Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 7

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 7
Glæsileg samsýning hjá baðstofufólki Samsýning myndlistardeildar Baðstofunnar hófst 14. júní og stóð til 22. júní. Spor Erlings Jónssonar í lista- sögu Keflavíkur voru rakin lítil- lega í 4. tbl. Faxa í vor, m.a. getið um stofnun hans og starfsemi í fyrirbæri er hann nefndi Baðstof- una. Þar kom iðjusamt fólk saman á kvöldstundum og föndraði við margháttaðar leiðir til sköpunar. Föndrið varð að eldmóði — kveikti ótrúlegan áhuga til listsköpunar. Fljótlega var farið að sýna bæjar- búum árangur iðjunnar og voru þá flestar — ef ekki allar viður- kenndar listgreinar með þátttöku. I seinni tíð hefur málaralistin náð algjörum yfirtökum í Baðstof- unni og ræður þar sjálfsagt kenn- araskortur. Nú sýna „hvorki meira né minna“ en 30 eldhressir Baðstofubúar 240 myndir og eru þeir úr flest öllum byggðarlögum Skagans, fólk á öllum aldri, frá tvítugu og yfir sjötugt það elsta. Skipting milli kynja er athyglis- verð, karlar eru 9 en konur eru 21. Þetta er ein sönnunin enn fyrir því að á Suðurnesjum eigum við for- láta kvenfólk, framtakssamt, vinnugefið og listfengið. Nú eru deildirnar þrjár. Jón Gunnarsson, listmálari, kennir tveimur deildum, sem skemur hafa dvalið í Baðstofunni. Nem- endur hans eru samkvæmt sýn- ingarskrá 18 og sýna ýmist teikn- ingar eða málverk. Margt ótrúlega vel gert, miðað við stuttan náms- tíma. Eldri deildinni kennir Eiríkur Smith, listmálari. Þar hefur hann verið leiðsögumaður í mörg ár og náð mjög góðum árangri. Þessi hópur samanstendur af 5 körlum og 7 konum, sem flest öll hafa ár- um saman átt samleið í Baðstof- una. Þetta er allt orðið skapandi listafólk, sem beitir ýmsum að- ferðum og notar til þess flest til- tækt til sköpunar góðrar myndar. Auk teikninga, ber mest á notk- un olíulita, margir glíma einnig við meðferð vatnslita og pastel. Flestar eru myndirnar til sölu og eðlilega misjafnt verðlagðar allt upp í 50 þúsund, stór mynd frá Þingvöllum í olíu eftir Óskar Páls- son. Myndin er mjög góð og vel þess virði, og að mínum dómi er mynd frá Hólmatungu á kr. 40 þús., enn betri. Kannski raska þó innfelld andlit ró skoðanda og eru andstaða við friðsæld og litadýrð myndarinnar. Óskar var nýverið með sérsýningu í Pítubæ en það fer nú í vöxt að sýna myndir við slík skilyrði og getur gengið vel, ef húsnæðið hentar eins og t.d. í Húsgagnaversluninni Útskálar, eða í nýjum ágætum sýningarsal hjá Innrömmun Suðurnesja. Óskar sýnir nú eingöngu olíu- liti, sama gera þær Elsa Hertevig og Halldóra Ottósdóttir. Vilhjálm- ur Grímsson notar eingöngu past- elliti. Ásta Árnadóttir notar ein- göngu vatnsliti og er það ærið verkefni að þjálfa meðferð þeirra svo vel fari — þeir eru erfiðir í meðferð, þar má engu skeika. Ásta hefur kannske aldrei reynt við aðra liti og hún hefir verið þrautseig við uppstillingu, enda reynst henni vel (hún seldi allar myndir sínar á síðustu sýningu). Nú bregður hún útaf og sýnir einnig nokkrar landslagsmyndir og virðist fær í flestan sjó að mati listkaupenda (seldi strax við opn- un 3 myndir) það segir sína sögu. Ásta er einnig með tvær teikning- ar. Sigríður Pétursdóttir er með 10 teikningar og 8 uppstillingar í vatnslitum. Aðrir nota blandaða tækni — olíu, vatnsliti, pastel og teikningar. Guðmundur Marías- son, sem einkum hefur verið með olíumyndir, bætir nú við nokkr- um góðum pastelmyndum. Stein- ar Geirdal teiknar, notar vatnsliti og olíu, sér vel inn í hulinsheima þjóðsögunnar. Þórunn Guð- FRAMHALD Á BLS. 203 FAXI 171

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.