Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 28

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 28
var stunduð í Indlandi um árið 3000 fyrir Krist. Gaura var hið í'orna ind- verskaheiti ásykri, dregiðal nafninu gur, en það var fornt lénsríki í Bengal. Heimatilbúinn hrærður sykur er nú kallaður gur á Indlandi, en goela á eynni Jöl'u. í einu helgiriti Hindust- ana, sem skrifað var um 800 eða fyrr, er lýst kórónu eða tignardjásni úr syk- urreyr. Gríski herforinginn Nearcus, sem fylgdiAlexandermiklaíherfðrtilInd- lands á 4. öld fyrir Krist, segir í skrif- um sínum frá reyr, sem gaf af sér „hunang" án aðstoðar býflugna. Sykurreyrinn er í öndverðu kominn frá Salómonseyjum í Suður-Kyrra- hafi. Þarlend þjóðtrú greinir frá því, að forfeður mannanna rekji þangað uppruna sinn. Þegar reyrin óx í fyrsta sinn breyttist einn stöngullinn í karl- mann, annar í konu. Ræktun sykurreyrs barst frá Ind- landi austur til Indó-Kína (Víetnams, Thailands, Kambodíu og Laos). En arabískir kaupmenn, sem sigldu um Indlandshaf, fluttu reyrinn og sykur- inn til Arabíu, liklega á 4. öld eftir Krist. Þaðan barst sykurinn til Evr- ópu, en breiddist þó hægt út. í sans- krít, hinni fornu tungu Indverja, eru tvö orð sem merkja sykur; sarkara - eða sakkara. Frummerking orðanna er sandur eða möl. Af þessum ind- versku orðum er dregið arabíska orðið sukkar, sákharon í grfsku, zucchero í ítölsku, sucre á frönsku, sugar á ensku. Sykurinn breiðist út Frá 8. öld eftir Krist var sykurreyr ræktaður á yfirráðasvæðum Araba á Spáni og suður hluta Frakklands. Feneyjar á ítalíu urðu snemma mið- stöð sykurflutninga til Evrópu. Þang- að fluttu kaupmenn sykurinn á skip- um frá höí'num við austan og sunnan- vert Miðjaðarhaf. Á 16. öld tók Ant- werpen í Belgíu við því hlutverki, enda var þá farið að sigla þvert yfir Atlantshaf til Ameriku. Á sama tfma hnignaði hafnarborgum við Miðjarð- arhaf. Árið 1544 hófst sykurhreinsun í Lundúnum í tveimur verksmiðjum og 1689 í einni verksmiðju í New York. Þegar Kólumbus var í öðrum leið- angri sfnum til Ameríku 1493 flutti hann með sér sykurreyr. Reyrinn var í'yrst gróðursettur þar sem síöar reis borgin Santo Domingo á suðurströnd Haíti. Þaðan barst sykurreyrinn til ann- arra eyja í Karíbahafi, t.d. Kúbu. 1737 hófst ræktun sykurreyrs í fylkinu Lousiana ( Bandaríkjunum, en breiddist ekki út til annarra fylkja fyrr en 1791. Sykurinn berst til Islands Sykur þekktist ekki á íslandi á land- náms- og söguöld. í heiðnum kuml- um, sem fundist hafa frá þessum tíma, eru tennur yfirleitt alheilar. 'Iennurnar eru lfka oft rnjög sterkleg- ar, glerungur óskaddaður. Sennilega hertur við stöðugt át harðmetis, aðal- lega fisks. Hveiti og aðrar fínar mjöl- tegundir þekktust þá ekki heldur, en grófar korntegundir tíðkuðust, t.d. af melgresi. Sjálfsagt hafa íslendingar fyrst kynnst sykri erlendis eftir 1400, er samskipti hófust við Englendinga og Þjóðverja. En einkum voru það danskir einokunarkaupmenn, sem fluttu hingað munaðarvörur, t.d. syk- ur. Sykurs er fyrst getið á Islandi 1663. Ekki varð hann algengur hér fyrr en 1760, er kaffi og te var í fyrsta skipti flutt til íslands. Það voru íbúðar Reykjavíkur, sem neyttu fyrstu kaffi- dropanna hérlendis. El'tir þetta hélst í hendur innflutningur á kaffi og sykri. (Sbr. Einokunarsögu J. Aðils, bls. 470-71). Skúli Magnússon Sykurrófur eru nú víða aðalhráefni til sykurgerð- ar. Þær uxu villtar sums staðar í Asíu og snemma voru þær ræktaðar í Suð- ur-Evrópu og Egyptalandi. Fyrr á öld- um voru rófurnar notaðar í skepnu- fóður. I sykurrófum er mikið kolvetni og þar kom að menn fðru að gefa því gaum, en til að hægt væri að nota þær til manneldis þurfti að rækta sérstakt tegundarafbrigði. Menn sáu líka, að spara mætti stórfé til sykurkaupa, ef hægt væri aö nýta rófurnar til fram- leiðslu. Sykurinn var þá fluttur til Evrópu langar leiðir, t.d. frá Asíu og Vestur-Indíum í Karabíska-hafinu. Árið 1747 ræktaði þýski efnafræð- ingurinn Andreas Marggraf ýmis af- brigði sykurrófna. Þær voru sætar á bragðið og úr þeim mátti vinna sykur í kristalla formi. En nokkur tími leið áður en menn veittu þessum athugun- um verulega athygli. Loks 1786 tók fyrrverandi nemandi Marggrafs, Franz Achard, upp þráðinn að nýju og hóf tilraunaræktun á búgarði si'num nálægt Berlín. Vonaðist Achard eftir því að finna afbrigði rófna, sem væru mjög sykurríkar. Honum tókst það. Achard tókst að vekja áhuga Friðriks Vilhjálms, Prússakonungs, á málinu, og studdi hann að stofnun sykurrófu- verksmiðju íCunern íSlesíu íNorður- Þýskalandi. Var þetta fyrsta verk- smiðja sinnar gerðar í veröldinni. Ræktun sykurrófha breiddist nú óðfluga út, ekki síst í Evrópu. Smám saman jókst líka þekking manna á jurtakynbótum og munkurinn Mendel fletti hulunni af leyndardómum erfðanna á seinni hluta 19. aldar. Eftir 1810 risu víða rófuverksmiðjur og rófur voru ræktaðar á stórum svæðum. Þetta var upphafið að stór- iðju. 1811 var fyrsta sykurrófuverk- smiðjan reist í Frakklandi. 1838 stofnuðu tveir bræður l'yrstu rófuverksmiðjuna í Bandarikjunum, það var í fylkinu Massachusetts. Allt fram á 17. öld var sykur sjaldgæfur munaður í Evr- ópu. Hann sást aðeins á borðum að- alsmanna. í fyrstu var sykurinn not- aður sem róandi og kvalastillandi lyf. Lengst af var sykurinn mjög dýr og því eftirsóttur. Þannig var sykur á lista yfir gjafir til Maríu Theresíu, drottn- ingar í Ungverjalandi og manns hcnn- ar, við brúðkaup þeirra 1736. Fyrst eftir að ræktun sykurrófna hófst gat almenningur keypt þessa vöru. Mest af þeim sykurreyr sem ræktaður er í dag, er annað hvort afkomandi eða blendingur af tegund- inni Saccharum offícinarum. Sá sykurreyr á rætur sínar að rekja til hins villta reyrs, sem í öndverðu óx á eyjum Suður-Kyrrahafs. Sykurreyrinn vex aðallega íhitabelt- inu, en einnig í heitt tempraða belt- inu. Heittempraða beltið nær frá Suð- ur-Spáni til syðsta hluta Afrfku. Sykurreyrinn er há planta, stöngull hans er yfirleitt 3,30-7.92 metrar á hæð. Út úr sönglinum vaxa stór sverð- laga blöð. Til að ná góðum þroska þarf rey rinn mikla úrkomu, allt að 2-3000 milli- metrum á ári., Það er svipuð úrkoma og er hér á landi, þar sem mest rignir, t.d. í Öræfum. Lægsta hitastig til ræktunarinnar er 20 gráður á Celsíus. Reyrinn vex í alls konar jarðvegi, en kjðrlendi hans er blanda af sandi og árframburði, einkum fínum leir. Ræktunartími er misjafn eftir stöðum. I Lousiana í Bandaríkjunum er hann 8—9 mánuðir en lengri á hlýrri svæðum, t.d.í Ástralíu, þar er ræktunartíminn 15 mánuðir. Einnig á eynni Taiwan við Kínastrendur. A Hawaii-eyjum f Suð- ur-Afríku og Perú 18—19 mánuðir. Uppskera og mölun á reyrnum hefst þegar aðalregntíminn (haustið) gengur í garð. Uppskeran er ýmist framkvæmd með handafii eða vélum. Reyrinn er skorinn niður við jörð, settur á vagna og fluttur í press- un. Úr honum er unnin sykurleðja. Um 85% af ölum reyrsykri er kristall- aður sykur, sem síðar er unninn á mismunandi hátt. Safinn er pressað- ur úr við mikinn hita. I leðjuna er blandað ýmsum efnum, t.d. hlaup- kenndri mjólk. Úr þessu efni eru unn- ar ýmsar tegundir sykurs, bæði ljósar og dökkar, þar á meðal sýróp. Sykurrófur þurfa lítið úrkomumagn til vaxtar, allt niður í 610 mm á ári. Þær eru tvíærar plöntur, vaxa í tiltölulega kðldu lofts- lagi, t.d. í Norður-Evrópu, Þýska- landi og Rússlandi. Þær eru líka rækt- aðar í heitari löndum, t.d. í Suður- Ameríku, Afríku og Austurlöndum nær og fjær. Frá því sáð er til sykurrófha og þar til uppskorið er, líða a.m.k. 170—200 dagar. Best uppskera fæst, ef veður hefur verið milt á ræktunar- tímanum og ef örlítið er farið að kólna í lok hans. Kjörlendi rófnanna er leir- borinn og lífefharík jörð. Uppskeru- ti'minn er frá septemberlokum til fyrri hluta október, áður en jörð frýs. Á ökrunum eru rófurnar fluttar í verksmiðju og malaðar. Fyrst þvegnar vandlega. Úr rófunum fæst sæt hlaupkennd leðja, - hrásykur. Úr honum eru unnar mis- munandi gerðir sykurs, dökkar og hvítar. Mest er framleitt af hvítum sykri. í linglandi hófst snemma framleiðsla á svokölluðum kaffí-sykri, í brúnum lengjum. Á íslandi er svipaður sykur kallaður kandíssykur. (Sennilega dregið af enska orðinu candy sugar, sem þýðir sælgætissykur). Hinn eig- inlegi enski candy sugar eru litlir, hvítir, kristallaðir molar, sem stund- um fást hér í búðum. í Asíu er víða búinn til hrærður heimaunn- inn sykur. Asfubúar framleiða t.d. mikið af brúnum molasykri. Til þess nota þeir safa úr kókos og döðlutrjám. I Kanada og Bandaríkjunum er sykur búinn til úr safa hlynstrjáa. Úr honum er einkum unninn molasykur og sýr- óp. Hvar er sykur framleiddur? 1970 voru tvö aðalframleiðsulönd sykurreyrs, Kúpa og Brasilía. Flestar sykurrófur koma frá Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Aðrir sætugjafar en sykur Þekktasta efnið af því tagi er sacch- arin, uppgötvað 1879 af tveimur Bandaríkjamönnum við John Hopk- ins háskólann. Saccharin var fyrst selt 1884 í New York. Það var þá í duft- formi. Annað þekkt sætuefni var - sodium cyclamate, uppgötvað 1937 í Bandaríkjunum. Það var mikið notað 1950-1969. Var þá bannað, enda talið valda krabbameini. (Þýtl og enáursagt lir Bresku alfrœðibókinni (útg. 1982) 17. bindi bls. 769-777). Skúli Magnússon. 64 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.