Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 16

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 16
hversu dregist hefur að hefja byggingu þessa og koma málinu á einhvern rek- spöl. Við viljum byggja Dvalarheimili fyrir aldraða. Það er verðugt verkefni sveitarfélaganna 6 að sameina alla krafta, sveitarfélög, verkalýðsfélög og ýmis önnur félög og hópa — reyndar bæjarbúa alla til þess að rífa hér upp myndarlegt Dvalarheimili. Það má standa að byggingu þess á svipaðan hátt og Kópavogsbúar gerðu svo glæsi- lega fyrir nokkru á ótrúlega skömmum tíma með stórátaki. Hér þarf að koma upp smábáta- höfn fyrir þann stóra hóp fólks sem stundar útgerð á litlum bátum en hafa hér enga aðstöðu. Bæjarfélagið á að leggja þeim lið sem nú berjast gegn vímu- og eytur- efnum sem nú flæða yfir landið og er að verða einhver mesti bölvaldurinn í samfélagi okkar. Nýtt dagheimili verði byggt svo fljótt sem kostur er. í dagheimilismálum erum við langt á eftir mörgum öðrum bæjarfélögum — og þarf ekki að fara lengra en inn í Njarðvík til þess að sjá hversu betur þeir hafa staðið sig í þess- um málum. Óháðir kjósendur leggja áherslu á að byggður verði nýr skóli í Heiða- byggð, enda býr þar yngsta fólkið. Það er því ekki ástæða til að byggja við Myllubakkaskóla. Við leggjum einnig áherslu á að salur Holtaskóla verði lengdur niður að Sunnubraut og í þeirri viðbót verði leiksvið ma. Við megum ekki gleyma því að Holtaskóli er ekki aðeins skóli fyrir elstu deildir Grunnskóla heldur er hann einnig Æskulýðsheimili bæjarins. Það er hins vegar Ijóst að rými þar er orðið allt of lítið. Listi óháðra kjósenda tekur ekki af- stöðu til hvort skóli á að vera langskipt- ur eða þverskiptur. Við teljum að það sé á hendi fagfólks þ.e. kennara og skólanefndar að ákveða slíkt. Við skipt- um okkur ekki af innra starfi dag- heimila, þ.e. hvernig þar er skipt í deild- ir — og þá heldur ekki hvernig skipting er í skólum. Þetta er, að okkar mati, ekki pólitískt mál, heldur mál fyrir fag- fólk. Ég gæti haldið upptalningunni áfram á þeim málum sem taka þarf á svo sem umhverfismálum, umferð og nánasta umverfi — en hér skal staðar numið og litið á annað. Óháðir kjósendur bjóða nú fram hér í fyrsta skipti. Við viljum leggja áherslu á að við bindum okkur ekki innan flokka. Við teljum að það yrði okkur fjötur um fót. Við teljum að landsmálapólitík og bæjarmálapólitík séu tveir aðskildir hlutir, óskyld mál. Óháðir kjósendur er vettvangur fólks sem hefur áhuga á bæjarmálum og nánasta umhverfi sínu og vil fá að hafa áhrif á það til góðs. Við erum sannfærð um að Óháðir kjósendur verði varanlegt afl í kefl- vískri pólitík. Við finnum alls staðar góðar undir- tektir. Óháðir kjósendur munu sópa að sér atkvæðum við þessar kosningar. Straumurinn liggur til okkar. X-M Flokkur mannsins KEFLAVÍK NJARÐVÍK LAUNAMÁL ibúar bæjar- og sveitarfélaga eru at- vinnurekendur og sem slíkir ættu þeir ekki að borga starfsmönnum sínum lúsalaun. Stefna FM er. Lágmarkslaun bæja- og sveitarfé- lagsstarfsmanna verði hækkuð þannig að þeir geti lifað af 8 stunda vinnudegi. Jón Á. Eyjólfsson, Keflavík Hlynur Pálsson, Njarðvfk ATVINNUMÁL FM mun leggja mikla áherslu á að halda uppi fullri atvinnu. FM er algjörlega andvígur því að láta loka frystihúsum og selja togara, stefna FM í þessum málum er. Öllum fyrirtækjum sem verða gjald- þrota verði breytt í samvinnufélög starfsmanna. FÉLAGSMÁL FM vill stuðla að því að bæjar- og sveitarfélögin séu manneskjuleg, að þau séu fyrir manninn en ekki maður- inn bara þegn sem greiðir útsvar. Stefna FM er því. Nægileg dagvistun fyrir þá sem óska þess, góð og aðgengileg heilbrigðis- þjónusta og nægilegt húsnæði fyrir alla. ÚTGJÖLD FM er á móti öllu bruðli í bæjar- og sveitarmálum. Stefna FM er að bjæjar- og sveitarstjórnarmenn hljóti ekki hærri launagreiðslur en lægst launuðu opin- berir starfsmenn bæjar- og sveitarfé- lagsins. FM vill taka fyrir allskonar flott- ræfilshátt á kostnað útsvars og skatt- greiðenda. Einnig munu útgjöld bæjar- og sveit- arfélagsins lækka vegna þess að bak við FM eru engir verktakar eða umboðsmenn sem hagnast á út- gjöldum bæjarins. ÁBYRGÐ Ábyrgð stjórnmálamanna og þátttaka almennings í bæjar- og sveitarstjórnum. FM vill gera stjórnmálamenn ábyrga gjörða sinna, ekki bara á 4 ára fresti heldur einnig á kjörtímabilinu. Einnig mun FM notast mikið við skoðana- kannanir og annað til þess að virkja almenning til þátttöku. Ef þú telur að það sem FM segir sé rétt og sé eitthvað sem gæti komið frá þínu eigin brjósti stattu þá fast á skoðun þinni og vertu ekki huglaus. Það borgar sig frekar að lifa upplits- djarfur og með reisn heldur en að beygja sig fyrir fordómum annarra. NJARÐVÍK X-A Alþýðuflokkur Ragnar Halldórsson Við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir sveitafélög er mikill hugur í sveitarstjórnarfulltrúum að dreifingu fjármagns til hinna ýmsu rekstrar og þjónustuliða. i Njarðvík eru tekjur miðaðar við 90% innheimtur og af því fara ca. 73% í rekstrar og þjónustuliði, eftir standa 27% til eignarbreytingar og nýframkvæmda. Ef miðað er við raunhæfa innheimtu sveitarsjóðsgjalda síðustu ára í Njarðvík sem nærri er að vera 80% þá er fljótséð að svigrúm til nýframkvæmda er ekki mikið. Leggja verður ríka áherslu á að vel sé staðið að innheimtu sveitasjóðsgjalda og jafnframt að spyrna við þegar ríkisvaldið stórlega rýrir tekjur sveitafélaga samanber síðustu aðfarir ríkisvaldsins að jöfnunarsjóðsframlagi fyrir þetta ár. í Njarðvík hefur fjárhagsáætlun bæjarins verið framreiknuð á áætlun síðasta árs sem leiðir til skekkju sem er umtalsverð auk breyttra forsenda til framreiknunar hinna ýmsu gjaldaliða svo sem launa, rafmagns og hita. Við fulltrúar Alþ.fl. í bæjarstjórn átöldum þessi vinnubrögð harðlega við 2. umræðu fjárhagsáætlunar og lögðum til að hún yrði endurunninn svo hún gæti talist marktækt plagg, þessu hafnaði meirihluti sjálfstæðismanna í Njarðvík á þeirri forsendu að enginn gæti unnið þetta verk vegna yfirvofandi sumarleyfis bæjarstjóra. Svona vinnubrögðum höfn- um við alþfl. menn og lofum breytingu til betri vegar. Fegrun byggðarlagsins verður að vinnast skipulega, til að heildarmynd bæjarins verði fallegur bær. Samgöngur gangandi vegfarenda milli hverfa og Njarðvíkur og Keflavíkur eru algjörlega óviðunandi, lofum við Alþ.fl. menn að þar verði bætt úr ef við fáum styrk til í komandi kosningum. Unnið verði að frekari uppbyggingu iðnaðarhverfis og lögð áhersla á iðngarða fyrir iðnað sem gæti skapað aukna atvinnu í byggðalaginu og stuðlað að hraðari uppbyggingu innra hverfis. Ágætu Njarðvíkingar, þessi upptalning á nokkrum liðum sýnir aðeins brot af áhuga okkar Alþ.fl. manna til að láta gott af okkur leiða fyrir bæinn okkar, og vonast g til að sem flestir sjái sér hag í sterkri forystu Alþflokksins í Njarðvík á komandi kjörtímabili. Gefum áhugasömum lista Alþ.flokksins stuðning til betra bæjarfé- lags á komandi kjördag og setjum X-A Frcmnhald á bls. 149 140 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.