Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 15
með aukinni áherslu á skipulagningu og áætlanagerð, bæði til lengri og styttri tíma. Þannig verði enn betur tryggt að þeir fjármunir, sem til eru á hverjum tíma nýtist sem best. Það teljum við að takast megi með því: Að leitað verði nýrra leiða til þess að auka svigrúm fyrir frekari fjölbreytni atvinnutækifæra. Enda er það ein af leiðum til bættra lífskjara. Að álögum á bæjarbúa verði stillt í hóf eins og frekast er kostur, en að ýtrustu hagsýni verði gætt til þess að fjármagn bæjarins nýtist sem best, m.a. með því að halda áfram á þeirri braut að fela einstaklingum og/eða fyrirtækjurri þeirra sem flest verkefni á vegum bæjarins. Að gera öldruðum kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði með sem minnstri röskun á eigin högum. Þetta gerist t.d. með aukinni heimaþjónustu og heimahjúkrun. Áhersla verði lögð á fyrirbyggjandi heilsuverndarstarf í mun meira mæli en nú er. Einnig að haldið verði áfram á þeirri braut að stuðla að byggingu sérhannaðs húsnæðis, sem verður selt eða leigt eldri borgurum eftir því sem þörf gerist á hverjum tíma. Að byggt verði við sjúkrahúsið langlegudeild á kjörtímabilinu og kannaðir verði möguleikar á skammtímavistun aldraðra. Aí hafin verði undirbúningur að bygg- ingu elliheimilis í Keflavík. Að byggt verði nýtt dagheimili við Heiðarbraut á kjörtímabilinu, og haldið verði áfram uppbyggingu dagvistarheimila í bænum og einnig verði störf dagmæðra metin að verðleikum. Að unnið verði skipulega að lausn vanda grunnskóla bæjarins og Fjölbrautaskólans í húsnæðismálum. Að opna skólana frekar fyrir nemendur utan kennslu. Að hugað verði enn frekar að málefnum fatlaðra og þroskaheftra. Að hugað verði vel að undirbúningi ferðamannaiðnaðar. Að haldið verði áfram stórglæsilegri uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum með því að Ijúka byggingu sundmiðstöðvar á kjörtimabilinu. Við viljum búa íbúum bæjarins bestu skilyrði til náms, íþrótta og annarrar hollrar tómstundaiðju. Að húsnæðismálum safna bæjarins verði komið í viðunandi horf. Að heimilin verði eftir sem áður horn- steinn þjóðfélagsins, en það teljum við mikilvægara nú en nokkru sinni, ekki síst með hliðsjón af sívaxandi flæði éfengis og annara vímuefna. Nú í fyrsta skipt eru 6 flokkar og flokksbrot með framboð í Keflavík, vinstri flokkarnir hafa aldrei verið sundraðri en nú, þess vegna hefur aldrei verið brýnna en nú að efla einn flokk til ábyrgðar, en það gerið þið best með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. X-G Alþýðubandalag Jóhann Geirdal Alþýðubandalagið er lýðræðislegur flokkur sem hefur um langt skeið barist fyrir eflingu lýðræðis og fyrir rétti minnihlutahópa hér í Keflavík. Kemur það m.a. fram í áherslu okkar á opnun bæjarmálaumræðunnar, að tryggja öllum flokkum sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn rétt til að fylgjast með og taka þátt í umræðum í nefndum bæjarins, það hafa forræðisflokkarnir ekki viljað samþykkja. Alþýðu- bandalagið hefur einnig tekið undir óskir Foreldra- og kennarafélags Holtaskóla um áheyrnarrétt í skólanefnd en forræðisflokkarnir hafa ekki enn viljað afgreiða þá ósk. Bærinn er sameignarfélag okkar bæjarbúa og þess vegna má ekki loka bæjarmálaumræðuna í þröngum farvegi. Skýr stefna fyrir kosningar í stað óljósra loforða Alþýðubandalagið leggur á það áherslu að þegar kosið er, eiga kjósendur rétt á að vita hver stefna frambjóðenda er til einstakra mála. Loðnar yfirlýsingar eins og „vinna skal skipulega að lausn á vanda grunnskólans" eins og segir í „stefnu" Sjálfstæðisflokksins eða loforð Alþýðu- flokksins um að gera könnun á ástandinu í atvinnumálum eftir kosningar, flokkast ekki undir skýra stefnu. Atvinnumál Alþýðubandalagið er þeirrar skoðunar að ATVINNUMÁLIN séu nú eins og ávallt mál málanna. Það á þó sérstaklega við nú, þegar það litla sem eftir er af innlendum atvinnutækifærum er á heljarþröm eins og til dæmis Hraðfrystihús Keflavíkur. Jafnvel er rætt um að selja þurfi þá tvo togara sem eftir eru burt af svæðinu. Það má ekki gerast. Sé það nauðsynlegt að bæjarfélagið komi þar til aðstoðar verður að gera það. Heilagar trúarsetningar íhaldsins, hvar í flokki sem það er, gegn afskiptum opinberra aðila af atvinnurekstri mega ekki ráða þar ferðinni. Til þess er of mikið í húfi. Alþýðubandalagið lætur sér heldur ekki nægja að lofa könnun að loknum kosningum það hefur þegar lagt mikla vinnu í þá könnun og sent til allra bæjarbúa tímanlega, svo þeir geti kynnt sér okkr hugmyndir vel fyrir kosningar. Okkar stefna þolir gaumgæfilega skoðun og því þurfum við ekki að bíða með að birta hana þar til örfáir dagar eru til kosninga. Skóli í Heiðarbyggð Við höfum unnið skipulega að lausn á húsnæðisvanda grunnskólans og okkar stefna er sú að ekki eigi að tjasla enn einni viðbyggingu við Myllubakkaskóla, heldur eigi að byggja nýjan skóla í Heiðarbyggð. Sennilga hefði verið tjaslað við Myllubakkaskóla án nokkurrar umræðu meðal bæjarbúa ef forræðisflokkarnir hefðu einir ráðið ferðinni. Þær hugmyndir mættu hins vegar ávallt harðri andstöðu Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn og þess vegna er enn hægt að fara skyn- samlega leið við lausn á húsnæðisvanda grunnskólans. Aldraðir Alþýðubandalagið hefur lagt mikla áherslu á málefni aldraðra. Átt frum- kvæði að lagfæringum á dvalarheimilinu Hlévangi, sem var orðið okkur til skammar en býr nú við um betri aðstöðu eftir þær endurbætur sem gerðar voru í kjölfar tillögu Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn. Alþýðubandalagið hefur einnig um langt skeið unnið ötullega að því að D- álma sjúkrahússins verði reist, en það er einkum mikilvægt fyrir aldrað og sjúkt fólk. Alþýðubandalagið og unga fólkið Alþýðubandalagið vill að sjónarmið allra hópa fái að njóta sín í bæjarstjórn. Það á ekki hvað síst við um ungt fólk. Alþýðubandalagið er því flokkur sem þorir að setja ungt fólk til ábyrgðar. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins hefur verið yngsti bæjarfulltrúinn í Keflavík síðastliðið kjörtímabil. Þrátt fyrir það er þrettán árum yngri maður í baráttusæti listans nú fyrir þessar kosningar. Jóhann Björnsson er verðugur fulltrúi ungs fólks í bæjarstjórn. Alþýðubandalagið lætur sér ekki nægja. að nota ungt fólk sem „uppfyllingarefni" neðarlega á listum í þeim eina tilgangi að lokka til sín atkvæði ungs fólks. Það er reiðubúið til að fela þeim fulla þátttöku og ábyrgð. Það er líka óhætt. X-H Öháöir kjósendur Gylfi Guömundsson Eftir 16 ára samstarf tveggja sömu flokka i bæjarstjórn er nú svo komið að atvinnumál bæjarfélagsins eru í rúst. Við setjum því atvinnumál á odd- inn við þessar kosningar. Við teljum að svo alvarlegt ástand hafi skapast í at- vinnumálum að til greina komi að allir flokkar sameinist í meirihluta, myndi eina órofa breiðfyl kingu til þess að byggja upp að nýju traust og gott at- vinnulíf í Keflavík. Gott mannlíf og hamingja fólks byggir auðvitað á að þessi þáttur sé í lagi. Óháðir kjósendur hafa markað sér stefnu sem verður rækilega kynnt bæj- arbúum í blöðum okkar. En hér skal reynt að stikla á nokkrum málum. D-Álma spítalans er ætluð öldruðu sjúku fólki. Það er okkur mjög til vansa Skólavist utan Suðurnesja Aó gefnu tilefni skal á þaö minnt aö sveitar- félög á Suóurnesjum greiöa ekki námsvistar- eöa skólagjöld fyrir þá Suöurnesjabúa er stunda framhaldsnám utan Suöurnesja ef sækja má sambærilegt nám vió Fjölbrautaskóla Suöur- nesja. Þetta á þó ekki viö um iönnám. Nánari upplýsingar eru veittar í Fjölbrauta- skóla Suöurnesja. Samband sveitarfélaga ó Suðurnesjum FAXI 139

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.