Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 33

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 33
Frá aðalfundi Krabbameinsfélagsins Nýr formadur Krabbameinsfélags Suðumesja Björgvin Lúthersson í rœdustóli. Honum til vinstri handar er Árni Theodórs, lœknir, stðan Eyþór Þórðarson fundarstjóri, Jón Sœmundsson, fráfarandi form. og Andrés Fœrseth ritari. Ljósm. J.T. Krabbameinsfélag Suðurnesja er annað stærsta krabbameinsfé- lag landsins — aðeins Reykjavík- urfélagið er stærra. Félagið var stofnað 15. nóvember 1953. Rót- arýklúbbur Keflavíkur hafði und- irbúið og unnið að stofnun félags- ins og hefur talist vemdari þess alla tíð, enda Rótarýmenn ætíð verið í forustu félagsins. Hægt var farið af stað, en með aukinni þekkingu og auknum skilningi á brýnni þörf á vamaraðgerðum gegn krabbameininu, þeim skað- valdi, sem veldur nú sem flestum dauðsföllum í landinu, var stöð- ugt stefnt að yfirlýstum markmið- um félagsins. Félagar vom að' jafnaði milli 40 og 50. Það var ekki fýrr en 30 ára afmæli félagsins nálgaðist að gerðar vom áætlanir um stórt átak til kynningar og fé- lagafjölgunar. Stjórnin, undir for- ustu formannsins Eyþórs Þórð- arsonar, setti sér það markmið að tífalda félagatalið og fól þeim Jó- hanni Péturssyni og Margeiri Jónssyni að skipuleggja það átak. Svo vel tókst til að félagatal ríflega tvöfaldaðist. Upplýst var á aðal- fundinum 19. apríl að nú em um 1140 félagar í Krabbameinsfélagi Suðumesja. Um starfsemi á árinu upplýsti formaður: Formaður félagsins átti sæti í 5 manna nefnd á vegum Krabba- meinsfélags íslands varðandi hugsanleg kaup á röngtentæki til hópskoðunar á brjóstum kvenna. Þetta er hugsað sem farandtæki, sem komið yrði fyrir í sérstaklega útbúnum bíl og ferðast með út á land yfir sumarmánuðina, hugs- anlega gæti þetta tæki verið stað- sett hér í Keflavík að hluta yfir vetrarmánuðina. Nefnd þessi hélt 4 fundi og skilaði síðan áliti þess efnis að rétt væri að vinda bráð- an bug varðandi kaup á tækinu og að þessar hópskoðanir gætu haf- ist á vormánuðum 1987. Krabbameinsfélag Suðumesja átti hlutdeild í tveimum nám- skeiðum ásamt íslenska Bind- indisfélaginu, fyrir fólk, sem hafði áhuga á að hætta að reykja. 27 manns sóttu fyrra námskeiðið en 36 það síðara. Forstöðumaður þessara námskeiða var Brynjar Halldórsson og álítur hann að um eða yfir 50% af því fólki sem sótti þessi námskeið hætti alveg að reykja. I febrúarmánuði s.l. stóð Krabbameinsfélag Suðumesja fyrir fræðslusýningu í Holtaskóla og stóð hún í 5 daga, um 350 manns sóttu sýninguna, sem var hin fróðlegasta. Krabbameinsfélag Suðurnesja tók virkan þátt í fjáröflun sem kölluð var, þjóðarátak þín vegna, ásamt J.C. mönnum og Kvenfé- lagasamtökum. Árni Theodórs læknir, sérfræðingur í meltingar- sjúkdómum, flutti ffóðlegt erindi á aðalfundinum um leit að krabbameini f neðri hluta melt- ingarfæra - ristli og endaþarmi. Jón Sæmundsson, sem verið hefur formaður s.l. tvö ár baðst undan endurkosningu, en í hans stað var Björgvin Lúthersson, stöðvarstjóri kosinn formaður. Með honum í stjórn em Margeir Jónsson, gjaldkeri, Andres Færseth ritari, Meðstjórnendur Konráð Lúðvíksson, læknir og Bogga Sigfúsdóttir. J.T. Baldur G. Matthfasson, formaður V.S.F.M., er hér að afhenda Rósu Einarsdóttur heiðurs- gjöffrú félaginu fyrir velunnin störfhjá félaginu allt frú stofnun þess 27. október 1929. Við hlið Rósu situr Einarina Magnúsdóttir dóttir hennar en önnur dóttir hennar Rósa Magnús- dóttir situr henni til vinstri handaroghverfurbak viðformanninn. Mynd: Lilja Bragadóttir. Rósa Einarsdöttir heiðruð Rósa Einarsdóttir ffá Hólkoti á Miðnesi — nú til heimilis að Suðurgötu 9 í Sandgerði, var heiðruð af Verkalýðs- og sjó- matmafélagi Miðneshrepps í hófi sem fram fór í húsi félags- ins að Tjarnaigötu 8 á hátíðardegi verkalýðsins 1. maí s.l. Félagið var stofnað 27. október 1929. Rósa varstofnfélagi og hefur all tíð tekið mikinn þátt ístarfi félagsins. Þvi til sönnunar má geta þess að í fundargerð frá 3. fundi félagsins 14. nóvember 1929 var rœtt um kröfugerð vegna launa kvenna og verkfall ef ekki semdist. í lok þess fundarerbókuðtillagaRósu þarsem hún hveturtil hófsemd- ar, og bendir það til lipurðar hennar í kjarabaráttunni. Hugmyndir hennar um farsœla lausn kjaramála hafa Mið- nesingar greinilega kunnað að meta því að af fundargerðum félagsins má sjá að hún er ísamnitiganefndum a.m.k. fram- an af starfsemi félagsins. FAXI 157

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.