Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 21

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 21
Sveinn lætur eftir sig þrjú börn frá fyrra hjónabandi, sambýlis- konu og fósturbarn. Áki Gránz Q veinn hafði um skeið átt í stríði við skæðan sjúkleika, en hélt utan til hjartaðgerðar. Honum hafði samt ekki fallið verk úr hendi, og var fullur bjartsýni um skjótan bata. Viðbrögð Sveins við sjúkdómi sínum voru hin sömu og við flest- um þeim vandamálum er hann fékkst við um dagana. Hann skoðaði vandamálið, leitaði upp- lýsinga, krafðist svara og tók síð- an ákvörðun, sem hann fram- kvæmdi umsvifalaust og fylgdi síðan fast, þétt og ákveðið eftir. Sveinn hafði starfað hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli í tæp 35 ár, er hann iést. Hann komst skjótt til frama í slökkviliði Kefia- víkurflugvallar, og ungur að árum tók hann við starfi slökkviliðs- stjóra varnarliðsins. Hannvar eini einstaklingurinn í slíku starfi hjá flota Bandaríkjanna, sem ekki var bandarískur borgari. Með ein- stökum metnaði, stjórnsemi, kjarki, einbeitni og fylgni tókst- Sveini að gera slökkvilið Kefiavík- urflugvallar og rekstur þess slík- an, að almennt var viðurkennt af ábyrgum aðilum, að jafngildi fyndist ekki, hvorki innan Banda- ríkjanna, né á herstöðvum þeim er Bandaríkjamenn reka utan þeirra. Það væri löng saga, að rekja allar þær viðurkenningar og verðlaun er féllu í hlut slökkvi- liðsins í tíð Sveins Eiríkssonar. En verðugustu verðlaunin eru að sjálfsögðu fólgin í árangri þeim er slökkviliðið hefur náð við að bjarga verðmætum og forða slys- um. Siíkan árangur er erfitt að meta í tölum og fjölda mannslífa. En óumdeiit er, að verðmætin eru mikil og mannslífin mörg. Svo einstæðum árangri, sem þeim er Sveinn náði á starfsferli sínum, verður ekki náð án góðra, hæfra og trúrra starfskrafta. Enda var og er þar valinn maður í hverju starfi, og þótt á stundum væri greint á um aðferðir var hópurinn hans jafnan samstilltur og störf- uðu allir sem einn, ætíð er á reyndi. 1 starfi mínu átti ég oft samskipti við Svein. Það var alltaf ánægju- legt og hressandi að starfa með Sveini. Það fýlgdi honum ákveð- inn og þróttmikiil blær. Það þurfti engar vangaveltur um skoðanir hans á vandamálum líðandi stundar. Hann naut virðingar og trausts allra þeirra er áttu við hann samskipti, ísiendinga sem Bandaríkjamanna. Hann var samlöndum sínum oft til mikils álitsauka og starfi sínu til mikils sóma. Guðn/ Jónsson HVAR ER BEST AÐ BÚA? Í kosningaslag grípa frambjóðendur til ýmissa ráða til að auka fylgi sitt. Oft er þá byggt á hugsjónum eða fræðisetningum sem flokksstefnan er byggð á. Einnig er talnafræði notuð grimmt og er þá stundum örðugt að fóta sig á því hála svelli. Þegar ég leit yfir grein um fjármál, þar sem bæjarfélög landsins gera grein fyrir ýmsum þáttum er varða afkomu íbúanna datt mér í hug að Suðumesjamenn hefðu gaman af því að fá dálítinn samamburð. Þar má sjá að við álganingu útsvara notar Grindavík 10,4%, en það er sú % sem flest bæjarfélög nota. I Keflavík og Njarðvík er % talan 10.2. Seltjarnar- nesið er lægst með 9.6%. Fjórtán bæjarfélög em með 10.4% og er það hæsta álagningin. Fasteignaskattar em nánast þeir sömu í Suðumesjabæjunum og í neðri kanti miðað við Íandsmeðtaltal. Sama er að segja um önnur þjón- ustugjöld til bæjarfélaganna. En hvemig er innheimtuhlutfallið? Það skiptir miklu máli fýrir starfsemi bæjanna hvemig gjöldin skila sér í bæjarsjóðina. Árferði og aflabrögð hafa þar að jafnaði mikil áhrif þó kannske sé það ekki algild regla. Það er t.d. athyglisvert ef skoðað er inn- heimtuhlutfall 1985 að þá er aflasæld- arbærinn Ólafsvík lægstur með aðein 50.8% innheimtu og hafði fallið úr 79.3% á fyrra ári. Annar aflasældar- bær, Neskaupstaður, er með hæsta innheimtu, 95.1%. Á hæla hans kem- ur Eskifjörður með 93.1%, Akranes með 93.8% og Húsavík með 93.9%. Innheimta er fremur slök í Suður- nesjabæunum. í Grindavík 66.2%, fer aðeins batnandi, í Keflavík 75.4%, hefuraðeinshrakaðogíNjarð- vík 80.9%, en þar er munurinn hvað mestur frá ári til árs. í Reykjavík var innheimta 72%. Bæjarfélög þurfa mikið fé til framkvæmda og annarra rekstrargjalda og því áríðandi að álögð gjöld innheimtist reglulega. FAXA VANTAR! Svohljóðandi bréf barst til Faxa frá Háskólabókasafninu: Reykjavík 26.5. 1986 Þakka skjóta afgreiðslu á vöntunun- um í Faxa. Þar sem við gerum okkur litlar vonir um að geta útvegað okkur hér 7. tbl. 1984 af Faxa, sem er upp- selt, biðjum við ykkur að reyna að hafa uppi á einu eintaki af þessu tölu- blaði svo að Háskólabókasafn geti varðveitt Faxa heilan handa komandi kynslóðum. Með kveðju Sigbergur Friðriksson Ef einhver ætti þetta blað, en væri ekki að safna Faxa væri það vel þegið fyrir Háskólabókasafnið þar eð það er ekki lengur til á lager blaðsins. Við þetta má svo bæta að blaðinu er kunnugt um að allmargir fyrstu ár- gangar blaðsins voru nýlega seldir á 1000.- krónur árgangurinn. Einnig mun kunn fornbókaverslun í Reykja- vík hafa óskað eftir tilboði í heilt og gott eintak af Faxa frá byrjun. TIL FYRIRMYNDAR Það var gott fordæmi sem þeir sýndu, eigendur verslunarinnar Nonni og Bubbi í Keflavík, bræðurnir Jónas og Hannes Ragnarssynir, er þeir gáfu körfuknattleikdsdeild Í.B.K. kr. 50.000,- til styrktar starfsemi deild- arinar. Körfuknattleikspiltarnir hafa lagt hart að sér við þjálfun og þess vegna náð góðum árangri, sem tekið hefur verið eftir af bæjarbúum. Það er því verðug viðurkenning og hvati til áframhaldandi dáða, í drengi- legri íþrótt, þegar slíkur stuðningur er veittur. Þetta framlag bræðranna er athygli- verðara fyrir það, að sjálfir hafa þeir lítt haft tíma til íþróttaiðkana, sökum þess að þeir hafa orðið að leggja hart að sér við að vinna upp sín fyrirtæki. Kannske skilja þeir þess vegna beútr það álag og fórnir, sem ötulir íþrótta- iðkendur verða að leggja á sig til að ná árangri. Það færi vel á því, að fleiri færu að fordæmi bræðranna — minnugir þess að holl íþrótt og sá þroskagjafi, sem hún veitir er gulli betri. Hér er Jónas Ragnarsson til hœgri að afhenda Sigurði Valgeirssyni, gjaldkera ÍBK, ávísun uppá kr. 50.000,- sem er viðurkenning verslunarinnar Nonni & Bubbi fyrir gott íþróttastarf ÍBK. FAXI 185

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.