Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 26

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 26
inga og félaga til að sem mestur og bestur árangur náist í því að gera fagr- an bæ fegurri. Þótt svo að við Njarðvíkingar búum við lengsta gatnakerfi per íbúa af öllum bæjum á íslandi, þá höfum við náð þeim áfanga að setja bundið slitlag á allar íbúðargötur bæjarins. Nú þarf að leggja aðaláherslu á iðnaðarhverfin (við Bakkann, Bolafót og Fitjar), svo og að legja gangstíga milli hverfanna og halda áfram frágangi við Reykjanesbraut, frá Sjávargötu að mörkum Keflavíkur. Haldið verði áfram hinni markvissu stefnu sem mörkuð var á síðasta kjör- tímabili í skipulagsmálum, þannig að ávallt verði til nægar lóðir, þæði til handa einstaklingum, verslun, þjónustu og iðnaði. Einnig þarf að halda áfram þeim verkefnum sem nú þegar eru haf- in eða eru á undirbúningsstigi við stækkun Tónlistarskólans, Grunnskól- ans, Fjölbrautarskólans og Æskulýðs- heimilis. Efla þarf samgöngur milli bæjarhlut- anna með tíðari strætisvagnaferðum, svo að innra-hverfisbúar geti betur nýtt sér þá aðstöðu sem fyrir hendi er í ytra- hverfi. Ég tel að atvinnurekstrinum sé betur komið í höndum einstaklinga og samtaka þeirra. Ég vil beita mér fyrir því að veitt verði aðstoð við að efla fjöl- breytt atvinnulíf í bænum, og vil í því sambandi vekja athygli á þeim mögu- leikum sem fyrir hendi eru hvað varðar stórar og smáar lóðir undir hverskonar atvinnustarfsemi sem eru í þjóðbraut í nálægð við alþjóðaflugvöll og lands- höfn. Samstarf það sem sveitarfélögin hér á svæðinu hafa haft með sér um langt árabil, um sameiginlega lausn hinna ýmsu mikilvægu málaflokka, hefur reynst íbúunum vel og ber að halda því starfi áfram og takast á við fleiri verk- efni, svo sem stækkun sjúkrahússins, Fjölbrautarskólans, og ný verkefni svo sem vatnsbúskap, hafnarmál, sameigin- lega gjaldheimtu, umhverfismál o.fl. X-G Alþýöubandalag Sólveig Þórðardóttir Alþýðubandalagið í Njarðvík leggdr áherslu á eftirfarandi: Atvinnumál: Alþýðubandalagið telur að atvinnu- mál bæjarins og svæðisins í heild séu í því ástandi að leggja beri áherslu á uppbyggingu atvinnulifsins. Alþýðu- bandalagið telur nauðsynlegt að bæjar- yfirvöld séu hvetjandi til atvinnuupp- byggingar með beinni og óbeinni þátt- töku. Við viljum minna á að á atvinnu- svæði Suðurnesja koma 130 einstakl- ingar á atvinnumarkaðinn ár hvert. Fólkið á rétt á vinnu, til farsældar íslenskri þjóð. Samgöngur: Alþýðubandalagið leggur höfuð- áherslu á að samgöngur bæjarins séu miðaðar við þarfir allra aldurshópa. Því beri að leggja gang- og reiðhjólastíga frá Innri-Njarðvík og til Keflavíkur. Þá teljum við tímabært að komið verði á strætisvagnasamgöngum við nágranna- byggðir. Félagslegt húsnæfli: Alþýðubandalagið vill hvetja ungt og aldrað fólk til búsetu í bænum með því að bærinn byggi verkamannabústaði og eða íbúðir með búseturétti. Umhverfismál: Alþýðubandalagið telur að grundvall- armannréttindi séu að fólk fái að búa í hreinlegu og heilsusamlegu umhverfi. Bæjarfélagið á að beita sér fyrir því að íbúarnir geti notið þessara mannrétt- inda. Stjórnun bæjarfélagsins: Gæta þarf ýtrustu hagsýni i meðferð fjármuna bæjarfélagsins, og byggja framkvæmdir og rekstur á vandlega unninni fjárhagsáætlun. Heilbrigðismál: Alþýðubandalagið telur góða og ódýra heilbrigðisþjónustu grundvallar- rétt hvers manns. Við teljum að leita verði allra leiða að nú þegar verði hafist handa við stækkun sjúkrahússins og forgangur verði lagður á langlegudeild og nokkur rúm er gætu gegnt hlutverki dagspítala. Aldraðir: Við leggjum áherslu á að aldraðir borgarar eigi kost á þjónustu, sem miðar við heilsu og aðstæður hvers og eins. Höfuðáherslu leggjum við á að aldrað fólk geti dvalist sem lengst í sínu eðlilega umhverfi. Skólamál: Grunnskólinn er orðinn allt of lítill, úr því viljum við bæta. Dagvistun. — Leikvellir. — Skóla- dagheimili: Alþýðubandalagið telur að börn eigi rétt á gæslu og eftirliti, þeim til öryggis og þroska. Unglingastarf: Við teljum að leggja þeri áherslu á að unglingastarf sé þroskandi og áhugavert fyrir unglingana sjálfa. Alþýðubandalagið lýsir ánægju sinni yfir því að margir góðir hlutir hafa verið gerðir hér f bæ, og við erum fús til samstarfs við alla aðila um framkvæmd góðra mála. Alþýðubandalagið vill leggja áherslu á að sjónarmið sem flestra fái að njóta sín í bæjarmálum. Við viljum leggja áherslu á að til að svo megi verða, þarf reynsluheimur kvenna að koma fram. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að sjónarmið Alþýðubandalagsins er ungu fólki í hag, þar sem við leggjum áherslu á að manngildissjónarmið séu tekin fram yfir peningasjónarmið. GRINDAVÍK X-A Alþýðuflokkur Magnús Ólafsson Ágætu Grindvíkingar. Fólk hefur lært það af reynslunni að taka „kosningaloforð" ekki of hátíðlega. En hvers vegna? Jú, vegna þess að sjaldnast er staðið við þau. Þessu ætlum við Alþýðu- flokksmenn að breyta, við ætlum að vinna skipulega, bæði fyrir kosningar og ekki síður eftir þær. Á undanförnum vikum hefur Alþýðuflokkurinn staðið fyrir umræðufundum um alla helstu málaflokka bæjarmálanna. Á þessum fundum hefur verið unnið skipulega, fundið út hvar þörfin er brýnust og lífleg umræða farið fram um hvert stefna skuli í framtíðinni. Enn- fremur hefur verið gerð áætlun um hversu mikla fjármuni bæjarfélagið hef- ur yfir að ráða næstu 4 árin. í framhaldi af þessum fundum, settum við fram stefriuskrá okkar fyrir næsta kjörtímabil, stefnuskrá sem byggð er á raunveru- leikanum en ekki óskalista sem aldrei stæði til að fara eftir. Þessi vinnubrögð eru fyrsti vísirinn til að uppfylla 76. gr. nýju sveitarstjórnarlaganna, en þar seg- ir, að sveitarstjórn skal semja og fjalla um 3ja ára áætlun um fjármálin. Ekki er hægt í svo stuttri grein, að fjalla ýtar- lega um stefnuskrá okkar og vísa því í blað Alþýðuflokksfélags Grindavíkur, Grindvíking, en ég vil þó nefna nokkur atriði. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir auknu lýðræði í stjórn bæjarfélagsins og virku upplýsingastreymi til bæjar- búa, ennfremur að gerð verði áætlun um framtíðina og hún höfð að leiðar- Ijósi. Með auknu lýðræði og virku upp- lýsingastreymi er átt við, t.d. að minni- hlutanum verði tryggður aðgangur að upplýsingum og þátttöku i nefndum og upplýsingum um bæjarstjórnafundi og meiriháttar málum verði komið út til bæjarbúa. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir skipulögðu átaki í fegrun bæjarins og að ákveðinni upphæð verði varið til þessa málaflokks ár hvert. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir því að aukin áhersla verði lögð á fé- lagsmál. Þar ber hæst stuðningur við byggingu Heimilis fyrir aldraða og byggingu á nýjum leikskóla. Saman- burður við önnur bæjarfélög leiðir í Ijós að við erum talsvert á eftir í þessum málaflokki og því höfuðnauðsyn að stóraukin áhersla verði lögð á þessi mál. Að lokum vil ég nefna atvinnumál- in, Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir skipulögðu átaki í atvinnumálum t.d. með eflingu Iðnþróunarsjóðs og Iðn- þróunarfélags Suðurnesja. Grindvíkingar, ég hef hér aðeins nefnt örfá atriði í stefnumálum okkar, en ég skora á ykkur að kynna ykkur betur okkar leiðir. Ég er viss um, að við eigum samleið. 150 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.