Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 37

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 37
mæli er. Mörgum góðum gestum var boðið til hátfðarinnar og Víð- ismenn, ungir sem gamlir, fylltu samkomuhúsið. Hátíðin hófst með borðhaldi og síðan voru flutt ávörp og skemmtiatriði. Sigurður Ingvars- son flutti ágrip af sögu félagsins. Síðan tók Ellert Schram alþ. mað- ur og formaður KSI til máls. Sæmdi hann Sigurð heiðursmerki KSÍ úr silfri fyrir framlag hans til knattspyrnuíþróttarinnar, við mikinn fögnuð viðstaddra. Finnbogi Björnsson oddviti Gerðahrepps flutti félaginu þakk- ir hreppsbúa og 75.000 kr. af- mælisgjöf og einnig færðu þau Sigrún Oddsdóttir formaður kvenfélagsins Gefnar og Sigurður Jóhannsson formaður Reynis, Sandgerði, gjafir og góðar kveðj- ur. Þá flutti Lárus Ásgeirsson full- trúi Lýsis h/f kveðjur, en Lýsi hef- ur endurnýjað auglýsingasamn- ing sinn við Víði. Félaginu barst einnig ijöldi gjafa og heillaóska frá ýmsum áttum. Síðan brugðu Víðismenn fyrir sig betri fætinum og fluttu fjöl- breytta skemmtidagskrá með söng, leikoggríni. Leikþáttur Jó- hanns Jónssonar um raunveruleg eða upplogin ævintýri Víðis- manna úr Færeyjaferð gerði mikla lukku og Víðiskvartettinn flutti kveðjutónleika, en þetta mun vera í 17. skiptið sem þeir skemmta á árshátíð Víðis. Kvartettinn skip- uðu Sigurður Ingvarsson, Júlíus Baldvinsson, Guðmundur Jens Knútsson og Ómar Jóhannsson. V 7 i iN - i 1 • 4 Skálað fyrir 17 dra samstarfi. Frú vinstri: Sigurður Ingvarsson, Júlíus Bald- vinsson, Guðmundur J. Knútsson, Ómar Jóhannsson og Jóhannes Arason. Hluti veislugesta. Ljósmyndir: Eiríkur Hermannsson. Fimm leikmenn fengu viður- kenningu frá félaginu fyrir ljölda kappleikja með Víði. Þeir eru Guðmundur J. Knútsson fyrir 250 leiki, Guðjón Guðmundsson og Daníel Einarsson fyrir 200 leiki og Grétar Einarsson og Gísli Heiðarsson fyrir 100 leiki. For- eldrar Gísla, þau Ingibjörg Gísla- dóttir og Heiðar Þorsteinsson fengu sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu félagsins tim ára- bil. Veislustjóri kvöldsins var Ellert Eiríksson sveitarstjóri, sem hafði margar sögur af sveitarstjórnar- mönnum á takteinum. Að lokum var stiginn dans af miklum móð við undirleik Hljóm- sveitar B.G. og þannig lauk frá- bærri árshátíð Víðis. Sunnudaginn 23. febrúar var svo hátíð fyrir yngri kynslóðina og var þar mikið um dýrðir. Stjórn Víðis skipa nú Júlíus Baldvinsson formaður, Guð- mundur J. Knútsson varaformað- ur, Heiðar Þorsteinsson gjaldkeri og Ásgeir Kjartansson ritari. Það hefur verið ákveðið að halda sérstalcan Víðisdag á sumri kom- anda með mikilli dagskrá. Slegnir hafa verið afmælispeningar úr kopar og einnig barmmerki. Þá er unnið að útgáfu afmælisrits Víðis. Að lokum eru allir Víðismenn og stuðningsmenn Víðis hvattir til að standa dyggan vörð um framgang félagsins svo viðgangur þess og Garðsins megi verða sem mestur um ókomin ár. Eiríkur Hermannsson. Finnhogi Björnsson oddviti, afhendir formanni Víðis, JúlíusiBaldvinssynigjöf frú Gerðahreppi. Þeir hlutu afmœlispening Víðis fyrir góðan stuðning ú liðnum drum. Frú vinstri: Lúrus Ásgeirsson, f.h. Lýsi hf, Jón H. Jónsson, f.h. Keflav íkurverk- taka og Sparisjóðsins, Finnbogi Björnsson, oddviti Gerðahrepps og Ellert B. Schram, formaður K.S.I. 73 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.