Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 28

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 28
GARÐUR X-H Sjdlfstœöisflokkur og aðrir frjálslyndir Finnbogi Björnsson Ég þakka Faxa fyrir tækifæri til þess að koma á framfæri stefnuskrármálum H listans, lista Sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda, í Garði, nú þegar stutt er til sveitarstjórnarkosn- inganna 31. maí n.k. Atvinnumál verða eðlilega á næstu árum sá málaflokkur sem leggja ber ríkasta áherslu á. At- vinnumálanefnd Gerðahrepps hefur að undanförnu auglýst eftir aðilum er áhuga kynnu að hafa á staðsetningu fyrirtækja í Garðinum. Vonandi ber þetta framtak árangur. Á milli 70 og 80% af tekjum sveitarsjóðanna er nú fastráðstafað bæði með lögum og eigin ákvörðunum ma. til sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna á Suðurnesj- um. Því er það að beinn fjárhagslegur stuðningur við atvinnurekstur er ekki mögulegur. En sveitarstjórn getur t.d. með tilkomu nýrra fyrirtækja, sýnt bið- lund með greiðslu t.d. gatnagerðar- gjalds og aðstöðugjalds. Unnt er að að- stoða menn í slagnum við „kerfið" og beita afli ýmsum málum til framdráttar. Eitt er alveg Ijóst, að ef ekki er atvinnu- rekstur til staðar, þá þverr fjármagn sveitarfélaganna ekki síður en annarra þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. En fari svo að gengi atvinnufyrirtækja í Garði verði í lagi og staða sveitarsjóðs viðunandi, þá hefur H listinn áhuga á því að halda áfram endurnýjun og stækkun vatnsveitunnar, halda áfram uppbyggingu sundlaugar, sinna fegr- unar- og umhverfismálum, koma upp gangstéttum, hlynna að fræðslumálum og undirbúa 9. bekkjar kennslu. Koma þarf upp félagsmiðstöð fyrir ungling- ana. Nýbygging og endurnýjun gatna þarf sitt o.fl. o.fl. Nú er svo komið að stór hluti af starfsemi sveitarfélaganna fer fram annarsstaðar en I sérhverri heimabyggð. Mörg þessara sameigin- legra verkefna væru erfiðari I fram- kvæmd ef ekki væri um þau samvinna. En því fylgir að sveitarstjórnir verða meira einskonar afgreiðslustofnanir, með því að undirbúningur mála fer oft fram á öðrum vettvangi. Hitaveita Suð- urnesja sem dæmi, á eftir að gera góða hluti en með þeirri ágætu ráðstöfun að yfirtaka rafveiturnr er hún orðið stór- veldi sem á eftir að koma víða við. Sama má raunar segja um öll sam- starfsverkefnin. Brýnasta málið á þess- um vettvangi nú er bygging langlegu- deildar, D álmunnar, við sjúkrahúsið. Undirbúningur þar er í gangi, en í þess- um málum ríkir allt að því neyðar- ástand. H listinn mun styðja sameigin- leg verkefni sveitarfélaganna sem fyrr. H listinn hefur ekki í hyggju, að óbreyttum aðstæðum, að breyta álagn- ingarskilmálum hreppsins, sömu reglur munu gilda þar sem á undanförnum ár- um. Gatnagerðargjöldum og fasteigna- gjöldum verður haldið I hófi. Haldi H listinn meirihluta sínum mun byggðarlaginu áfram verða stjórn- að af festu og kappkostað að „hrepps- kassinn" sé í lagi. Svo hefur verið á líð- andi kjörtímabili og mun H listinn fyrr skera niður framkvæmdir en breyting verði þar á. X-l Félag óháðra borgara Soffía Ólafsdóttir Þessi listi er borinn fram af Félagi Óháðra borgara Garði 11. sæti hans er Soffía Ólafsdóttir bankastarfsmaður. I litlu byggðarlagi eins og Garðinum er margt sem þarf að gera, en þar sem peningar eru af skornum skammti, verður að vega og meta hvað skal hafa forgang. Eins og málin standa hér í dag, eru það atvinnumál og vatnsveitumál, sem verða að hafa algeran forgang. í atvinnumálum okkar síðastliðin 3 ár hefur þróunin orðið sú að nokkur fyrir- tæki hafa lokað. Það hafa 3 togarar verið seldir í burtu og með þeim mikill fiskikvóti eða 2550 tonn. Þetta hefur sett sín mörk á byggðarlagið. Margt fólk hefur verið á atvinnuleysisskrá, sem var nær óþekkt hér fyrir nokkrum árum. Bygging húsa hefur nær stöðvast og við höfum misst margt fólk I burtu. Þessu þarf að snúa við, með því að laða til okkar dugmikla athafnamenn sem hefðu hug á að efla frystiðnað, fiskirækt, lífefnaiðnað og þjónustugreinar. Vatnsveitumálin þarfnast skjótrar lausnar. Það má ekki kvikna í húsi sem er langt frá sjó, því þeir fáu brunahanar sem fyrir eru gefa ekki nægilegt vatn, þar sem aðveituæðar vatnsveitunnar eru alltof grannar og flytja ekki nóg. Ef vatnsfrekur iðnaður kæmi hér væri vart hægt að taka við honum vegna vatnsleysis. Ef áfram á að halda með sundlaugina, eins og l-listinn vill, þá þarf nægt vatn að vera til staðar. Svona mætti lengi telja. Á þessari upptalningu sést að vatnsveitumál eru forgangs verkefni. Að Ijúka við gerð sundlaugar er okkar hjartansmál. Þá verði eins og kostur er byrjað á íþróttahúsinu og það byggt í þeirri stærð sem búið var að ákveða en ekki I áföngum, sem yrði miklu dýrara þegar fram í sækti. Umhverfismál snerta okkur öll. Því verðum við að kappkosta að malbika götur og leggja gangstéttir. Gaman væri að koma uppi útivistarsvæði þar sem fólk gæti komið saman á hátíðis- og tillidögum. Vinna þarf að gerð smábátahafnar, því hvað er sjávarpláss án hafnar. Þá þurfum við að búa vel að æskunni, það er hún sem erfir landið. Skólann þarf a efla eftir föngum. Það þarf að gera æskunni kleift að nota tómstundir, til að göfga hug, hönd og hreysti með íþróttum og æskulýðsstarfi. Staðfesta þarf aðalskipulag fyrir allan hreppinn inn að mörkum Keflavíkur. MIÐNESHREPPUR X-B Framsóknarflokkur Sigurjón Jónsson Góðir Miðnesingar Þá er komið að enn einum kosningunum og viljum við Framsóknarmenn koma eftirfarandi grein á framfæri. Fráfarandi hreppsnefnd hefur afrekað ýmislegt á síðasta kjörtímabili, og skal hér aðeins stiklað á stóru. Skipulagsmálin hafa verið í endurskoðun allt kjörtímabilið, en það er algjörlega verk okkar manns í hreppsnefnd og þarf að Ijúka því sem fyrst. Vatnsveitan og holræsakerfin hafa fengið ítarlega úttekt, og þarfnast hvorutveggja mikilla endurbóta. Þetta er mjög fjárfrekt verkefni, og þarf það að vinnast jafnt og þétt eftir því sem fé og efni leyfa. Stór hluti af fjárveitingu hvers árs rennur til hafnarmála. Viðlegukanturinn er þegar orðinn of lítill vegna aukinna skipakoma og höfnin of þröng. Fjármagn vantar til þess að gera grjótgarð við norðurgarðinn og svo dýpka innsiglinguna, en þessar framkvæmdir eru allar háðar fjár- framlagi frá ríkinu, en sveitarfélagið leggur fram hlutfall í % á móti. Unnið hefur verið að stækkun grunn- skólans og er stefnt að því að Ijúka byggingu hans fyrir haustið. Sundlaug, barnaleikvöllur og íþróttavöllur voru tekin í notkun á kjörtímabilinu, og er ríkið í töluverðri skuld við Miðneshrepp vegna þessara framkvæmda. Komið hefur verið all verulega til móts við íþróttahreyfinguna um fjárstuðning, sem hefur aðallega falist í afnotum af íþróttahúsi og íþróttavöllum endurgjalds laust. Unnið var að varanlegri gatnagerð í bæjarfélaginu á síðasta ári og eru all flestar götur Sandgerðis nú bundnar varanlegu slitlagi. Viðhald gatna hefur ekki verið sem skyldi, en það er fjárfrekt og verður reynt að viðhalda gatnakerfinu eins og kostur er á komandi árum, og einnig klára þær götur sem eftir eru. Atvinnuástand er þokkalegt I Miðneshreppi, og er það nær eingöngu byggt á sjávarútvegi. Sjávarútvegurinn hefur ekki gengið sem skyldi undan farin ár. Vinna hefur verið með minna móti síðustu ár vegna tíðra siglinga fiskiskipa og gámaútflutnings, og veldur það miklum áhyggjum vegna minnkandi tekna sveitarfélagsins. Selji skip afla erlendis, eða bili verða fleiri en færri atvinnulaysir vegna þessa. Helstu baráttumál okkar Framsóknar- manna eru atvinnu- og umhverfismál. Byggja þarf upp fjölbreyttari og fleiri at- vinnutækifæri og þarf hreppsnefnd að gera tillögur í þeim efnum. í ár á Miðneshreppur 100 ára afmæli og þyrftu hreppsbúar allir sem einn að taka á honum stóra sínum og taka til í kringum sig og sína. Sumar götur eru til fyrirmyndar og einnig mörg hús og fyrirtæki, en ástandið er víða mjög slæmt. Verst er þetta þó í kringum iðnaðarfyrirtækin. Holræsin frá fisk- vinnslunni eru vægast sagt ömurleg, því þau ná varla niður fyrir sjólínu á háflæði. Miðnesingar? Tryggjum betra líf, betri kjör, betri stjórn, kjósum rétt á kjördag X-B 152 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.