Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 31

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 31
VélskipiðKeflvíkingur GK400 var 70 tonna bátur. Var hann um árabil,,flaggskip" KeflavCkurflotans, cign Samvinnuútgerðarféiags Keflavfkur, hyggður í Innri-Njarð- vík og hljóp afstokkunum 29. fcbrúar 1940. stjóri á Hólmsbergi var Gísli J. Hall- dórsson, Keflavík, en á Keflvíkingi Páll Kr. Maríusson frá Reykjavtk. (Sjó- og verslunardómsbók Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1941—1956. Bls. 393-398. l>jóðskjalasafn.) Skipstjóri drukknar af v.b. Huldu Miðvikudaginn, 26. febrúar 1947, er v.b. Hulda frá Keflavík, var i róðri féll skipstjórinn, Einar Guð- bergur Sigurðsson, fyrir borð og drukknaði. Einar hafði farið aftur á bátinn um stund og fengið háseta stýrið á meðan. Verið var að huga að netatrossum. Þegar skipverja fór að lengja eftir Einari var farið að leita hans. Ekkert kom í Ijós er bent gæti til afdrifa hans. Talið var að Einar hafi fengið aðsvif og fallið út- byrðis. Einar Guðbergur var með um- svifameiri formönnum í Keflavík á bessum árum og því var fráfall hans enn sviplegra. Hann var mikill áhugamaður um ýmis hreppsmál, sérstaklega þvi sem laut að sjávar- útvegi. Einar varð formaður hafnar- nefndar Keflavíkur f ársbyrjun 1942 °Q gegndi því starfi til dauðadags. Hann var óþreytandi við að sinna þeim málum og ófá voru spor hans áfundi þingmana, bankastjóra, ráð- herra og annarra embættismanna, til að leita stuðnings við mesta hagsmunamál Keflyíkinga: Fram- hald hafnargerðar. Á því valt fram- tíðargengi þyggðarlagsins. Einar Guðbergur var Keflvíking- ur, fæddur 22. septemþer 1892. Eins og þá tíðkaðist fór hann korn- ungur á sjó, og 14 ára stóð hann við færið á kútter Keflavík, sem Duus- verslun átti. Foreldrar Einars voru Guðný Ólafsdóttir og Sigurður Jón Klemenzson. En Einar naut föður sins skamma stund, hann fór fljót- lega til Vesturheims, og kom ekki til íslands eftir það. Einar varð því Einar Guðbergur Sigurðsson, skipstjóri og dtgerðarmaður. snemma að sjá um sig sjálfur. 1914 réðst hann til Einars í Garðhúsum í Grindavík og var með báta fyrir hann um árabil. Varð hann aflasæll formaður. En litlir bátar Grindvík- inga nægðu ekki athafnaþrá hans. Hann hóf eigin útgerð í Keflavík. Átti fyrst Hafurbjöm. Báturinn slitnaði upp 1924, rak á land og brotnaði. 1925 keypti Einar v.b. Arnbjörn Ólafsson, 20 lesta bát, og var með hann í 16 ár. 1939 hætti Einar sjó- mennsku, en f ór aftur á sjó í f ebrúar 1947. Hann var þá með v.b. Huldu, sem hann hafði keypt frá Svíþjóð sumarið 1946. Kona Einars (1917) var María Guðmundsdóttir. Börn þeirra: Guðrún, gift Birni Magnússyni, vélsmið l Keflavik. Gunnar, átti Jóhönnu Julíusdóttur. Ingimar, lögfræðingur, starfsmaður hjá Landsamþandi (sl. útvegs- manna. Átti Þórunni Rafnar frá Ak- ureyri. (Faxi, mars, 1947: „Eitt slysið cnn". Vfsir 27. febr. 1947: „Formaður drukknar af skipi sínu". Reykjanes, mars, 1947: Minningar- orð um E.G.S. cftir Alfreð Gíslason. Faxi, febr. 1956, bls. 14: MVJ.: Minningar frá Keflavík.) V.b. Hólmsberg sekkur við Grímsey Að morgni laugardagsins, 23. ágúst 1947, umkl.hálf 9,erHólms- þerg GK 395, frá Kef lavík var á síld- veiðum við Grímsey, kviknaði eldur í vélarrúmi bátsins. Varð eldurinn ekki hefur. Sjöstjarnan frá Vest- mannaeyjum, sem þarna var nær- stödd, bjargaði áhöfninni, báðum nótaþátunum og nótinni. Engin síld var komin í Hólmsbergið er eldurinn kom upp. Báturinn sökk að nokkr- um tíma liðnum án þess að björgun hans yrði við komið. Hólmsberg GK 395 var eign sam- nefnds hlutafélags í Keflavík. Bátur- inn var 63 lestir, tréskip, smíðaður í Noregi 1920, endurbyggður 1943. í bátnum var þriggja ára gömul vél af gerðinni Ruston-diesel, 136 hest- öfl. Hólmsþergvarumtímaíferðum á milli Reykjavíkur og Akraness, sem leiguskip, líklega á árunum 1945—46. (Mbl. 24. ágúst 1947: „Hólmsberg brann og sökk við Grímsey í gícr". Á baksíðu Alþýðublaðsins 23. ágúst s.á., er stutt frétt um atburðinn.. l>ar er báturinn kallaður Hólmsborg, sem að sjálfsögðu er rangt). V.b. Bjarni Ólafsson í hrakningum Aðfaranótt miðvikudagsins, 17. sept. 1947, er v.b. Bjarni Ólafsson GK 200, frá Keflavík, var að rek- netaveiðum í Faxaflóa, skall á mikið óveður. Báturinn hélt þegar til lands, en á leiðinni bilaði vélin. Bátsverjar gerðu SVFÍ þegar við- vart. Reyndi félagið, að ná sam- bandi við m.s. Faxaborgu, sem þá annaðist gæslu í flóanum. En Faxa- borg var þá við vöruflutninga úti á landi og hvergi nærstödd. Árang- urslausar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við fleiri skip. Loks náðist í togarann Helgafell. En þar sem dýptarmælar skipsins voru bil- aðir, treysti skipstjórinn sér ekki til að aðstoða bátinn. Kom þá Mummi GK, frá Sandgerði, til aðstoðar. Á meðan reyndi skipstjóri Helgafells að miða Bjarna Ólafsson út, en gekk illa, þar sem engin miðunar- stöð var í bátnum. Allan fimmtudag- inn 17. sept., reyndu skipverjar á Bjarna Ólafssyni, að staðsetja bát- inn í gegnum talstöð með aðstoð Mumma. Á sama tíma var unnið að því í Reykjavík að fá síldarleitarskipið FRAMHALD A BLS. 72 ALLT FYRIR FERMINGUNA • -J\£itL & c^ra.ní.k.a.1 • U\£itaitjakai • HBLóm 9 _f\Lútai 9 cyjáikamljai Lpiantum á is.iais.ttui. (^ULLum á íáLmaLrækui. ______NESBÓK_=__= Hafnargötu 54 - Sími 3066 67 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.