Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 34

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 34
SNYRTIVÖRUR eiga sér ævafoman uppmna. Notkun þeirra má rekja allt aftur til forfeðra mannkyns. Þeir máluðu sig af ýmsu tilefni. Til dæmis vegna stríðs- undirbúnings, hátíða- og trúar- iðkana. Má minna á, að konungar Gyðinga vom smurðir með olíum er þeir tóku við ríki. En þjóðum sem bjuggu í heitum löndum var nauðsyn á, að smyrja sig olíum, til vamar sólarhita og skordýmm. Þannig rak nauðsynin mennina til að snyrta sig og mála. En einnig var það gert vegna hátíðlegra tækifæra, menn gerðu sér dagamun. Svipaða sögu er að segja um upphaf skartgripa. Menn hengdu þá á sig í trúarlegum tilgangi í fyrstunni. Snyrting og málun er því ekki fundin upp af auðjöfmm Vesturlanda. Hjá Egyptum þekktust augnskyggning og ilmandi smyrsl um 3500 f. Krist. Ilmefnin vom með blóma- og kryddangani. Þau vom unnin úr möndlu- og ólífutrjám. Ilmefnin vom einnig notuð til trúariðkana og við smumingu dauðra manna og dýra. En Egyptar hafa náð lengst allra fyrr og síðar í meðferð smyrlinga. Egyptar bjuggu til sérstakan dökkan lit til að lita augnhár, augnalok og augabrúnir. Einnig þekktu Egyptar til sápugerðar, en þeir og Súmerar í Mesópótamíu, blönduðu saman olíu og feiti. Fengu þá út efni sem innihéldu kalí. En kalí var síðar eitt gmndvallarefnið til sápugerðar. Þessi efni egypta leystu upp óhreinindi ef þau komust um leið í snertingu við vatn. Síðar notuðu Rómverjar og Grikkir olíur og ilmefni í böð sín. En böð yfirstéttanna rómversku urðu síðar alkunn, vegna hinna frjálsu sam- skipta manna sem þar lauguðu sig. Svipmyndum úr þeim böðum er gjaman bmgðið upp í bíómyndum nútímans. Almenningsböð þekktust líka í Rómaveldi og vatnslækningar vora algengar. Sápu þekktu Róm- veijar. Sápa er eitt algengasta eínið til snyrtingar. Hún er uppmnnin hjá þjóðum við austan- og sunnanvert Miðjarðarhaf. Hittítar, sem bjuggu í 'lýrklandi, á árunum 3000 til 1000 fyrir Krist, blönduðu jurtaösku út í heitt vatn, og bjuggu þannig til sápu. Rómverski fræðimaðurinn, Plynus hinn eldri, sem uppi var á dögum Krists, segir í ritum sínum, að Föníkumerm, sem bjuggu þar sem nú er Líbanon, hafi búið til sápu úr geitartólg og viðarösku. Þetta var um 600 f. Kr. Föníkumenn vom annálaðir sjómenn og stunduðu mikla verslun. Til dæmis seldu þeir Göí/um á frönsku ströndinni, sápu sína, í vöruskiptum. Síðar urðu Gallar einna fremstir í sápugerð í Evrópu. Talið er, að þeir hafi, fyrstir Evrópubúa, þvegið sjálfum sér og föt sín reglulega með sápu. Fram á 3. öld eftir Krist var sápa ekki mjög útbreidd. Rómverjar lærðu þó sápugerð af nágrönnum sínum í austri eða af Keltum í Norður- Frakklandi. Keltar bjuggu til sápu úr dýrafitu og ösku. Framleiðslu sína kölluðu þeir: SAIPO, sem orðið sápa er dregið af. (Enska: soap, þýska: die Seife, franska og latína: savon. ítalska: sapone). Sápan notuð til lækninga Mikilvægi sápu til þvotta og þrifn- aðar var þó ekki uppgötvað fyrr en á 2. öld eftir Krist, er gríski læknirinn Galen getur sápu í ritum sínum. Segir hann, að sumar tegundir sápu séu gæddar lækningamætti. Sennilega við húðsjúkdómum. Sums staðar vom jarðefni notuð til sápugerðar, einkum ýmsar leirtegundir. Ekki er ósennilegt að lækningamáttur slíkrar sápu hafi verið mestur, ef hún var blönduð olíu og jurtafitum, sem vom græðandi. Arabar þekktu einnig undramátt sápunnar. Það kemur fram í ritum arabíska fræðimannsins Ibn Hayyan, sem uppi var á 8. öld eftir Krist. Sápan breiddist hægt út Á fyrri hluta miðalda og lengi fram eftir var sápan mest notuð af aðalsmönnum, en blandaðist lítt við baðvatn alþýðunnar. Enda réði til- viljun ein hvar og hvenær menn þvoðu sér. Sápan er sennilega eitt fyrsta snyrtiefnið sem barst til Evrópu. Á 9. öld eftir Krist tóku Gallar fmmkvæðið í sápugerð. Hafnarborgin Marseille á frönsku ströndinni varð miðstöð hennar. Þeirri forystu héldu Marseillebúar í 600 ár, þar til Feneyjar á Italíu varð drottning sápu- og ilmefnagerðar. Á 17. öld tók Genúa við því hlutverki. Þó að nokkur sápuframleiðsla væri í Þýskalandi er líða tók á miðaldir, varð sápan almenningi of hál í lófa og hlaut hæga útbreiðslu. En þýskir aðalsmenn, fundu, líkt og kynbræður þeirra í Egyptalandi forðum, að hjörtun slóu örar ef eiginkonur þeirra og ástkonur, notuðu sápur og ilmefni. Það varð til þess, að þýska hertogaynjan af Juelich fékk sér Skúli Magnússon. kassa af sápu árið 1594. Það leiddi aftur til þess, að nágrannar hennar og vinir, fengu sér líka slíkt efni og kunnu vel að meta. En seinna, þegar Þjóðverjinn A. Leo, var á Ítalíu 1672, sendi hann vinkonu sinni í Þýskalandi, lady von Schleinitz, kassa með dýrindis ilmandi ítalskri sápu. Með fylgdi nákvæm lýsing á hvemig hið vaxkennda efni var búið til. Fram eftir öldum var sóðaskapur svo algengur, að nútímamenn yrðu forviða á að heyra lýsingar af slíku. Borgir og bæir vom sem mslahaugar, uppsprettur alls kyns drepsótta. Flestu var hent út á götur, jafnvel úrgangi úr mönnum og dýmm. Ekki bætti úr skák, að borgimar stækkuðu stöðugt. Almenningsböð Rómverja vom löngu horfin. Að vísu bámst ýmsar snyrtivömr til Evrópu á 13. öld, en það bætti ekkert heil- brigðisástandið. Meðal þess, sem þá breiddist út, voru efni til andlits- förðunar og hárgreiðslu, ýmis ilmvötn og efni, sem menn bám á sig eða stráðu um híbýli sín. Einnig til baða. Allt var þetta í höndum aðalsmanna framan af. Fólk gerir sér þetta tæplega ljóst, þegar það í dag skoðar veglegar hallir kónga og hertoga. Til dæmis hallimar í Versölum. Mannlegar þarfir og ósómi bliknar og gleymist þegar skrautið er skoðað. En samkeppnin á milli konungshirða varð til þess, að sápan hlaut útbreiðslu, eins og ýmislegt annað, sem til nýunga taldist, þó ekki væri það allt til eftirbreyttni. En á þessum ámm skyldu menn ekki samhengið á milli sóðaskapar, sýkla og sjúkdóma. Það varð ekki íyrr en um 1850. Þannig þvoðu læknar lítt eða ekki hendur sínar og því urðu sjúkrahúsin eins og sláturhús, staðir þar sem menn dóu hver af öðmm. Sápugerð í Englandi hófst fyrst að marki seint á 12. öld. Einkum blómstraði hún í nágrenni við vaxandi borgir. Lundúnir, vora þá í bemsku, sem „höfuðborg heimsins", en sápugerðarmennimir fundu, að þar gátu þeir selt vömr sínar. Á 13. og 15. öld settust þeir einkum að við Ódýrastræti í Lundúnum, en þar vom útimarkaðir og verslanir. Á þessum árum, og allt til ársins 1853, innheimti breska ríkið toll af hverju framleiddu sápupundi. Enska sápan var á 14. öld og lengi síðan, soðin í sérstökum pönnum með læstum stút, sem eftirlitsmenn sáu um að loka á kvöldin, því ekki mátti sjóða á nóttunni, vegna eldhættu. Svipað gerðist í Reykjavík um 1770—80, þegar þéttbýli var að myndast þar. Bannað var að steypa kerti og sjóða sápu. í erlendum stórborgum vom slíkar reglur eðlilegar vegna þéttbýlis. Til dæmis brann stór hluti Lundúna 1666 vegna mistaka við kerta- eða sápugerð. Næturverðimir, sem eftirlit höfðu með sápusuðunni, urðu sums staðar forverar lögreglunnar, t.d. í Reykjavík. Sápan sigrar heiminn Útbreiðsla sápujókst mjög á 19. öld, er mönnum varð ljóst samband óhreininda, sýkla ogsjúkdóma. Þýski efnafræðingurinn, Justus von Liebig, vann mjög að útbreiðslu sápunnar. Hann rannsakaði áhrif hennar og taldi sápunotkun mælikvarða á siðferðis- og heilbrigðisástandi þjóðanna. Sápusuðumenn fyrri alda notuðu ösku og feiti í framleiðslu sína. Aðallega var notuð viðar- og plöntuaska, en einnig pott- aska. Hún hefur sennilega verið lé- legra hráefni. Mest var notuð dýra- og jurtafeiti. Fór það eftir landkostum. Þannig hafa norðlægar þjóðir sennilega heldur notað dýrafitu, en hinir, sem sunnar bjuggu, jurtafeiti. Marseillebúar blönduðu mikilli fitu í sápur sínar. Viðaraskan innihélt kalíumkarbónat (hvítt duft, líka notað í glergerð). Henni var blandað út í heitt vatn og fitunni bætt út í. Síðan var hrært í og ösku bætt við eftir þörfum uns mauk eitt var orðið í pottinum. Eftir það var maukið tekið upp úr og látið þoma. Að því búnu mátti móta það í alls lags stærðir. Ef ilmefni vom notuð við suðu, var þeim bætt út í meðan á suðu stóð. Á þann hátt réðu menn hve ilmefnin urðu sterk. I maukinu var fitusýra sem rann saman við öskuna. Sápan varð til. Eins og nærri má geta varð lykt af maukinu ekki alltaf góð. Til dæmis þegar soðið var heima. Ilmefnum var frekar bætt í sápu, sem fór til sölu á markaðinn. Þessi aðferð við sápusuðu var notuð allt til loka miðalda (um 1500). Þá var farið að nota leskjað kalk, sem varð til, þegar vatni var hrært saman við brennt kalk. Ómengaðri fitu varð síðan 158 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.