Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 39

Faxi - 01.06.1986, Blaðsíða 39
MINNIG JúKus F. Kdstinsson F. 26.10. 1932 - D. 7.4. 1986 ,,Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt.“ Elskulegur bróðir, vinur, fé- lagi, er kallaður brott við vinnu sína, enginn fær umflúið örlög sín. Hann kvaddi okkur bros- andi kátur sl. fimmtudag, eftir ánægjulega samveru yfir pásk- ana, hann horfði björtum aug- um til framtíðarinnar, ætlaði að koma í sumar og eyða tveimur vikum af sumarfríinu hér á iandi. Síminn hringdi rétt um miðnætti, hann Lolii varð fyrir slysi - og dó strax. Minningarnar þyrlast upp í hugann, bjartar og fallegar. Júlí- us Friðrik Kristinsson var 3. í röðinni af 7 systkinum, sonur hjónanna Kamillu Jónsdóttur og Kristins Jónssonar, Sólvalla- götu 14 í Keflavík, sem bæði eru látin. Lolli er sá fyrsti sem kveð- ur af systkinahópnum, aðeins 53 ára gamall. Systkinahópur- inn var óvenju samheldinn, við áttum frábæra foreldra sem æv- inlega áttu tíma til að sinna okk- ur, gáfu okkur kærleika sinn og vináttu. Lolli var vinamargur og hrók- ur alls fagnaðar þegar fjölskyld- an hittist. Aldrei gleymum við aðfangadagskvöldunum heima á Sólvallagötu þegar Lolli settist við orgelið, spilað jólasálmana og létt jólalög og gengið var kringum jólatréð og sungið af hjartans lyst, enginn var kátari en Lolli. Það má með sanni segja að þegar hann birtist með sitt bjarta bros og smitandi kátínu var hátíð í bæ. Við erum þakklát fyrir sam- veruna við bróður okkar, og hlökkum til endurfunda, við vitum að hann mun standa á ströndinni brosandi og kátur. Megi minning um góðan föður lýsa harmi lostnum börnum Lolla í sorg þeirra. Guð blessi góðan dreng. Maja, Ingi, Siggi, Eddi, Nonni og Hanna. m.kr. eða um 50%. Aukning árið áður nam 37%. Veltiinnlán jukust um 17% og spariinnlán um 50%. Innistæður á gjaldeyrisreikning- um námu í árslok 62 m.kr. Veru- leg tilfærsla hefur átt sér stað milli sparnaðarforma frá árinu á und- an. Innistæður á TROMP reikn- ingi námu um áramótin 386 m. kr. eða 36% af innlánum. Fjöldi TROMP reikninga jókst mikið á árinu. Um áramótin nam fjöldi TROMP reikninga 2910, áramótin á undan voru þeir 972. Aukning innlána í bankakerfinu öllu á árinu nam 48%, sem er sama aukning og hjá sparisjóðun- um. Innlán í Sparisjóðnum í Keflavík nema nú um 1/5 hluta innlána í öllum sparisjóðunum samanborið við 1/8 hluta árið 1981. Hlutdeild Sparisjóðsins í heildarinnlánum bankakerflsins er nú 2,86%. Útlán Heildarútlán í Sparisjóðnum í árslok 1985 námu 720,8 m.kr. og höfðu aukist frá fyrra ári um 185,7 m.kr. eða um 35%. Tálsverð breyting hefur orðið á skiptingu útlána milli útlána- flokka. Hlutur vísitölubundinna lána, víxla og yfirdráttarlána hefur aukist en hlutur annarra lánaflokka minnkað. Aukning hefur mest orðið í víxlum, eða 53%, og vísitölubundnum lánum, eða 84%. Framlag til afskriftareiknings útlána nam á árinu 2,1 m.kr. Af- skriftareikningur útlána nam um áramótin 8,1 m.kr. Staða við Seðlabanka ís- lands Heildarinnistæður Sparisjóðs- ins í Seðlabanka íslands í árslok 1985 námu 323,0 m.kr. og höfðu hækkað á árinu um 96,8 m.kr., eða 42%. Bundnar innistæður námu 259,0 m.kr. Aukning frá fyrra ári nemur 25%. Innistæða á gjaldeyrisreikningi nam 62,9 ni.kr. Auk innistæðu í Seðla- hanka eru eins og áður, skyldu- hvaðir hjá ríkissjóði og Fram- hvæmdasjóði upp á 19,4 m.kr. Bundið fé í Seðlabanka og shyldukaup rfkisskuldabréfa nema því 342,4 m.kr., eða 31,5% af heildarinnlánsfé í Sparisjóðn- um. Þetta hlutfall er svipað og undanfarin ár. Enn er því fjár- utagni landsmanna miðstýrt. Sparisjóðurinn var í skuld á við- skiptareikningi í Seðlabanka um sfðustu áramót og nam hún 582 Pús. kr. Að auki var víxilskuld Sem nam 40,0 m.kr. Staða Sparisjóðsins um hver mánaðamót, þá einnig áramót, gagnvart Seðlabanka er langt í frá að vera einkennandi ef litið er á allan mánuðinn í heild. Sökum mikils útstreymis veltufjár um hver mánaðamót, aðallega hjá þeim opinberu aðilum sem skipta við Sparisjóðinn, verður um lausafjárerfiðleika að ræða sem misjafnlega langan tíma tekur að vinna sig út úr. Eigið fé Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings eru 1.289,4 m.kr. Aukning frá fyrra ári nemur 41%. Eigið fé Sparisjóðsins í lok ársins nam 108,6 m.kr., þ.e. eigið fé 100,5 m.kr. og afskriftareikningur út- lána 8,1 m.kr. Eigið fé í upphafl ársins nam 83,7 m.kr. Aukning eigin fjár nemur 30%. Eiginfjár- hlutfall, þ.e. eigið fé sem hluti af heildareign, var í lok ársins 8,4%. Eins og fram kemur í reikningi Sparisjóðsins var hagnaður kr. 53.387 á árinu. Það er ekki stór tala en má þó teljast góð þróun ef mið er tekið af árinu 1984, en þá varð tap upp á tæpar 10 milljónir. Eftir skýrslu stjórnar og skoðun framlagðs reiknings urðu nokkrar umræður en aðalfundi síðan frestað til haustsins vegna þess að breyta þarf félagssamþykktum Sparisjóðsins til samræmis við lög nr. 87 frá4. júlí 1985 um starfsemi sparisjóða. Heiðurslaun Sparisjóðsstjórnin hefur í seinni tíð heiðrað Suðurnesjamenn fyrir athygliverð störf eða jákvæð afrek. Að þessu sinni afhenti hún sundkappanum Eðvarði Eðvars- syni í Njarðvík kr. 100.000.- sem virðingarvott fyrir frábæran ár- angur í íþrótt sinni og það for- dæmi er hann gefur æsku Suður- nesja, með ástundun og reglu- semi. NJARÐVIKURBÆR Fasteignagjöld 5. og síöasta gjalddagi fasteigna- gjalda var 15. maí. Eindagi er 15. júní. Gerið skil fyrir eindaga og foröist óþarfa kostnað. Bœjarsjóður FAXI 163

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.