Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 8

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 8
og annarra. Stimplaðir grátkerl- ingar eða þátttakendur í Grátkór Suðumesja. Það sé af því illa að ræða vandamálin. Atvinnuleysi, — hrun sjávarútvegs, gjaldþrot fyrirtækja. Þegar auglýsingar um þennan fund glumdu í útvarpi er ekki ólíklegt að fjöldi landsmanna hafi orðið undrandi og spurt: , ,Suður- nesjamenn að tala um atvinnu- mál! Hvað eru þeir að kvarta? Þeir hafa völlinn. Þar eru mestu fram- kvæmdir, sem um getur á landinu í dag.“ Vissulega er það rétt. Það gera sér ekki allir ljóst að sú spenna sem myndast hefur á vinnumark- aðnum hér syðra um þessar mundir er mjög tímabundin. Sú staðreynd blekkir marga.Fram- kvæmdum þar efra lýkur brátt. Hvað þá? — Hvert leitar vinnuaflið þá? Þeir sem þessa ráðstefnu sækja gera sér vafalaust ljóst að við stöndum frammi fyrir alvar- legu vandamáli, sem er alvarlegra en flesta grunar. Það er aðeins hálfur annar ára- tugur síðan vaxtarbroddur út- gerðar og fiskvinnslu var hér á Suðumesjum. í skýrslu um stöðu frystihúsa á Suðumesjum frá 1978, sem er eitt papptrsgagn- anna kemur fram að frystihús vom þá samtals fimm (5) í Kefla- vík. — Stór og burðug fýrirtæki. Hvemig er staðan í dag? Eitt frystihús skrimtir, Hraðfrystihús Keflavíkur. Þar er staðan þannig að fyrir nokkmm dögum var mér tjáð af stjómarformanni frysti- hússins að selja yrði báða togara fýrirtækisins. Framkvæmda- stofnun, sem nú hefur skipt um nafn, viðskiptabanki og aðrir hafa neitað fyrirgreiðslu. Því væri fýr- irtækið strand. Þetta em einhver alvarlegustu tíðindin, sem ég hefi heyrt í þess- um málum síðan Heimir h.f. varð gjaldþrota og m/b Helga S. var seldur af svæðinu. Ekki er vafi á því að verði togaramir seldir miss- ir á annað hundrað manns at- vinnu. Þá er líka sögu frystiiðn- aðar í Keflavík lokið, en í Vest- mannaeyjum og Keflavík hófst hraðfrysting fiskjar í upphafi. Þetta er aðeins eitt dæmið. Sömu sögu er að segja um öll Suð- umes. Sjávarútvegurinn er í rúst. Ástæða er til að því sé gefinn nokkur hugsun á þessari ráð- stefnu. Og spurt: Hvar á fólkið að vinna eftir að stórframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli lýkur eftir nokkra mánuði. Hvað á að gera fýrir það fólk, sem í áratugi hefur haft sitt lífsviðurværi af sjávarút- vegi? Ekki er unnt að sleppa því að minnast á að í skýrslu um aldur, Hér sér yfir hluta af fundarsal í Stapanum. Fjölmenni var á fundinum oggód þátttaka í umrœdum. Margar tillögur hafa verið sam- þykktar. Þar hefur góður hugur og vilji fýlgt. Alþingi hefur tvisvar ályktað að gerð yrði athugun á at- vinnulífi Suðumesja og áætlun um eflingu þess. í fýrri ályktun- inni frá 1978 var beðið um athug- un á félagslegri og atvinnulegri aðstöðu íbúa í nágrenni Keflavík- urflugvallar. í seinni ályktuninni frá 1979 var Framkvæmdastofnun ríkisins fal- ið að láta undirbúa og gera fram- kvæmda og fjármögnunaráætlun um alhliða atvinnuuppbyggingu á Suðumesjum. í samræmi við þessa viljayfirlýs- ingu Alþingis hóf byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins starf að áætlanagerð fýrir Suður- nes. Ákveðið var í samráði við Samtök sveitarfélaga á Suðumesj- um að fjallað yrði um iðnaðarupp- byggingu í fyrsta áfanga verksins. í inngangi að Suðumesjaáætlun segir að ástæðan fýrir þessari verkaskipan hafi aðallega verið sú að málefni sjávarútvegs og fisk- vinnslu á Suðumesjum höfðu ver- ið til athugunar skömmu áður hjá starfshópi á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins. Starfshópurinn skilaði ítarleg- um tillögum um ráðstafanir til efl- ingar fiskvinnslu. Hinsvegar virt- ist uppbygging iðnaðar á Suður- nesjum hafa fallið nokkuð í skuggann af málum sjávarútvegs og starfsemi í kringum Keflavík- urflugvöll og varnarliðið. í drögum að Suðumesjaáætlun sem birt var 1980 segir að á árunum 1977-1980 hafi hlutur Suður- nesja af heildarútlánum Byggða- sjóðs verið á bilinu 3—7%, en lítið sem ekkert af því fé farið í iðnað. Þásegir: ,,Lán til iðnaðar ættu nú að vaxa því stjórn Framkvæmda- stofhunar ríkisins samþykkti árið Karl Steinar flytur ávarp sitt. Einar S. Gudjónsson, rádstefnustjóri og hvatamaður að fundinum skoðar bœkling sem honum hefur borist, bakvið hann er Erling Guðnason, líffrœðingur. Hann var fundarritari og tók allar rœðumar upp á segulband. 1979 að Reykjaneskjördæmi nyti jafnræðis á við aðra landshluta um lánafýrirgreiðslu úr Byggða- sjóði frá og með 1. janúar 1980. Það ríkti vissulega bjartsýni um breytingar í þessum efnum. Hins- vegar kom brátt í ljós að fjárveit- ingar til Framkvæmdastofnunar snarminnkuðu og gerðu þá stofn- un gjörsamlega vanmegnuga og einksis nýta fyrir Suðumesja- menn. Þeir höfðu misst af lest- inni. Aðrir landshlutar höfðu hinsvegar notið eldanna þegar fjármagn var verulegt. Sú breyt- ing varð og um þetta leyti. Áður höfðu lántakendur fengið lánin svo til ókeypis — oft meira en það. Nú þurftu lántakendur að greiða lán að fullu til baka. Ef skoðuð er sú pappírseyðsla fýrir allar þær athuganir, sem gerðar hafa verið um atvinnumál á Suðumesjum er það býsna mik- ið. Gerð var t.d. mikil sjávarút- vegsáætlun fýrir Reykjanes 1976 og í stjómarsáttmála síðustu rík- isstjómar var þess sérstaklega getið í kafla um , ,utanríkismál“ að gera ætti sérstakt átak í atvinnu- málum á Suðumesjum. Þá hafa fundir og ráðstefnur ver- ið haldnar, nú síðast fundur sem verkalýðsfélög og vinnuveitendur í sjávarútvegi stóðu fýrir. Þá varð umræða mikil um þessi mál og kröfur settar fram. Ég get ekki annað en spurt: Hvaða árangur hefur náðst? Hvað hefur verið gert? Dæmi hver og einn fýrir sig. Lítum á umhverfið. Skoðum þær aðstæður sem at- vinnulíf á Suðurnesjum býr við. Ég og félagar mínir í Verkalýðs- félögunum emm ekki í vafa um svarið. Það er augljóst. Hér hefur hönd dauðans grúft yfir hinu hefðbundna atvinnulífi. Skipu- legt átak hefur skort. Þeir sem hreyft hafa við vanda atvinnulífsins hafa hinsvegar mátt hlusta á vandlætingu ráðamanna 132 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.