Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 38

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 38
Systkinin á Útskálum gera Gardinn frægan Árið 1985 verður minnisstætt hjónunum á Útskálum, séra Guðmundi Guðmundssyni og frú Steinvöru Kristófersdóttur. Börn þeirra þrjú, Elísabet, Hrafnhildur og Barði, luku öll glæsilegum árangri á árinu. I desember varð Elísabet dótt- ir þeirra doktor í klínískri lyfja- fræði. Hún mun vera fyrsta Suð- urnesjakonan sem hlýtur dokt- orsnafnbót. Hún lauk doktors- prófi í klínískri lyfjafræði við University of the Pacific í Stock- ton, Kaliforníu. Ritgerð hennar nefnist ,,Drug Treatment of Rheumatoid Arthritis: The use of cancer chemotherapeutic agents" og er tilgangur rannsóknarinnar sá að kanna notkun krabbameinslyfja við liðagigt. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og BS prófi í lyfjafræði frá University of Florida 1981. Framhaldsnám í spítalalyfja- fræði stundaði hún frá 1981 til 1982 og var jafnframt aðjúnkt við College of Pharmacy, Uni- versity of Florida, á því tímabili. Rannsóknarverkefni hennar í spítalalyfj afræði: ,, Pyrogen Leak downstream of an Inline I.V. Filter after Microbial Contamination and subsequent Antibiotic Administration" var kynnt á aðalfundi spítalalyfja- fræðinga í Baltimore 1982. Hún starfaði sem spítalalyfjafræðing- ur við Delray Community Hospital, Delray Beach, Florida frá október 1982 til mars 1983 og við Boca Raton Community Hospital frá mars 1983 til mars 1984. Skipaður yfirlyfjafræð- ingur frá mars 1984 til desember 1984 á Boca Raton Community Hospital. Akademiskt nám við Universi- ty of the Pacific frá janúar 1985 til júlí 1985 og klíniskt nám við Tripler Medical Center í Hono- lulu, Hawaii frá ágúst 1985 til desember 1985. Hrafnhildur Guðmundsdóttir er fædd á Útskálum. Fór 8 ára gömul í Tónlistarskólann í Keflavík og lærði þar á píanó og fiðlu. Fór síðan í Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Tók tón- menntakennarapróf þaðan vorið 1977. Hún tók burtfararpróf í WSt* t Dr. Elísabet M. Guð- 1 mundsdótt- ir. Wtt** ^l SH«%# • sm Hrafnhildur Gudmunds- 1 w dótíir, söngkona. Barði Guð- mttndsson, leikari. ^k söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík4. maí 1985. Stundar nú framhaldsnám í söng. Hrafnhildur er gift Ingólfi Eyfells verkfræðingi og eiga þau þrjá syni. Hrafnhildar er getið á öðrum stað hér í blaðinu, en hún söng einsöng við vígsluathöfn er nýja pípuorgelið var vígt í Útskála- kirkju 6. okt. sl., ogstólvers við messugjörð hjá föður sínum. Þáer það sonurinn, Barði, sem einnig er fæddur á Útskálum. Hann útskrifaðist frá Leiklist- arskóla íslands í maí 1985. í Nemendaleikhúsi lék hann Tartalja konung í Grænfjöðr- ungi, Álfinn Hégóma í Draum á Jónsmessunótt (sýning Leikfé- lags Reykjavfkur) og Barða í Fugl sem flaug á snúru. Hann lék guðinn Benjamín í kvik- myndinni Atómstöðin 1983 og Smirnoff í Biminum eftir Chekov s.l. sumar með leik- hópnum Lystauka. Barði réðst til Leikfélags Akureyrar í byrjun þessa leikárs til að leika Scrooge yngri í Jólaævintýri og Friðrik systurson Scrooge. Barði lék líka í Silfurtunglinu. Barði mun síðan leika annan tvíburabróð- urinn í söngleiknum Fóstbræð- ur eftir Willy Russell, sem frumsýndur verður hjá L.A. í marslok. Öll hafa þau getið sér góðan orðstír fyrir námshæfileika og atorku við að ná settum mark- miðum. Vafalaust hafa þau hlot- ið gott fararnesti frá foreldrum sínum, prestshjónunum á Út- skálum, góða greind og farsælt leiðarljós varðandi lífsviðhorf. Samantekt J.T. Barði Gudmundsson leikurÁIfinn \ Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare, sem I^eikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. KEFLAVIK ágrip af ábúendatali jarðarinnar FRAMHALD AF BLS. 46 ustu árum og hefur uppblástur eytt jarðvegi og gróðri á þeim tæp- um 3 öldum sem síðan eru liðnar, því allt land fyrir ofan kauptúnið var orðið örfoka, en eldra fólk benti á þykk rofabörð eins og eyj- ar upp úr melunum með þéttum grassverði, sem sýnishorn af því sem verið hafði. Og fram á síðustu áratugi mátti sjá, þegar vindar blésu og jörð var þurr, mórauða mekki bera við loft yfir melunum og hér norður á Bergið, þar voru síðustu leifar gróðurmoldarinnar, sem var létt og fínkornótt, að hverfa út í veður og vind, og grýtt auðnin ein eftir. I Faxa í maí 1947 segir Marta Valgerður um kvaðirnar á Kefla- víkurbóndanum. „Kvaðir um mannslán mun láta undarlega í eyrum nútímamanna, en svo sem kunnugt er, hafði kon- ungsvaldið eða umboðsmenn á Bessastöðum, lagt á herðar manna hinar þyngstu skyldur, er þeir urðu að inna af hendi kaup- laust, auk þess urðu þeir venju- lega að fæða sig sjálfir. Bændur voru skyldugir að leggja til menn á skip Bessastaða- manna, er þeir höfðu í aflabestu verstöðvunum, verka fisk þeirra og skila þurrum og óskemmdum í kaupstað, vinna að húsagerð og landbúnaðarstörfum, bera fálka og margt íleira. T.d. voru sumir Innnesjamenn skyldir að bera fálka frá Bessa- stöðum til Keflavíkur og Básenda, þegar þaðan voru sendir lifandi fálkar með verslunarskipunum til Danmerkur. Allar þessar kvaðir lágu sem þungt farg á landsmönnum og voru orðnar nær óbærilegar, er þeir Árni og Páll sömdu jarðabók- ina. Keflavíkurbóndinn hefur verið laus við allar þessar kvaðir, en í staðinn hefur hann verið þjónn Keflavíkurkaupmannsins og gætt verslunarbúða hans á vetrum, er kaupmaður var brottsigldur. Ekki eru þekktir margir bænd- ur sem hér hafa búið, en þó er til vitneskja um nokkra þeirra. Fyrst er að nefna að í Setbergs- annál sem skráður var af Gísla borkelssyni, en hann var í móður- ætt ættaður hér af Suðurnesjum, segirsvoárið 1649. ,,Þann 8. jan- úar andaðist Grímur Bergsson í Keflavík skyndilega í sinni hey- tótt á kvöldtíma." 74 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.