Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 25

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 25
„Hvað myndu menn segja ef hátíðahöld Sjómannadagsins féllu niður?“ Jón Olsen er formaður Sjómannadagsráðs. Hann er einnig for- maður Vélstjórafélags Suðumesja. Jón hefur um áraraðir gegnt forystu fyrir sjómenn á sviði kjaramála. Hann hefur þótt harður í horn að taka, fylginn sér en mildur og hlýr þegar það á við. Störf i Sjómannadagsráði hafa tekið drjúgan hluta tíma hans síðast- liðin 6 ár. Faxi átti tal af Jóni og fer samtalið hér á eftir: Er undirbúningur fyrir siómannadaginn vandasamt starf? „Líklega má segja það. Við er- um þrír sem erum í ráðinu. Ásamt mér eru þeir Karl Sigurbergsson frá Skipstjórafélaginu og Gunnar Guðnason frá verkalýðsfélaginu. Það kann margur að halda að þetta sé lítið umleikis, en löngu fyrir sjómannadaginn komum við ætíð saman til að skipuleggja og ráða ráðum okkar. Það eru rúm- lega 33 atriði, sem þarf að huga að, ef allt á að ganga upp.“ Hvernig gengur að fá menn til starfa? „Það hefur nú oft verið höfuð- verkur hjá okkur. Störfin hafa í æ ríkari mæii lent á örfáum einstak- lingum. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðsstörf. Það virðist sem þjóðfélagsbreytingar hafi orðið til þess að færri en áður sinni slíku. Oft hefur mér runnið tii rifja hve fáir sjómenn gefa sér tíma til að gera daginn sem rismestan .“ Hefur þetta verið hraðfara breyting? , ,Um það vil ég ekki dæma, en þessi ár sem ég heft verið í ráðinu hefur sífeilt haliað undan fæti í þessum efnum. Hér áður fyrr, þegar Keflavík var sjávarútvegs- bær sem reis undir nafni voru menn boðnir og búnir til verka. Nú hefur tilfinningin fyrir þessu dofnað. Ég vii að það komi þó fram að þeir sem sinna kalli vinna afar gott verk.“ Áttu cinhverjar skýringar á þessu? „Skýringarnar eru margar að sjálfsögðu. Það er mjög eðlilegt að sjómenn, sem hafa verið lengi burtu frá ijölskyldu sinni, telji nær að sinna henni en eyða tíman- um í vanþakklát félagsstörf. Svo má líka ætla að við hinir höfum ekki verið nógu duglegir við að laða unga og hressa menn að þessu.“ Blaðamanni er kunnugt að þrátt fyrir vonbrigði Jóns hefur hann tröllatrú á sjómönnum. Lífsstarf hans hefur markast af þeirri hugsjón að vinna sjó- mannastéttinni ailt sem honum er unnt. Hann er afar nákvæm- ur og hafa samstarfsmenn haft á orði að honum sé ekki rótt fyrr en allt hefur verið skipulagt fram í ystu æsar. Á sjómanna- degi þarf að skipuleggja dag- skrá, gæslu kappróðrarbáta, færslu þeirra úr og í hús, huga að viðhaldi þeirra, komast að samkomulagi um það hvern skuli heiðra, útvega og gæta verðlaunagripa o.fl. o.fl. Sjó- mannadagurinn hér á sér langa sögu. Ekki hafði verið hirt um skrásetningu hinna ýmsu at- burða og verkefna er Sjómanna- dagsráð hafði annast. Jón mun hafa eytt ómældum tíma til að skrá þessa hluti og koma í skipulegt horf. Þvx spyr ég Jón: Var það erfitt að ná saman vitneskju um liðna tíð? „Það var býsna snúið. Menn hirtu lítið um þessa hluti hér áður fyrr. Töldu líðandi stund geymast mönnum í fersku minni. Erfiðast var að ná því saman hverjir hafa verið heiðraðir á sjómannadag- inn. Ég tel mig vera búinn að ná því að mestu. Jafnframt var það heilmikið bras að skrá verðlauna- veitingar fyrir kappróðurinn. stakkasundið o.fl. En þetta hefur tekist að mestu og nú hefi ég skil- að þessum gögnum á skrifstofu verkalýðsfélagsins / ‘ En hvernig hefur samstarfið verið í sjóma nnadagsráði ? „Það hefur verið býsna gott. Þeir Karl Sigurbergs og Gunnar Guðnason eru reyndar sóma- menn, sem hafa lagt sig fram á all- an hátt. Ég veit að stundum rýk ég upp og er þá skömmóttur, en það rýkur úr mér jafnfljótt. Ég vona bara — reyndar veit ég að þeir hafa í gegnum tíðina ekki látið það á sig fá. Jú, samstarfið hefur verið gott og ánægjulegt.“ Hver er framtíð sjómanna- dagsins? Hátíðahöld sjómannadagsins mega ekki leggjast af. Þau eru snar þáttur í bæjarlífmu, menn- ingarleg hefð. Þau mega ekki leggjast af. Hvað segðu sjómenn eða aðrir bæjarbúar ef hátíða- höldin féllu niður? Þá er ég hræddur um að heyrast myndi hljóð úr horni. Nú þurfum við að fá nýtt blóð í sjómannadagsráð, nú þegar ég læt af störfum. Ný kynslóð með ný viðhorf verður að gæta þess að láta merkið ekki falla. Eitthvað að lokum? „Þakkir til samstarfsmanna og þá einkum sjómanna. Þá færi ég Björgunarsveitinni Stakki sér- stakar þakkir fyrir mikilsvert framlag í þágu dagsins mörg und- anfarin ár.“ K.S. Atvinna Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum aug- lýsir laust til umsóknar starf viö atvinnuleit og vinnumiölun fyrirfatlaöa á Suöurnesjum. Um er aö rœöa V2 starf frá 15. júlí til 31. desember meö hugsanlegri framhaldsráöningu. Starfssviö er auk beinnar milligöngu viö ráön- ingu öryrkja á almennan vinnumarkaö, m.a. þaö aö gera sér grein fyrir þeim úrrœöum öör- um sem til þurfa aö koma í atvinnumálum þessa hóps á Suöurnesjum. Leitaö er eftir manni meö félagslega menntun og/eða reynslu, svo og þekkingu á atvinnulífi á Suöur- nesjum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Sambands sveitarfé- laga á Suöurnesjum, Vesturbraut 10,230 Kefla- vík, eigi síðar en 1. júlí 1986. Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum Svœðisstjórn Reykjanessvœðis málefna fatlaðra FAXI 189

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.