Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 18

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 18
oft sjá það paufast milli húsa í ljósi kerta — eða olíuluktar, því ekki voru götuljós þá komin til sögu og híbýli lýstu lítið út í náttmyrkrið. Hœtt ernú við að svo hafi verið. En hvað um ieikstarf í stúkunni? Jú, það var oft leikið einkum á vertíðum, því að þá var margt ver- fólk í Grindavík víðsvegar að af landinu. Sumir þessara vösku vermanna föstnuðu sér heimasætur í verinu og fluttu þær heim með sér. Aðrir löðuðust að sjávarloftinu og gerð- ust þar heimamenn, jafnvel for- menn og útgerðarmenn, eða kunnir borgarar á öðrum sviðum. Eitt sinn átti að fara að leika ,,Neiið“, þekkt gamanleikrit. Það þótti þó ástæða til að vekja athygli á sýningunni. Þá orti Einar í heitins sýslumanns á Klaustri. Þarna var mikið fjárbú, um 500 fjár, 2 kýr, vegna mjólkurþarfar heimilisins og 2 hross. Sjö manns voru í heimili og ekki mjög gest- kvæmt en samt var slátrað um haustið 100 dilkum og 20 fúll- orðnum ám, en sauðir voru reknir til slátrunar í Reykjavík. Enda var kjöt- og kjötmeti í einhverri mynd á borðum við allar máltíðir. Hús- móðirin Ólöf Sveinsdóttir, ættuð sunnan úr Garði, var afskaplega myndarleg húsmóðir og má segja að í höndum hennar og stjórnun var Herdísarvík höfðingjasetur. En svo að við hverfum aftur að rótum œsku þinnar. Var ekki pabbiþinn sjómaður, eins og nœr allir karlmenn í Grindavík? Jú, mikil ósköp. Hann var alla tíð sjómaður og a.m.k. mörg síð- ustu árin réri hann hjá Guðjóni á Hlíð, sem var frændi hans og vin- ur. Guðjón var mikill gæðamaður og talinn góður formaður. — Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein f Faxa um Guðjón Ein- arsson og hans mikiu for- mennskukosti. En hvað getur þú sagt mér af skemmtanalífinu í Grindavík á þessum árum? Það þætti ekki margra fiska virði í dag. En við undum því vel og mátum að verðleikum. Það var þá fýrst bamastúkan Sigurbjörg og stúka fyrir fullorðna, sem hét Þörf. Þetta vom einu félagasam- tökin og á vegum þeirra var leikið, dansað og sitthvað fleira gert til skemmtunar. Það var mikið starf- að í stúkunum og templarar byggðu fyrsta samkomuhúsið í Grindavík, sem var-'Ifemplarinn og þar var barnaskólinn til húsa í mörg ár. Fundir og skemmtanir stúknanna vom einu tilefni til samkomuhalds. Ekki þekktust þá partí í þeirri mynd sem nú tíðkast — en unga fólkið dró sig saman eins og ævinlega, og mátti Mynd frá 1946. Standandi frá vinstri eru þeir Ragnar og Brynjúlfur. Sitjandi frá vinstri, Magnús, Marin og Helgi. Myndin var tekin 1925 íoktóber á gullbrúðkaupsdegi þeirra Sigríðar og Magnúsar. Aftari röð, frá vinstri: Ragnhildur, Petrúnella, Júlíana og Guðjón. Fremri röð, frá vinstri: Jón, Magnús faðir þeirra, Sigríður móðir þeirra og Marina. Garðhúsum, sem var ágætlega hagmæltur og driffjöður í mörgu: Upp í skóla annað kvöld svo allir geti hlegið, sýnt mun verða firðafjöld fræga stykkið , ,Neiið“. Klukkan sjö þar komdu inn með kunningjana níu Einar selur innganginn á aura þrenna tíu. Mannstu hverjir voru œðstu templarar í stúkum? Ég var einu sinni æðstitemplar í barnastúkunni. Þá var Einar heit- in á Bjargi gæslumaður og líklega þá æðstitemplar í stúkunni Þörf. Það var mjög mætur ágætiskarl. Um embættismenn Þarfar man ég lítið, enda fór ég barnung að heiman — nema hvað ég man eftir að Stefanía á Járngerðarstöðum var varatemplar. Man líka eftir henni í barnastúkunni. Var hún á svipuðum aldri og þú? Hún var aðeins eldri. Við vorum tvo vetur saman í barnaskóla. Hver var þá kennari? Það var hann Erlendur á Hópi, hann kenndi mér í einn vetur. En svo ætluðu að verða vandræði með kennara annan veturinn því að Jón Hafliðason frá Hrauni, sem átti að taka við af Erlendi, veiktist og dó áður en til þess kæmi. Jón var mikill félagsmaður og talinn leikari af guðsnáð. En leikstarfi hafði hann kynnst í Flensborg í Hafnarfirði þar sem hann hafði verið nemandi. Þann vetur hlupu þeir í skarðið svo kennsla félli ekki alveg niður þeir Einar í Garðhúsum og Gísli á Hrauni, bróðir Jóns, og kannski fleiri, sem ég man þó ekki. Því næst kom Tómas Snorrason, faðir þinn og kenndi hann mér næstu tvo vetur. Ég man og bý en að ýmsu sem hann sagði. Jd. Hverjir voru framá menn í Grindavík þegar þú varst að al- ast upp? Voru það ekki Garð- húsafeðgar? Jú. Einar Jónsson (Einar gamli) hafði verið útgerðarmaður og hreppstjóri en var hættur því, er ég man fyrst eftir mér. Einar yngri fetaði í fótspor föður síns, varð út- gerðarmaður og hreppstjóri um tíma, annars var Einar á Húsatóft- um hreppstjóri þegar ég fyrst man eftir. Einar í Garðhúsum var fyrst- ur til að hefja smásöluverslun í Grindavík, við hlið útgerðarinnar. Svo voru þarna miklir og góðir formenn, Dagbjartur á Velli, bróðir Einars, Gísli í Vík, Guðjón á Hliði, Tómas á Járngerðarstöð- um, Páll í Akurhúsum og fleiri kunna þeir að hafa verið þó að ég muni það ekki. Svo voru líka for- menn á annara útgerð, eins og t.d. Árni Björnsson á Grund, hann var með skip fyrir Einar í Garðhúsum og Magnús Jónsson (Mangi , ,frændi“) fyrir Gísla í Vík. Síðar fjölgaði mjög útgerðarmönnum og farmönnum ýmist með eigin skip eða fyrir aðra útgerðarmenn. En húsmœðurnar, hvað get- urðu sagt mér af þeim? í þá daga bar yfirleitt ekki mikið á húsmæðrunum, þó dálítið mis- jafnlega eftir aðstæðum og efhum. Þegar ég hugsa nú til þeirra finnst 182 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.