Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 11
Bati í rekstri kaupfélagsins Á aðalfundi Kaupfélags Suður- nesja, sem haldinn var 24. apríl s.l. í Glaumbergi, gerði Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri grein fyrir reikningum og hag kaupfé- lagsins. ffann taldi að rekstur fé- lagsins hefði batnað frá fyrra ári. Veltan varð 540 milljónir, sem er 40% aukning frá fyrra ári, varð mest í stórmörkuðunum Sam- kaupum 73,2% og í Sparkaupum 73%. Slátrað var 9528 kindum og kjötvinnsla gekk vel. Þrátt fyrir það varð heildartap félagsins um 3,5 milljónir króna. Gunnar taldi þó horfur góðar varðandi yíir-- standandi ár, söluaukning mikil og batt vonir við að síðustu kjara- samningar leiddu til aukins l<aup- máttar og bættrar stöðu í viðskipt- um. Sama eðlis taldi hann niður- færslu verðbólgu og læklciðan íjármagnskostnaö. Gunnar ræddi síðan um Sam- vinnuhreyfinguna og nauðsyn á samstöðu félaganna. Hann upp- Frá adalfundi Kaupfélags Suðumesja. Gunnar Svcinsson kaupfélagsstjóri í rœðustóli. Honum til hœgri handar er Hilmar Þ. Hilmarsson, ritstjóri, skrifar fundargerð. Nœst ú myndinni er Jóhann Einvarösson, hann var fundarstjóri og nœr Gunnari er Magnús Haraldsson formaður kaupfélagsstjómar. Ljósm. Heimir. lýsti að nú væru 3520 félagar í Skýrslu stjórnar flutti Magnús K.S.K. Haraldsson, stjórnarformaður. Sagði meðal annars frá stofnun nýrrar deildar kaupfélagsins í Vogum og taldi að verslunin þar lofaði góðu. Magnús var bjart- sýnn um hag K.S.K. í framtíðinni þó nokkuð tap hefði orðið á síð- asta ári. Hann kvað það álit stjórnarinnar að vöruverð félags- ins væri vel samkeppnisfært og lagði áherslu á að svo yrði fram- vegis. Árni Benediktsson flutti erindi á fundinum um Samvinnuhreyf- inguna og hlutverk hennar og urðu miklar umræður um erind- ið. Við stjórnarkjör baðst Sigurður Brynjólfsson undan endurkjöri en hann hefur um árabil verið þar í stjórn. Honum var þakkað fyrir gott og mikið starf í þágu félagsins og færð gjöf að skilnaði. í hans stað var Jóhann Geirdal kosinn í stjórnina. Aðrir sem ganga áttu úr stjórn voru endurkjörnir. J.T. FATADEILD Úrvals fatnaður á alla fjöl- skylduna í sumarlitunum og veröiö er engin spurning. BÚSÁHALDADEILD Feröavörur í miklu úrvali. Komdu og kynntu þér verö og gœöi. Þú veröur ekki fyrir vonbrigöum. MATVÖRUDEILD Stórmarkaösverö á allri matvöru. Alltaf eitthvaö á tilboöi. Þú verslar ódýrt hjá okkur. ALLTAF í SAMKAUP FAXI 135

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.