að ekki yrði hægt að nota vatnið beint til upphitunar. Vatnið er brimsalt — hefur um tvo þriðju hluta af seltu sjávar og auk þess ýmis önnur uppleyst efni, — svo sem kísil — kalk — kalíum — ntagnesíum - brennistein og fiuor. Ef það yrði notað beint til upp- hitunar myndu allar hitalagnir stíflast á örskömmum tíma. Upp- hitunarvandamálið var leyst með því að setja upp varmaskipta þar sem ferskt vatn er hitað upp með vatnsgufu úr saltvatninu, sem kctnur úr holunum. bað er þetta salta vatn — afrennslisvatnið sem hefur myndað hið marg fræga Bláalón. Saltvatnið í lóninu er mettað af kísli, sem smám saman botnfellur, eftir því sem vatnið kólnar. Kísillinn fellur út úr salt- vatninu í örsmáum ögnum — sem svífa í vatninu áður en þær falla til botn. bað eru þessar agnir sem orsaka bláa lit lónsins, en stærð þeirra veldur því að þær endurkasta mest bláa ljósinu úr dagsbirtunni. Arið 1981 kom psoriasis sjúkl- ingur til framkvæmdastjóra Hita- veitu Suðurnesja til að leita eftir leyfi til að baða sig í lóninu. Iæyfið fékkst með því skilyrði, að sjúkl- ingurinn tæki alla ábyrgð á sig, — því að lónið þótti ekki hentugur staður fyrir almenningsböð. bessi tilraun til að halda sjúkdóminum niðri tókst mjög vel. Fréttin um þetta barst víða — ekki aðeins hérna innanlands heldur Iflca til útlanda. Böð til heilsubóta hafa verið stunduð frá fornu fari, og þar sem við höfum þetta marg- fræga Bláalón við bæjardyrnar hjá olckur — þá er það íhugunar- el’ni hvort elcki sé hægt að byggja staðinn upp — ekki bara fyrir psoriasis og exem sjúklinga held- ur líka fyrir allan almenning til að geta stundað útiveru og böð að vild. bað hefur margt verið gert síðan Erna Guðlaugsdóttir fyrsti einstaklingurinn fór að baða sig þarna. — bað hefur verið kom- ið fyrir búningsklefum með sturt- um í — aðstaðan fyrir baðgesti úti við hefur verið bætt — svo hefur risið upp gistiheimili við lónið þar sem gestir geta dvalið urn styttri eða lengri tíma eftir því hvað hent- ar hverjum og einum. bað hefur verið rætt milcið um að reisa heilsuhæli eða endurhæfingastöð á staðnum. bað lcæmi sér ábyggi- lega vel því að slíkar stöðvar eru of fáar hér á landi og anna ekki þörf — sem þegar er fyrir — og við lifum í vaxandi þjóðfélagi og það eru engar horfur á öðru en að þörf fyr- ir slflcar stöðvar aulcist á næstu ár- um. Staðhættir við Bláalónið er mjög ákjósanlegir — því að þar er margt forvitnilegt að sjá. Reykjanes- Keflvíkingar Fasteignagjöld Annar gjalddagi fasteignagjalda 1986 er 15. mars. Góðfúslega gerið skil og forðist þar með dlagningu drdttarvaxta sem reiknast d fasteignagjöld mdnuði frd gjalddaga. Drdttarvextir eru nú 2,75% per mdnuð. Bæjarsjóður - Innheimta. 61 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.