Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 23

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 23
brotsjór og annar fljótlega en þeg- ar þriðji kemur er báturinn kom- inn á þurrt. Báturinn var fullur af sjó, en við nánari athugun var hann óbrotinn, en þarna skall hurð nærri hælum. Við hvolfdum honum, svo sjórinn rynni burt. Síðan gengum við til bæjar sem var þarna ekki langt frá. Við höfð- um gengið skammt frá lendingu, þegar við mættum 2 mönnum. Þegar við höfðum heilsast, spurðu þeir um ferðir okkar, við svöruðum, og sögðum sem var og spurðum hvort hér væri sími, svo hægt væri að ná sambandi við Reykjavík. Þeir kváðu tímann óhentugan, því hér væri 3. flokks stöð, og hún væri ekki opnuð fyrr en kl. 4 e.h., en kl. hefur verið um 3 þegar við hittum heimamenn. Nú fór að sækja að okkur kuldi, enda gegnblautir, og stígvélafullir. Stýrimaður ákvað að við skyldum verða eftir, og reyna að vinda það mesta úr fötum okkar, og halda okkur hjá bátnum, þar til hann hafði lokið erindi sínu. Héldum við nú hvorir sína leið, við strák- arnir þangað sem báturinn var, og stýrimaður út í óvissuna í leit að símstöð, en við tókum að tína af okkur spjarimar, og undum úr þeim mesta sjóinn, sem við feng- um á okkur í lendingunni. Illa gekk okkur að halda á okkur hita, þó var frekar milt veður. Lengi fannst okkur tíminn að líða, og oft vorum við búnir að líta í þá átt, sem við áttum von á stýrimanni. Þegar lolcs hann birtist, og ekki einn, heldur var annar með hon- um, annar maðurinn sem við mættum er við gengum fyrst frá bátnum, og þessi maður kom fær- andi hendi. Hann kom með stóran hitabrúsa fullan af kaffi með rjóma útí og stóran pakka af smurðu brauði, hið mesta góð- meti. Ég þarf varla að lýsa þeim fögnuði sem greip okkur við þessa sendingu enda mátti segja að við værum hálfkróknaðir úr kulda. Ekki leið langur tími þar til allt var étið og drukkið, við þökkuð- um gefandanum og báðum fyrir þakklæti heim. Það mun hafa ver- ið um fjögur þegar við lentum, en nú var skammt til flóðs, og sýnd- ist brimlaust, eða svo til. Var nú ekki eftir neinu að bíða, með ferðalagið og bátnum hrund- ið á flot. Stýrimaðurinn bað okk- ur að bíða, en við neituðum, og sögðum best að halda áfram, þar til, ,Geir Goða“ væri náð, og þeim dómi varð stýrimaður að hlýða. Ekki leið langur tími þar til við renndum að síðunni á , ,Geir Goða“, þá skaut maður sér fljót- lega í lúkarinn og hafði fataskipti. Stýrimaður flutti þau góðu tíðindi að verslun , .O. Ellingsen“ myndi koma tannhjólunum á Steindórs áætlunarbilinn til Eyrarbakka og myndi bíllinn væntanlegur þang- að, kl. 8—9 um kvöldið. Þá var ekki eftir neinu að bíða, og sett á fulla ferð, og stefnan sett austur með Hafnarnesi í áttina til Eyrarbakka. Þá er þagnað kom var um flóð, og ládauður sjór og enn var léttbáturinn settur á flot og róið í land. Nú fór skipstjórinn sjálfur í land, hann hafði róið Ertu til ú á leið tiandaí ? Útvegsbankinn hefur að baki áratuga reynslu í gjaldeyrismálum og býður upp á 5 gerðir af ferðatékkum. Auk þess tékka í öllum gjaldmiðlum. Allt afgreitt á meðan þér bíðið, - að sjálfsögðd Útvegsbankinn býður eftirtalda gjaldmiðla í ferðatékkum: bandaríkjadali sterlingspund V-þýsk mörk peseta hollenskar flórínur (nýtt) Aðrir gjaldmiðlar afgreiddir í tékkum. ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA Hafnargötu 60 - Keflavík - Sími 1199 FAXI 187

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.