Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 30

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 30
Einsogsjá má, erstóra kerið frá Normandíókomið videnda ha/hargarðsins. Ker- ið kom 1952. Fram að þeim tíma voru áttirnar A og SA varasamar skipum í höfn- inni. Eftirað kerið kom var þarskjól í flestum veðrum. A teikningunni sést, að vink- illinn erókominn á vestustu bryggjuna, nœst landi til vinstri. 1942—44 vargarður- inn lengdur úl á 10—11 metra dýpi á stórstraumsfjöru. Ef uppdrátturinn prentast vel, sjást dýptartölurnaryst við garðinn. Á þessum árum varþetta mesta dýpi sem hafhargerð var unnin við á íslandi. (Sbr. grein Daviðs Ólafssonar í tímaritinu Ægi, nr. 2—4, bls. 59 1945). Uppdrátturinn er úr Leiðsögubók fyrir siómenn við ísland. Rvík 1949, bls. 15. V.b. Guðmundur Kr. dreginn til lands Aðfaranótt fimmtudagsins, 30. janúar 1947, barst SVFÍ hjálpar- beiðni frá v.b. Guðmundi Kr., frá Keflavík, sem var með bilaða vél út af Garðskaga. Fyrir milligöngu SVFÍ fór síldarleitarskipið Fanney bátn- um til aðstoðar og dró hann til Kef la- víkur. Guðmundur Kr., GK 425, var nýr bátur, smíðaður í Svíþjóð 1946. Hann var 61 lest að stærð og í hon- um var 180 hestafla Bolindervél. Báturinn bar nafn hins kunna afla- manns, Guðmundar Kr., sem fórst með Geir í febrúarveðrinu 1946. (Vísir 30. janúar 1947: ,,Bátur í háska“.) Einnig mikiö úrval af gull- og silfurskart- gripum til fermingargjafa. SENDUMGEGN PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND V.b. Hólmsberg og Kefl- víkingur lenda í árekstri Seint í janúar eða snemma í febr- úar 1947, varð árekstur á milli vél- bátanna Hólmsbergs og Keflvík- ings. Þeir voru báðir frá Keflavík. Bátarnir voru að fara í róður að nóttu til. Sennilega á tímabilinu frá kl. hálf eitt til tvö eftir miðnætti. (Hér er miðað við reglugerð um róðratíma báta frá Keflavík 1947, sem birt er í Stjórnartíðindum, B- deild 1947, bls. 61.) Hólmsbergið fór fyrr frá garðinum, en Keflvíking- ur lá utan á því. Er Keflvíkingur var laus, setti skipstjóri á hægustu ferð aftur á bak og stefndi um leið út frá garðinum. Sá skipstjóri enga báta nálæga, taldi að Hólmsbergið væri komið út fyrir garðinn. Setti hann þvi á fulla ferð áfram, en um leið leit skipstjóri til hliðar og sá að svo var ekki, Hólmsbergið var þar rétt hjá, án þess hann hefði veitt því næga athygli. En í sömu svifum skullu bát- arnir saman. Voru þeir þrjár til fjórar bátslengdir frá garðinum. Skall Kef Ivíkingur aftarlega á síðu Hólms- bergsins og braut beitningaskýli og borðstokk. Skemmdir urðu þó minni en búist var við vegna þess, að Kef I- víkingur var kominn á fulla ferð. Veður var ágætt, en aldimmt. Báðir bátarnir höfðu uppi hin venjulegu Ijós. En fram kom við réttarhöld í málinu, að Hólmsberg átti réttinn, samkvæmt siglingareglum. Sjó- prófin voru haldin í Keflavik, 5. febr. 1947. Þar kemur ekki fram hvaða dag atburðurinn átti sér stað. Skip- Greiðslur almennings fyrir lœknishjálp og lyf 1 Greiðslur hjá heimilislœkni og heilsugœslulœkni 100 kr. — Fyrir viötal á stofu lœknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 180 kr. — Fyrir vitjun lœknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhœðir, og má lœknir ekki krefja sjúkling um viöbótargjald, nema vegna lyfja eöa umbúöa, sem sjúklingur kynni aö þurfa aö fara meö burt meö sér. 2. Greiðslur fyrir sérfrœðilœknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 310 kr. — Fyrir hverja komu til sérfrœðings. 110 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sér- frœöingi á hverju almanaksári, síöan ekkert. (Sjá nánar hér aö neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiöslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Sjúkrasamlag Gullbringusýslu Vantsnesvegi 33, Keflavík, sími 1920 (Geymiö auglýsinguna) GEORG V. HANNAH Úra- og skartgripaverslun Hafnargötu 49 — Keflavík Sími 1557 66 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.