Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 30

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 30
SJÓSLYSAANNÁLL —FRAMHALD AF BLS. 143- M/b Vonin II. á landleið af síldarmiðunum fyrir austan í kringum árið 1960. NJARÐVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN Afgreiðum á verksmiðjuverði hinar geysivinsælu málningarvörur: VITRETEX plastmálningu og mynsturmálningu. GOOD WOOD þiljulökk og ýmislegt fleira. Hagsýnir gera verðsamanburð áður en til framkvæmda kemur. f f*m,e'ðandi á Islandi: Liíi| Slippfélágið íReykjavíkhf X'T'% '/ Málmngarverksmidjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Umboðsmaður á Suðurnesjum: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON málarameistari Borgarvegi 30, Njarðvík, sími 2471 Afgreiðsla: Bolafæti 3, Njarðvík. Opið alla virka daga kl. 18-20. Þar var gert við hana til bráðabirgða og síðan var hún dregin út í Gróf og sett þar í slipp. Vonin II NK 80 var smíðuð í Svíþjóð 1943. Hún var 62 lestir að stærð. Eigandi hennar var Svavar Víglundsson í Neskaupstað. (Vísir 18. febr. 1949: „Bátur sekkur er hann ætlar að bjarga öðrum úr sjávarháska“. Mbl. 19. febr. 1949: ,,Vélbátur sekk- ur við hafnargarðinn í Keflavík“. Stutt frétt á baksíðu Alþýðublaðsins 19. febr. ’49. J.T.: ,,Neyðarmerki frám.b. Njáli“. Faxi, mars 1949). V.b. Jakob hætt kominn Þann 17. mars 1949, réru bátar frá Keflavik í sæmilegu veðri. Vél- báturinn Jakob lagði línu sína skammt frá v.b. Vísi frá Keflavík. Undir morgun kom Jakob til Vísis og áttu skipverjar tal saman. Síðan hélt Jakob til línu sinnar og hugðist draga. Kom þáskyndilegamikill leki að bátnum og sneri hann þá við til Vísis á ný. Vfirgaf Vísir lóðir sínar og dró Jakob til Keflavíkur. Stóð áhöfn Jakobs i stöðugum austri, allt til kl. 4 e.h., er bátarnir komu til Keflavík- ur. Var Jakob þá bókstaflega fullur af sjó og mátti vart tæpara standa, að ekki færi ver. Við bryggju dældi slökkviliðið úr honum. Síðar var far- ið með bátinn í slipp. Guðmundur Tjörvi Kristjánsson, frá Holti í Keflavfk. Hann var skipstjóri á m/bJakobiEA 7erlekikom aðbátnum á vetrarvertíð árið 1949. Vélbáturinn Jakob EA 7, var frá Akureyri, en leigður nokkrum Kefl- víkingum á vetrarvertíð. Báturinn var kominn til ára sinna, smíðaður í Englandi 1878, sennilega sem skúta. Hann var endurbyggður 1942 og mældir eftir það 53 lestir. í bátnum var sjö ára gömul vél. For- maður á Jakobi í þessari ferð var Tjörfi Kristjánsson. í stað Jakobs fengu leigutakar v.b. Suðra og gerðu ha’nn út til vertíðarloka. (Stutt frétt á baksíðu Vísis 17. mars 1949. Frétt í Flæðarmáli Faxa, aprfl—maí 1949. í skipaskrá í íslensku sjómanna- almanaki 1949, eru upplýsingar um bátinn). Bruni í bátum Að kvöldi sunnudagsins, 27. mars 1949, varð eldur laus í v.b. Trausta í Vatnsneshöfn. Eldurinn varð að mestu slökktur áður en slökkvilið Keflavíkur kom á staðinn. Mánudaginn 3. okt. 1949, kvikn- aði í v.b. Heimi, þar sem hann lá í Keflavíkurhöfn. Slökkvilið Keflavík- ur og flugvallarins slökktu eldinn. Eldurinn var mestur í vélarrúmi og þurfti því að rjúfa gat á þilfarið til að komast að eldinum. Skemmdir urðu miklar. Heimir var frá Seltjarnar- nesi, en gerður út á reknet frá Keflavík. (Frétt í Flæðarmáli Faxa, aprfl—maí 1949. Frétt í Flæðarmáli Faxa, sept.—okt. 1949). Aðstoð við Keflavíkur* báta Þann 29. jan. 1949, dró m.s. Faxaborg Reykjaröst GK 414 til Keflavíkur. Báturinn var með brotna stýrisvél. Hann var staddur út af Garðskaga. Þann 7. febr. 1949, dró m.s. Faxaborg Svan GK 530 til Keflavík- ur. Báturinn var staddur út af Garð- skaga og hafði misst loft af vélinni, sem ekki fór í gang. Þann 20. nóv. 1949, dró b.s. Sæ- björg v.b. Júlíus Björnsson KE 20 til Reykjavíkur. Báturinn var staddur 40 sjóm. NV af Reykjavík. Vantaði loft á vél hans. (Árbók SVFÍ 1950, bls. 66-69). Ath. að einkennisstafir Keflavíkur- báta urðu KE, eftir að Keflavík öðl- aðist kaupstaðarréttindi 1. aprfl 1949.) 1950 Togarinn Kefivíkingur fær á sig brotsjó Laugardaginn 7. janúar 1950, er b.v. Keflvíkingur var á landleið af Halamiðum fékk hann á sig hnút, að aftanverðu stjórnborðsmegin. Laskaðist vélarhús allmikið og brú- arvængur. Engin slys urðu á mönn- um. Skipið hlaut viðgerð í Reykja- vík. Togarinn Keflvíkingur var eign Keflavíkurbæjar. Hann kom til landsins 1948 og var gerður héðan út til 1956. Varast ber að rugla hon- um saman við vélbátinn Keflvíking, sem stundum kemur fyrir hér í ann- álnum. Um þriggja ára skeið voru skip þessi gerð samhliða út frá Keflavík, þó ólik væru að stærð. (Frétt í Flæðarmáli Faxa, jan. 1950. Stutt frétt í Reykjanesi 27. jan. 1950). Bjarganir Þann 14. april 1950, strandaði breski togarinn Preston North End, 154 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.