Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 32

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 32
Jórsalaför Kórs Keflavíkurkirkju FRAMHALD AF BLS. 41 Kór Keflavíkurkirkju. Stóra stundin upprunnin. Kynnirinn dr. Dan Ronen hafði greinilega æft sig í að bera fram „Kirkjukór Keflavfkur". Ronen fór á kostum í upphafi þegar hann bauð alla vel- komna á fjölmörgum tungumál- um. Kórinn hóf sönginn á laginu Úr útsæ rísa Islandsfjöll. Steinn Erlingsson söng Ave verum, Sverrir Guðmundsson Ave María og Ragnheiður Guömundsdóttir Frið á jörðu, öll ásamt kórnum og við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Kórinn söng að lokum þjóðlag frá Israel, Havenu shalom alechem (Friður sé með yður). Söngnum var vel fagnað á milli laga, en í lokin ætlaði allt um koll að keyra. Eg hélt í fyrstu að Ísraelarnir ætl- uðu að klappa lagið út í gegn. Það er skemmst frá því að segja að kór, einsöngvarar, undirleikari og stjórnandi voru landi og þjóð til sóma og út í sal sátu margir stoltir og þakklátir landar. Það var gam- an að vera Islendingur þetta kvöld. Henry Klausner sagði við mig eftir tónleikana að hann ætlaði að sjá til þess að íslendingar fengju íleiri þátttökuboð á kóramót í ísrael. Hann var greinilega ánægður með frammistöðu ís- lenska söngfólksins. Útlending- arnir höfðu á orði hve mörgum góöum einsöngvurum kórinn hefði á að skipa. Söngur, sviðs- framkoma, undirleikur og stjórn var með miklum ágætum, eins og þeir sem heima sátu geta nú séð á myndbandi Sigurvins Sveinsson- ar, þótt upptökuskilyrðin væru ekki upp á það allra besta. Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, sem í'ylgdist með æfingum kórsins, hafði lagt til að kórinn syngi þjóð- lag frá ísrael í lokin. Það var vel til í'undið og ísraelarnir kunnu greinilega vel að meta það. Is- lenski kórinn var sá eini sem söng á hebresku. Fijimenn sungu næstir. Þetta var fjölmennur karlakór sem nefnist Matasere Ni Viti pg stjórn- andinn heitir Samisoni Waqa- vakatoga, hvernig sem það nú er borið í'ram. Söngur þeirra var hljómfagur en ekki að sama skapi agaður. Stanford háskólakðrinn frá Bandarfkjunum söng næst undir stjórn próf. William Rams- ey. Kórfélagar voru góðkunningj- ar okkar þar sem þau bjuggu á Shalom hótelinu og söngur þeirra V/ð Hanagalskirkjuna, hús Kaifasar œðstaprests. Fyrir framan Frelsarakirkjuna (Erlöserkirche) ú jóladag. Heilsað uppá landa sem búa í ísrael. Ljósmyndir Ó.O.Jónsson og Kr. Jónsson. ágætur. Þetta var fólk sem er við tónhstarnám og dvelur þá lang- dvölum í Haifa og ferðast víða um. Eftir hlé sungu ,,The Jerusale- mites" frá ísrael undir stjórn Ari Doron. Þá tók við kór frá Belgíu ,,LaF.E.E. Qui Cante", stjórnandi frú Rose Blairon. Síðan sungu Súlúmenn frá S-Afríku, Amazawi Kazulu, undir stjórn W.O. Dubaz- ana. Mér fannst söngur blökku- mannanna taktviss og fagur. Á eft- ir þeim sungu kanadískir Eist- lendingar, Estonia kórinn, stjórn- andi dr. Roman Toi. Eldorami barnakórinn frá S-Afríku söng gullfallega. Barnaraddir heilla mann alltaf. Stjórnandi hans var frú D. Minnaar. Hún notaði að- eins fmgurna við að stjórna kórn- um en hafði samt gott vald á söng barnanna. Þessu kóramaraþoni, eins og ísraelsmenn kölluðu það, lauk meö söng Fairlane Assembly Concert Choir frá Bandaríkjun- um. Stjórnandinn sr. David E. Richard söng sjálfur með kórnum við undirleik hljómflutnings- tækja. Ég var ekki einn um að finnast söngur kórsins yfirdrif- inn. Mér fannst það einnig full- mikil sjálfsánægja hjá stjórnand- anum að syngja sjálfur einsöng. Þessi kórsöngur gekk þvert á allt sem farið hafði fram fyrr um kvöldið og ég furðaði mig á því að ísraelarnir skyldu leyfa undirleik með hljómflulningstækjum. Eftir sem áður tókst kvöldið í heild stórvel og sýnir að merkir menningarviðburðir eiga sér stað í Israel. Ef til vill gætu Islendingar af þeim , lærl varðandi fram- kvæmd kóramóta. Kvöldið var eftirminnilegt og söngur kóranna góður. Við urðum vitni að viðleitni S-Afríkumanna til sáttargjörðar, sem er í anda Krists, þegar Eldo- rami barnakórinn og Súlumenn sungu þarna saman. Af því má draga lærdóma. Við erum á móti aðskilnaðarstefnu (Apartheit), vegna þess að hún gerir kross Krists að aðhlátursefni. En sú andstaða má ekki hindra okkur í að taka þátt í kóramóti sem þessu. Án efa er þetta leiðin til bættra samskipta. Ekkert alþjóðlegt tungumál sameinar betur en söngurinn. Hann á greiða leið að hjörtum manna, hvítra sem svartra, og lætur engan ósnort- inn. (FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI.) 68 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.