Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 38

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 38
Systkinin á Utskálum gera Garðinn frægan Árið 1985 verður minnisstætt hjónunum á Utskálum, séra Guðmundi Guðmundssyni og frú Steinvöru Kristófersdóttur. Börn þeirra þrjú, Elísabet, Hrafnhildur og Barði, luku öll glæsilegum árangri á árinu. í desember varð Elísabet dótt- ir þeirra doktor í klínískri lyfja- fræði. Hún mun vera fyrsta Suð- urnesjakonan sem hlýtur dokt- orsnafnbót. Hún lauk doktors- prófi í klínískri lyfjafræði við University of the Pacific í Stock- ton, Kaliforníu. Ritgerð hennar nefnist , ,Drug Tteatment of Rheumatoid Arthritis: The use of cancer chemotherapeutic agents“ og er tilgangur rannsóknarinnar sá að kanna notkun krabbameinslyfja við liðagigt. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og BS prófi í lyfjafræði frá University of Florida 1981. Framhaldsnám í spítalalyíja- fræði stundaði hún frá 1981 til 1982 og var jafnframt aðjúnkt við College of Pharmacy, Uni- versity of Florida, á því tímabili. Rannsóknarverkefni hennar í spítalalyfjafræði: ,,Pyrogen Leak downstream of an Inline I.V. Filter after Microbial Contamination and subsequent Antibiotic Administration“ var kynnt á aðalfundi spítalalyfja- fræðinga í Baltimore 1982. Hún starfaði sem spítalalyfjafræðing- ur við Delray Community Hospital, Delray Beach, Florida frá október 1982 til mars 1983 og við Boca Raton Community Hospital frá mars 1983 til mars 1984. Skipaður yfirlyfjafræð- ingur frá mars 1984 til desember 1984 á Boca Raton Community Hospital. Akademiskt nám við Universi- ty of the Pacific frá janúar 1985 til júlí 1985 og klíniskt nám við 'IVipIer Medical Center í Hono- lulu, Hawaii frá ágúst 1985 til desember 1985. Hrafnhildur Guðmundsdóttir er fædd á Útskálum. Fór 8 ára gömul í Tónlistarskólann í Keflavík og lærði þar á píanó og fiðlu. Fór síðan í Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Tók tón- menntakennarapróf þaðan vorið 1977. Hún tók burtfararpróf í Hrafnhildur Guðmun ds- dóttir, söngkona. Barði Guð- mundsson, leikari. söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík4. maí 1985. Stundar nú framhaldsnám í söng. Hrafnhildur er gift Ingólfi Eyfells verkfræðingi og eiga þau þrjá syni. Hrafnhildar er getið á öðrum stað hér í blaðinu, en hún söng einsöng við vígsluathöfn er nýja pípuorgelið var vígt í Útskála- kirkju 6. okt. sl., og stólvers við messugjörð hjá föður sínum. Þáerþaðsonurinn, Barði, sem einnig er fæddur á Útskálum. Hann útskrifaðist frá Leiklist- arskóla íslands í maí 1985. í Nemendaleikhúsi lék hann Tartalja konung í Grænljöðr- ungi, Álfinn Hégóma í Draum á Jónsmessunótt (sýning Leikfé- lags Reykjavíkur) og Barða í Fugl sem flaug á snúru. Hann lék guðinn Benjamín í kvik- myndinni Atómstöðin 1983 og Smirnoff í Birninum eftir Chekov s.l. sumar með leik- hópnum Lystauka. Barði réðst til Leikfélags Akureyrar í byrjun þessa leikárs til að leika Scrooge yngri í Jólaævintýri og Friðrik systurson Scrooge. Barði lék líka í Silfurtunglinu. Barði mun síðan leika annan tvílrurabróð- urinn í söngleiknum Fóstbræð- ur eftir Willy Russell, sem frumsýndur verður hjá L.A. í marslok. Öll hafa þau getið sér góðan orðstír fyrir námshæfileika og atorku við að ná settum mark- miðum. Vafalaust hafa þau hlot- ið gott fararnesti frá foreldrum sínum, prestshjónunum á Út- skálum, góða greind og farsælt leiðarljós varðandi lífsviðhorf. Samantekt J.T. Bardi Guömundsson leikur Álfinn í Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare, sem iMÍkfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. 74 FAXI KEFLAVÍK ágrip af ábúendatali jarðarinnar FRAMHALD AF BLS. 46 ustu árum og hefur uppblástur eytt jarðvegi og gróðri á þeim tæp- um 3 öldum sem síðan eru liðnar, því allt land fyrir ofan kauptúnið var orðið örfoka, en eldra fólk benti á þykk rofabörð eins og eyj- ar upp úr melunum með þéttum grassverði, sem sýnishorn af því sem verið hafði. Og fram á síðustu áratugi mátti sjá, þegar vindar blésu og jörð var þurr, mórauða mekki bera við loft yfir melunum og hér norður á Bergið, þar voru síðustu leifar gróðurmoldarinnar, sem var létt og fínkornótt, að hverfa út í veður og vind, og grýtt auðnin ein eftir. í Faxa í maí 1947 segir Marta Valgerður um kvaðirnar á Kefla- víkurbóndanum. „Kvaðir um mannslán mun láta undarlega í eyrum nútímamanna, en svo sem kunnugt er, hafði kon- ungsvaldið eða umboðsmenn á Bessastöðum, lagt á herðar manna hinar þyngstu skyldur, er þeir urðu að inna af hendi kaup- laust, auk þess urðu þeir venju- lega að fæða sig sjálfir. Bændur voru skyldugir að leggja til menn á skip Bessastaða- manna, er þeir höfðu í aflabestu verstöðvunum, verka fisk þeirra og skila þurrum og óskemmdum í kaupstað, vinna að húsagerð og landbúnaðarstörfum, bera fálka og margt fleira. T.d. voru sumir Innnesjamenn skyldir að bera fálka frá Bessa- stöðum til Keflavíkur og Básenda, þegar þaðan voru sendir lifandi fálkar með verslunarskipunum til Danmerkur. Allar þessar kvaðir lágu sem þungt farg á landsmönnum og voru orðnar nær óbærilegar, er þeir Árni og Páll sömdu jarðabók- ina. Keflavíkurbóndinn hefur verið laus við allar þessar kvaðir, en í staðinn hefur hann verið þjónn Keflavíkurkaupmannsins og gætt verslunarbúða hans á vetrum, er kaupmaður var brottsigldur. Ekki eru þekktir margir bænd- ur sem hér hafa búið, en þó er til vitneskja um nokkra þeirra. Fyrst er að nefna að í Setbergs- annál sem skráður var af Gísla Þorkelssyni, en hann var í móður- ætt ættaður hér af Suðurnesjum, segirsvoárið 1649. ,,Þann 8. jan- úar andaðist Grímur Bergsson í Keflavík skyndilega í sinni hey- tótt á kvöldtíma.“ J

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.