Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1986, Qupperneq 26

Faxi - 01.02.1986, Qupperneq 26
I skaginn með allri sinni náttúru- fegurð — býður upp á marga kosti í sambandi við útiveru og skoð- unarferðir. Góð skipulagning um styttri eða lengri ferðir er það fyrsta sem þarf að gera. Búa þarf til kort af svæð- inu og merkja vel inn á það — bæði góðar gönguleiðir og svo staði sem áhugavert er að skoða. Sumir vilja fara gangandi og aðrir akandi — það þarf að taka tillit til þess, sem hver og einn vill. Já — taka tillit til hvað fólk vill skoða — t.d. hið mikla fuglalíf — eða hina sérstæðu náttúru sem er að finna víðs vegar um hraunið — sjá uppbygginguna á skaganum eða hin hrikalegu björg sem eru víðs vegar meðfram ströndinni. Annars er mikið talað um að Reykjanesskaginn sé gróð- urlaus og vindasamur — lítið áhugaverður staður til að ferðast um. Við vitum að veður hefur mikið að segja. Ef vel viðrar og sólin skín þá er létt yfir fólki — það nýtur þess að vera úti í guðs- grænni náttúrunni. Aftur á móti þegar það rignir og vindur blæs er li'tið áhugavert að ferðast um. Góð skipulagning og góður und- irbúningur er aðal atriðið til að vel takist til. Öll sveitafélögin hérna á Reykjanesskaganum ættu að standa saman um þessa uppbygg- ingu. Fyrir ca. 2 árum var haldin mik- il ráðstefna á vegum Sambands ÞRÝSTIJAFNARAR } RAKAGLÖS OG MÆLAR 1 - fyrir loftpressur I Einnig smurglös { fyrir loftverkfæri. O) 3 < psoriasis ogexem sjúklinga, Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesjum og Hitaveitu Suðurnesja, um notkun jarðhitans og Bláalónsins í Svartsengi. Margar stórmerkileg- ar ræður voru fluttar og var stór- hugur í mönnum. Það var sannar- lega von flestra viðstaddra að fljótlega sæist örla fyrir framgangi málsins, en því miður hefur það ekki orðið að veruleika ennþá. Þetta er stórt mál og þarf tíma og mikið fjármagn til að koma svona miklum framkvæmdum af stað. En er það ekki ósk okkar flestra að hægt verði að byggja upp huggulegan dvalarstað fyrir fólk á öllum aldri til hressingar og heilsubótar. — Stað sem létt er yfir — ekki þunga stofnun. Stað þar sem allur almenningur getur átt góðar stundir, í góðum félagsskap og í fallegu umhverfi, þar sem amstur hversdagsleikans gleymist. Erna Gudlaugsdóttir Heimsókn endurgoldin Sundlaugin skoðuð. Hjólastölar hömluðu lítið fœrni til þcítttöku enda húsið allt hyggt með þarjir fatlaðra fyrir augum. Sjálfsbjargaríélagar í Reykjavík buðu félögum í Suðurnesjadeild Sjálfsbjargar til kynningar og kvöldfagnaðar er þeir héldu í glæsi- legum húsakynnum sínum í Reykjavík. Hús það er þeir eiga í fé- lagi við Landssamband fatlaðra viö Hátún 12 í Reykjavík er afar fullkomið og mætir vel þörfum þessa fólks, sem er á ýmsan hátt hamlað. Sundlaug þeirra og þjálfunaraðstaða er frábær. Þar er fólk þjálfað í að nýta og auka þá möguleika sem þeir búa yfir. Félagsstarf þessa fólks er býsna gott. Það nýtur félagsskapar og skemmtir sér eftir getu. Sorglega margir eru þó ófærir um að taka virkan þátt í samkomum, en viljinn til sjálfsbjargar er mikilvægur, raunar stórkostlegur þegar á aðstæður margra er litið. Eftir skoðun hússins var sest að kvöldverði, síöan var söngur, spurningakeppni og fleira til skemmtunar og að lokum dansað til lágnættis. Farið var í rútu frá Keflavík og voru þátttakendur rúmlega þrjá- tíu. > 62 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.