Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 31

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 31
Bæði kyn kepptu í báðum grein- unum, en Keflavík sendi aðeins lið í borðtennis. Keppenur voru eftirfarandi: Agnes Ósk Ómarsdóttir, Mar- grét Þórarinsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, María Fisher, Ásdís Hlöðversdóttir, Páll Skaftason, Atli Geir Jónsson, Ögmundur Máni Ögmundsson, Jón Már Björnsson, Magnús Björgvin Jó- hannesson. Þjálfarar og fararstjórar frá borð- tennisdeild UMFK voru þeir Bjarni Kristjánsson og Karl Hólm Karlsson. Fulltrúi Keflavíkurbæj- ar var Helgi Hólm. Að þessu sinni báru Svíar sigur úr býtum, en Keflvíkingar deildu 4 — 5 sæti með Norðmönnum. Að öllum öðrum bæjum ólöstuðum, þá buðu Keravabúar upp á bestu aðstöðuna fyrir keppendur. Það þurfi að vísu að fara til næsta hér- aðs, Túusula, en þar eiga sveitafé- lögin í Finnlandi glæsilega ráð- stefnumiðstöð. Fór að sjálfsögðu ákaflega vel um okkur og matur- inn — maður minn. 6. mótið: 1983 í Trollháttan Keppnisgreinar: Knattspyrna og hjólreiðar. Stúlkurnar kepptu í knatt- spyrnu og piltarnir í hjólreiðum. Að þessu sinni voru aðeins keppendur frá Keflavík í knatt- spyrnu, eða: Guðlaug Sveinsdóttir, Bylgja Sverrisdóttir, Björg Hafsteins- dóttir, Guðrún Einarsdóttir, Guð- björg Jónsdóttir, Anna Gunnars- dóttir, Nína Friðriksdóttir, Mar- grét Sturlaugsdóttir, Ragnheiður Árnadóttir, Ásta Rut Sigurðardóttir og María Jónsdóttir. Þjálfari var Viðar Oddgeirsson en fararstjóri Helgi Hólm. Stúlkurnar áttu góða spretti í knattspyrnunni, en Svíarnir voru með skæðasta liðið og sigruðu. Stúlkurnar gerðu sér sfðan lítið fyrir og fóru í hjólreiðakeppnina með strákunum við góðan orðstír. Þessa dagana var verið að halda hátíðlega svokallaða daga foss- anna. Var margt um manninn í bænum og margt til skemmtunar. Okkur var síðan boðið í skemmti- ferð til Gautaborgar, þar sem m.a. hið fræga tívolí — Liseberg — var heimsótt. í þessari för sönnuðu piltarnir, að Keflavík er með sönnu knatt- spyrnubær. Þeir sigruðu öll liðin nema það danska og lentu í öðru sæti. Þóttu strákarnir sýna mjög góða knattspyrnu. Aðstæður í Hjörring voru allar hinar bestu og til eftirbreytni. 8. mótið: 1985 í Kristiansand Keppnisgreinar: Frjálsar íþróttir pilta og hestaíþróttir stúlkna. Keppendur voru eftirtaldir: Jón Hilmarsson, Sigurður Ingvarsson, Lárus Gunnarsson, Agnar Magnússon, Sverrir Ás- mundsson, Veigar Margeirsson, Guðni Gunnarsson, Gunnar Schram, Hafdís Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Anna Gunnarsdóttir og Unnur Sigurð- ardóttir. Þjálfari var Helgi Eiríksson og fararstjóri var Helgi Hólm. Keppendur frá Keflavík stóðu sig mjög vel. Þeir náðu bestum árangri í nokkrum greinum og settu nokkur Keflavíkurmet. Þeir urðu síðan í þriðja sæti í keppn- inni Þó ekki væru keppendur frá okkur í hestamennskunni, þá fylgdumst við af áhuga með þeirri keppni, enda var hún mjög skemmtileg. Eins og áður segir, þá er næsta nágrenni bæjarins mjög fagurt og var einn daginn boðið upp á ferð með lest upp til fjalla. Annan dag- inn var farið í strandferð, þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur úti í guðs grænni náttúrunni. 9. mótið: 1986 í Keflavík Keppnisgrein: Körfuknattleik- ur. Og þá er aftur komið að Keflavík að halda mótið. Dagskráin verð- ur fjölbreytt að vanda og verður hér getið þess helsta.: Þriðjudagur 24.6. Gestirnir koma til Keflavíkur. Æfingar um kvöldið. Miðvikudagur 25.6. Heimsókn í HS og ökuferð um Reykjanes. Fimmtudagur 26.6. Körfirbolta- keppnin hefst kl. 14.00. Fyrsti hluti. Föstudagur 27.6. Körfubolta- keppnin heldur áfram. Verð- launaafhending kl. 18.00. Laugardagur 28.6. Ferðalag. M.a. til Gullfoss og Geysis. Sunnudagur 29.6. Heimför. 1985. Lárus vippar sér léttilega yfir 1,80 cm. Keppendur t Kristiansand 1985. Aftasta röð frá v. Jón, Guðni, Sigurður, Jens, Gunnar, Helgi þjálfari og Lárus. Miðröð, Agnar, Svcrrir og Veigar. Fremsta röð frá v. Unnur, Anna, Hafdís og Sigurborg. Þau settu öll Keflavíkurmet 1985, Hafdís, Lárus, Guðni og Anna. 7. mótið: 1984 í Hjörring Keppnisgreinar: Knattspyrna pilta, badminton stúlkna. Eftirtaldir þátttakendur fóru frá Keflavík. Þorkell H. Þorkelsson, Rúnar Kárason, Kjartan Einarsson, Al- bert Ólafsson, Jón Björgvin Bjömsson, Garðar Jónasson, Kristinn Guðbrandsson, Einar Einarsson, Helgi Kárason, Árni Vilhjálmsson, Ingvar Georgsson og Eðvald Heimisson. Þjálfarar og fararstjórar voru: Ragnar Marinósson, Steinar Jó- hannsson og Einar Björnsson. FAXI 195

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.