Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 8

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 8
Hjálmar Arnason skólameistari: Ávarp til brautskráðra — við skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorið 1986 Norðan við múrinn fölblá fjöll en fyrir austan sér á hafsins löður hvítt sem mjöll. Ég horfi á eftir þér. Hvað verður um þá vatnajurt sem vindgrjóstrið sleit? Hvert hana röstin hrífur burt og hrekur, enginn veit. Ær annig kemst kínverska skáldið Lí Pó að orði í kvæði sínu , ,Vinur á förum“ í ágætri þýðingu meistarans Helga Hálfdánarson- ar. Við í FS berum nú þannig til- finningar í brjósti þegar við horf- um á eftir ykkur, nemendur góðir, út í hinn stóra heim. , ,Hvað verð- ur um þá vatnajurt?“ Þetta eru blendnar tilfinningar. Því fylgir söknuður þegar sú vissa blasir við að ómur barnanna muni ekki framar fylla kotið í blíðu sem stríðu, í gleði og sorg. En foreldrið fyllist líka stoiti yfir því að af- Hjálmar Ámason ávarpar nemendur og gesti, sem voru fjölmargir. kvæmið skuii vera orðinn stálpað- ur einstaklingur — að hefja nýtt líf á eigin fótum, eigin verðleikum. Auðvitað spyrjum við okkur sjálf hvemig þetta líf verði og hvernig okkur hafi tekist að búa ykkur undir það. „Hvert hana röstin hrífur burt/og hrekur, enginn veit.“ Þið komuð tii okkar í leit að óskasteininum. Enn höfum við ekki fundið hann en vonandi hef- ur okkur tekist að benda ykkur á hvar hann kunni að leynast. Og nú takið þið sjáif stefnuna, stefn- una á óskasteininn. Einhver ykk- ar kunna að finna hann fljótt, önnur síðar. Því spyr ég ykkur öll: Hvað hyggist þið fyrir með stein- inn góða? Hann er vandmeðfar- inn, gripurinn sá. Við höfum reynt að leggja ögn á ráðin með ykkur. En góðra manna ráð em haldlítil sé þeim ekki fylgt eftir. Vissulega þykist þið kunna ýmis- iegt fyrir ykkur. Sum segjast kunna til verka í vélarrúmi, önnur með smíðatól að fara, en önnur guma af viskubrotum úr bókum. Þessi takmarkaða viska, sem þið þykist státa af, er marklítil og fá- nýt ef ekki býr annað og háleitara að baki. Vonandi hefur dvöl ykk- ar í hreiðrinu verið annað og meira en fræðin ein. Ekki er nóg að kunna og vita heidur þarf og að kunna með að fara. Við sama tækifæri fyrir einu ári minnti ég á hinar hröðu tækniframfarir og hvernig mannskepnan hefur anað fram úr sjáifri sér með tækni og Óvenjuleguratburdur: Derek Youngskiptinemi frá Suður-Afríku. Hann fluttiágœta rœðu á íslensku við skölauppsögn. Skólameistari, Hjálmar Árnason, þakkar hon- um hér ánœgjuleg kynni oggóða frammistöðu. Myndir J.T. Yfirlit um brautskráða nemendur frá FS á vorönn 1986 Eftir byggðarlögum: Nemendur: Garði ...................... 3 Grindavík .................. 9 Keflavík ................. 37 Njarðvík ................. 12 Sandgerði .................. 4 N-Þingeyjarsýslu ........... 2 Hafnarfirði ................ 1 Hveragerði ................. 1 Seltjarnarnesi ............. 1 Skagaströnd ................ 1 Suður-Afríku ............... 1 Reykjavík .................. 4 Utskrifaðir af brautum: Nemendur Flugliðabraut .............. 4 Bóknámsbraut .............. 1 Iðnbraut húsasm............ 4 Iðnbraut pípulagn.......... 3 Iðnbraut bifv.v........... 2 Iðnbraut raílðna ......... 1 Iðnbraut netagerðar ...... 1 Meistarskóli byggingarm. .. 7 Réttindanám vélstióra ... 10 j-2 ...................... 2 H-2 ..................... 2 V-2 ...................... 6 Verknámsbraut tréiðna .... 1 Verknámsbraut rafiðna .... 1 Frá FS útskrifuðust 34 stúdentar á vorönn 1986. Nemendur Viðskiptabraut ............ 9 Náttúrufræðabraut ......... 8 Málabraut ................. 3 Uppeldisbraut ............. 7 Eðlisfræðibraut ........... 4 Heilsugæslubraut .......... 1 Fjölmiðlabraut ............ 1 Flugliðabraut ............. 1 172 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.