Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 39

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 39
Grímur hafði fyrrum verið sýslumaður í Kjósasýslu og síðar lögréttumaður. Hann bjó fyrst á Kirkjubóli á Miðnesi, síðar í Ytri- Njarðvík og síðast í Keflavík. Á meðan hann bjó í Ytri-Njarð- ^ vík varð hann velgjörðarmaður Hallgríms Péturssonar, tók hann pátt í því að liðsinna Hallgrími, þegar hann kom frá Kaupmanna- höfn vorið 1637, félaus og vinafár nteð konuefni sitt Guðríði, en þau komu út í Keflavík. Grímur tók Guðríði inn á heimili sitt og fæddi hún þar fyrsta barn þeirra Hall- gríms þá um sumarið, en Hall- gn'mur hefur sennilega unnið hjá kaupmanninum í Keflavík. Hall- grímur lenti í fjársektum og reyndi Grímur að efna til sam- skota handa honum og ritaði um það bréf 19. maí 1638, en fyrir bréf þetta var Grímur dæmdur fjölmælismaður og bréfið nefnt tygábréf, og á Alþingi 1639 var hann dæmdur í 20 dala sekt. Aðrir bændur sem vitað er um að búið hafi hér eru: Árið 1681 var það Jón Brands- s°n samkvæmt innheimtubók ». Stríðshj álparinnar''. Arið 1696 var það Eyjólfur 1 "jarnhéðinsson, þar er þá einnig Snorri Karlsson sem verður að °orga skatt. Við manntal árið 1703 býr þar HaJldór Magnússon 52 ára. Aðrir 1 heimil voru: Hallgerður Árnadóttir kona hans 42 ára frá Stóra Hólmi í Leiru Jakobssonar. Jakob Halldórsson sonur þeirra 22 ára. Þorbjörg Nikulásdóttir dóttur- barn þeirra 3 ára, fædd að Stóru Vogum þar sem foreldrar hennar Auðbjörg Halldórsdóttir og Niku- lás Þóroddsson voru húshjón. Guðríður Þorsteinsdóttir vinnu- kona 32 ára og Gunnhildur Þor- geirsdóttir tómthúskona 52 ára. Árið 1706 býr Hallgerður þar ekkja, og 1707—1708 býr sonur þeirra Jakob þar. Arin 1709 til 1719 býr þar Einar Pilippusson og ^ 1720 til 1724 Eyjólfur Bjarn- héðinsson. 1725 til 1729 býr þar Árni Þor- gilsson, og 1729 en það ár virðist vera tví- °ýli þar, því skattgreiðendurnir eru þá tveir og til 1733 býr þar Magnús Gíslason. Arin 1734-1736 er sagður búa Þar Magnús Jónsson, gæti verið sa sami Magnús og fyrr er nefnd- Ur og hér væri rangt föðurnafn, og arin 1747 til 1750 en það er síð- asta árið sem skattmanntal þetta nær yfir, býr þar Matthías Helga- son. Árið 1740 gaf Ehr. Drese land- fógeti út tilskipun þar sem sýslu- menn voru tilkvaddir ásamt 6 bændum úr hverjum hreppi til að skoða hús og helstu skemmdir á konungsjörðum, og var það gert hér í Rosmhvalaneshreppi 31. maí 1740. I Keflavík var þá einn meðal bær og lítið kot. Þegar bændamanntal er tekið 1762 býr þar Hannes Höskulds- son fæddur að Hörgslandi í Vest- ur-Skaftafellssýslu um 1716 og kona hans Gróa Eiríksdóttir. Með þeim í heimili er dóttir þeirra 10 ára, tveir drengir á fátækrafram- færi 11 og 14 ára og einn þurfa- maður 71. árs. Hannes hefur verið talinn síðasti bóndinn í Keflavík, en svo mun ekki vera, því laugardaginn 14. júní 1766 eru eftir sýslumannsins fyrirmælum athuguð „uppskrif- uð og úttekin kóngsjörðin Kefia- vík, sem Hannes Höskuldsson viðskilur, en Nikulás Halldórsson viðtekur." Þessi Nikulás Halldórsson sem mun vera síðasti bóndinn hér í Keflavík, og var hann síðar bóndi að Litlahólmi í Leiru frá 1783, en þá fer fram úttekt á þeirri jörð. Þegar húsvitjað er í nóv. 1789, en það er elsta húsvitjun í Út- skálasókn, er heimilisfólk á Litla- hólmi: Nikulás Halldórsson, 54 ára, Sigríður Erlendsdóttir, kona hans 48 ára, og 5 börn þeirra: Steinunn 21 árs, Vigfús 22ja ára, Jón 16 ára, Erlendur 9 ára og Guðrún 8 ára. Nikulás andaðist úr , .kölduflögu" 31. maí 1791. Mér er ókunnugt um afkomendur hans. Þegar húsvitjun er gerð í desem- ber 1789 eru skráðir 2 kaupmenn í Keflavík þeir Christen Adolph Jacobæus 22 ára og Ole Gislesen Vaage 25 ára, þar eru auk þess í heimili Níels Larsen beykir 50 ára og kona hans og 7 hjón þar af ein í húsmennsku auk lausafólks, og var fólksfjöldi alls 35 manns. Hinn 27. júní 1792 var sam- kvæmt fyrirskipan Ólafs stift- amtmanns frá 3. desember 1791 háð söluþing í Reykjavík af Sig- urði Péturssyni sýslumanni, þar sem hann bauð til kaups 24 kon- ungsjarðir á Miðnesi. Jörðin Keflavík var þar á meðal. Mat hannar var í landsskuld 4 1 /6 hndr. og 1 1/4 vættir, en ekkert kúgildi. Þar var jörðin slegin kaupmann- inum í Keflavík Christen Adolph Jacobæusi fyrir 50 ríkisdali. Frá adalfundi Hraðfrystihúss Grindavíkur 1. febrúar s.L, sem telja má tíma- móta fund þar sem íidlega helmingur eigjwrinnar er nií í höndum utanbœjar- manna. En tilkoma þeirra gefur vonir um áframhaldandi rekstur og bœttan hag fyrirtœkisins. Tímamótafundur Hraðfrystihús Grindavíkur, sem stofnað var 14/7 1941 var al- menningshlutafélag — stofnendur voru um 100 frá flestum heimilum í Grindavík, sem áttu afkomu sína undir sjósókn og fiskiðnaði. Það hefur því á vissan hátt verið eins og óskabarn byggðarlagsins, enda lengst af langstærsti vinnu- veitandi verkafólks á staðnum. í seinni tíð hefur það átt í harðri samkeppni við öflug útgerðarfyr- irtæki um aflann. Færri aðkomu- bátar sækja nú Suðurnesjaver- stöðvarnar en oft áður og er því minna framboð af fiski. Útflutningar fiskjar í gámum og kvótakerfi koma líka við sögu hraðfrystihúsanna, sem ekki fá nægt hráefni til að halda uppi æskilegri vinnu og framleiðslu- magni sem staðið getur undir miklum kostnaði húsanna. Mörg hraðfrystihús hafa því orðið að hætta starfsemi. Hraðfrystihús Grindavíkur hef- ur um nokkurt skeið átt í greiðsluörðugleikum. Vaxtakerfid á þar drjúgan þátt í. Til að létta þá byrði varð að auka eigið fé og var því auglýst eftir auknu hlutafé eða sölu hússins að öðrum kosti. Við þá athugun kom í ljós að 4 Hafn- firðingar höfðu áhuga á að gerast hluthafar. Þeir gerðu félaginu boð sem fallist var á og eiga þeir nú 56% hlutafjárins. Formlega var gengið frá þessum málum á aðalfundi Hraðfrysti- húss Grindavíkur hf. 1. febrúar sl. Þessir nýju félagar eru Ólafur Magnússon skipatæknifræðingur og verður hann formaður félags- stjórnar, Birgir Guðmundsson, útgerðartæknir, verður .fram- kvæmdastjóri, Þorsteinn Máni Árnason, vinnur hjá Stefni hf., sem annast fiskútflutning og Þor- leifur Björnsson, sem er skipstjóri og togaraútgerðarmaður. Allir þekkja þessir nýju félagar því vel til þessa atvinnuvegar og er þess vænst að reynsla þeirra megi verða Hraðfrystihúsi Grindavíkur til framdráttar i framtíðinni. J.T. Þessir 4 Hafnfirðingar gengu til liðs við Grindvikinga um reksíur Hraðfrysti- húss Grindavíkur h.f. l'eir eru talið frá vinstri: Ólafur Magnússon, Þor/eí/iir Björnsson, Birgir Guðmundsson og Þorsteinn Mcíni Árnuson. Ljósm. J.T. 75 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.