Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Síða 27

Faxi - 01.02.1986, Síða 27
VETRARVERTIÐIN er nú komin í fullan gang og afli hefur verið betri en undanfamar vertíðir enn sem komið er, tíðarfar í febrúar hefur verið með eindæmum gott, sem þýðir að gæði afla og þá sérstaklega netabáta eru mjög góð, þar sem hægt hefur verið að vitja um net nær dag- lega. bað hefur aukist að stærri línu- bátar rói nú svo til eingöngu með tvær setningar eða 90 bjóð. Mikið loðnu- magn hefur farið hér um á grunnslóð, en takmarl<að verið hægt að vinna hana hér á svæðinu þótt nægur mark- aður sé fyrir frysta loðnu og loðnu- hrogn til Japans, takmarlmst það af því að einungis eru fiskimjölsverk- smiðjur í Sandgerði og Grindavíl<, og þær ekki afkastamiklar miðað viö margar aðrar, en við loðnufrystingu þykir það góð nýting ef hægt er að vinna 30% til útilutnings og hvað varð- ar loðnuhrognin þá er nýtingin 5—7%. bar sem ekki lágu fyrir nema að hluta upplýsingar frá hafnarvigtunum um heildaraflamagn bolfisl<s og loðnu í janúar og febrúar birtum við það sem til náðist. Sandgerði Afii báta 4.832 tonn í 1.057 róðrunt (loðna ekki meðtalin). A síðasta ári á sama tíma: bátar 3.500 tonn í 926 róðrum; togarar í ár ca. 444 tonn í 4 löndunum en 320 tonn í 5 löndunum 1985. Hæstu bátar: Siguröur Bjarnason GK 284,5 tonn í 25 róðrum, lína; Arney KE 253,5 tonn í 23 róðrum, botnvarpa og net; Barðinn GK 250,0 tonn í 38 róðrum, net. Keflavík Afli 28.2. 1986 3.486,0 tonn en 2.143,0 tonn 1985. Loðnuafla vantar. Stafnes KE 395,8 tonn í 40 róðrum; Gunnjón GK 384,0 tonn í 6 löndun- um; Búrfell KE 334,0 tonn í 25 róðr- um. Afli allra báta óslægður nema Gunnjóns GK sem er slægður. Grindavfk Hrafn Sveinbjarnarson 11 GK 397,5 BOKABUÐ KEFLAVIKUR FYRIR FERMINGARNAR Orðabækur — ritsöfn — pennasett hnattlíkön — myndaalbúm sálmabækur servíettur tonn, Hafberg GK 393,5 tonn og Skarfur GK 366,5 tonn PRÓFKJÖR ALÞÝÐU- FLOKKSINS í Keflavik fór fram 22.-23. febrúar sl. Kosningaþátttaka var ntjög góð, en alls kusu 1150. Niðurstööur pról'- kjörsins urðu þessar: 1. Guðfinnur Sigurvinsson (374 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Vilhjálmur Ketilsson (658 atkvæði í fyrsta og annað sæti) 3. Hannes Einarsson (460 atkyæði í fyrsta til þriðja sæti) 4. Anna Margrét Guðmundsdóttir (485 atkvæði í l'yrsta til ljóröa sæti) 5. Jón Ólaiur Jónsson (544 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti) • KRÍSUVÍKURSKÓLI 11. lebrúar sl. var afgreitt í bæjar- stjórn Keflavílcur bréf frá nefnd um nýtingu Krísuvfkurskóla, þar sem skýrt er frá samkomulagi um sölu skólans til ,,Krísuvíkursamtakanna‘‘ sem hyggjast nota húsnæðið sem at- hvarf fyrir unglinga með fíkniefha- vandamál. Osltað var eftir umboði til framkvæmdastjóra S.S.S. að undir- rita kaupsamning dags. 31. jan. 1986 og heimild til að skipta skuldabréfum á milli sveitarfélaganna. Eigendur að húsnæðinu eru sveitarfélög á Reykja- víkursvæðinu, sveitarfélög í Kjalar- nesprófastsdæmi ásamt Vestmanna- eyjum. Bæjarstjórn lagði til að fyrir- liggjandi ltaupsamningur verði undir- ritaður og aö Eiríki Alexanderssyni framkvæmdastjóra S.S.S. verði veitt umboð Keflavíkur til að undirrita BOKABUÐ KEFLAVIKUR — daglega í leiðinni — Nokkur þeirra sölubarna er seldu sídasta Faxa. I’au stcvrri og harðari í sölu- mennskutmi voru byrjuð að selja . Stundum koma Ifka mœður á bílum mcð börn sfn eflangt cr í þeirra hverfi. l>œr bidu ekki eftir myndatöku. hann. Með hliðsjón af tilgangi sam- takanna samþykkti bæjarstjórn að eignarhlutur Keflavíkurbæjar verði afhentur þeim að gjöl' með ósk um árangursríkt starf. Vonandi gera önn- ur sveitarfélög slíkt hið sama. • BYGGT FYRIR ALDRAÐA Meðbréfi dags. 30. jan. sl. samþykkir skipulag rikisins m.a. deiliskipulag ríkisins viö Kirkjuveg vestanverðan milli Aðalgötu og Tjarnargötu, en þar er gert ráð fyrir byggingu ílníða fyrir aldraða. í framhaldi af því samþykkti bæjarstjórn að fara þess á leit við þá sem voru íbyggingarnefnd íbúða fyrir aldraða að þeir geri tillögur um á hvern hátt staðið skuli að þessum byggingum. GOTTT ÚRVAL Nýjar bækur í Bæjar- og héraðsbóka- salninu í Keflavík eru með fjölskrúð- ugra móti. í haust og f jólabókaflóðinu hefur safninu bæst 33 ævisögur, 17 ljóðabækur og leikrit, 30 barnabæk- ur, 23 íslenskar skáldsögur, 63 þýdd- ar skáldsögur og mikið úrval erlendra bóka. Auk þess 53 bækur sem flokk- aöar eru undir ýmislegt. HVAÐ GERIST NÚ? Gísli Einarsson, sölukóngur, sent sagt er frá hér í blaðinu, varð fyrir því óhappi að söludrengur fór inn á hans svæði. Það kann að hala leitt til þes að bæði Jón Tómasson, sem oft helur orðið sölukóngur, seldi öll þau blöð sem hann fékk 95 og sama var með Bjarna S. Guðmundsson í Sandgerði sem fékk 90 blöð, hann seldi þau ðll. Þeir voru báöir fyrir ofan Gísla aö þessu sinni. Hvað gerist nú? lijarni Jón 63 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.