Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 38

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 38
TVítug GrindavíkurstuLka FRAMHALD AF BLS. 183 inga fyrir norðan — en mikið var látið af þeim uppgripum. Ég fór þá um borð í strandferða- skipið Flóru ásamt á annað hundrað manns. Flest ætlaði það á síldarvertíð fyrir norðan. Farið var vestur fyrir Reykjanes og síð- an austur með ströndinni. Rétt austan við Vestmannaeyjar vor- um við stöðvuð af ensku herskipi. Skipstjórinn á Flóru andmælti þessari ferðaíhlutun og var lengi þrefað um hvað gera skyldi. End- irinn varð sá að hermenn voru settir um borð til okkar og áhöfn- inni skipað að sigla til Englands. Fyrst var komið til Lerwick á Shetlandseyjum. Þar vorum við í fulla viku á ytri höfninni. Alltaf var verið að bagsa við að koma okkur heim en ekkert gekk. Síðan var Flóra látin fara inn til Lith hafnarborgar Edinborgar. Þar vorum við inni í , ,dokk“. Fenguð þið ekki að fara þar i land? Það gat ekki heitið. Við máttum fara skipslengdina — þess var gætt af varðmönnum. Aftur á móti kom oft margt fólk niður á bryggju á kvöldin eftir vinnu. Þetta var alls konar fólk og var þá sitthvað gert til gamans. En land- göngu fékk enginn nema skip- stjórinn og hann Guðmundur heitinn Bjömsson landlæknir, sem var með í ferðinni. Hver he/dur þú að hafi verið ástœðan fyrir því að þið voruð látin fara til Bretlands? Við nösuðum það upp seinna að skipið hafi verið með lýsisfarm, sem átti að fara til Noregs. En heimsstyrjöldin var þá í algleym- ingi og Bretar óttuðust að lýsinu ætti að smygla til erki óvinarins Þjóðverja og það mátti ekki ger- ast. Hvernig lyktaði svoþessari her- töku? Þegar hér var komið ævintýri kom nýi Goðafoss Eimskipafé- lagsins frá Kaupmannahöfn og mér var sagt að skipstjórinn Jún- íus hafi tekið það upp á sitt ein- dæmi að taka okkur þar um borð — á annað hundrað manns. Það var nú djarft teflt því að ekki vom til lífbátar handa öllu þessu fólki, ef á hefði þurft að halda. En við fengum yndislegt veður og sjórinn var eins og heiðartjöm alla leið. Urðuð þið ekki vör við þýska kafbáta eða önnur herskip á leið- inni heim? Nei, sem betur fer. Við kom- umst klakklaust til Seyðisfjarðar eftir um mánaðar útivist. Þar var tekið á móti okkur með, ,pomp og prakt“, með ræðuhöldum, söng og ýmsum fagnaðarlátum. Við þóttum heimt úr helju. Fólkið heima var búið að vera dauðhrætt um afdrif okkar. Goðafoss losaði eitthvað af vömm á Austfjarða- höfnum, en hélt svo til Akureyrar. Þar hófst mikið , .húllum hæ“, sannkölluð fagnaðarhátíð. Það var nokkuð margt Akureyringa og Eyfirðinga í hertökunni og glitti því í mörg gleðitár á þeirri gleði- stund við endurfundi. Nú, en að því loknu, hvað tók þá við hjá þér? Ég komst eins og fyrirhugað var í síldarbæina Hjalteyri og Siglu- fjörð, en þar var ekkert fjör. Ekk- ert að gera, sfldarleysi enda langt liðið á sumar. Þetta var sumarið 1916, þegar heimsstyrjöldin stóð sem hœst og œvintýraferðin til Englands á enda. Þá ert þú tvftug? Já, ég varð tvítug um borð í Flóru er við vomm í Lith. Var haldið upp á það? Nei, nei, ég lét engan vita af því. Ég átti þá sléttar tvær krónur í buddunni, sem ekki hefðu hrokk- ið langt til veisluhalda fyrir allan þennan hóp. Hvað tók svo við hjá þér þegar þú komst suður um haustið — gastu farið í Kvennaskólann eins og þú hafðir œtlað? Nei, að sjálfsögðu ekki. Ævin- týri og aflabrestur gáfu ekki farar- heill í þá menntastofnun og ekki var þá heldur til Lánasjóður námsmanna til að vísa auralitlu æskufólki inn á menntabrautina. Næsta vetur var ég vertíðarstúlka í Grindavík, en um vorið vorum við Ráðhildur Guðjónsdóttir, frænka mín og fermingarsystir ráðnar í kaupavinnu upp í Borgaríjörð. Þegar ég kom svo um haustið úr Borgarfirðinum fór ég til Garðars Gíslasonar heildsala. Þar var ég næstu þrjú árin næstum samfellt. Þar var yndislegt að starfa. Upp tír því ferð þú að búa hér í Reykjavík. Giftist Thorvald Gregersen, norskum manni. Hvað starfaði hann? Hann var járnsmiður og sjómað- ur. Hann gerði næstum allt sem hægt var að fá að starfa, en krepp- an svarf að og atvinnuleysi var mikið. Þar kom að menn sem vom með útlent rfldsfang fengu ekkert að gera — var nánast vísað úr landi. Þá höfðum við eignast 4 drengi, Brynjólf 6 ára, Magnús 5 ára, Ragnar 4 ára og yngstur var Helgi 2 ára. Atvinnuástand var víst lítið betra í Noregi, og ekkert ömggt framundan hjá Thorvald þegar þangað kæmi. Ég stóð því frammi fyrir erfiðri ákvörðunar- töku þegar mér voru gerðir tveir kostir — að taka mig upp með drengina mína 4 og fylgja Thor- vald út í óvissuna í Noregi, eða verða eftir og taka áhættuna á því hvernig mér tækist að framfleyta okkur hér og gera drengina að nýtum mönnum. Og það hefur þér vissulega tek- ist. Búa þeir allir hér íReykjavík? Magnús býr í Borgarnesi — hinir búa hér í borginni og allir hafa þeir komið sér vel áfram. Ég á nú 20 barnabörn og milli 30 og 40 bamabarnaböm. Afkomendurnir sem em að verða 60 hafa nú dreifst vítt um landið. Um leið og Faxi þakkar þessa forvitnilegu frásögn, óskar hann Marínu allra heilla með 90 ára af- mælið, sem er á næstunni og ham- ingjuríkrar uppskem af ævistarf- inu sem móðir og ættmóðir mikils afkomendahóps. Tónlistarskóla Grindavíkur varslitið 15. maí. A síðasta starfsári stunduðu 68 nemendur þar ndm. 9 nemendur gengust undir stigapróf. Hœsta stig (V. stig) tók Inga Runólfsdóttir (kornett). Kennarar við skólann voru þau Jón Hjaltason, skólastjóri, Stephen Peace og Svanhvft Hallgrímsdóttir. Starfsárinu lauk með prófum og tónleikum. Það helsta á döfinni f tónlistarmdlum Grindvfkinga, er að stofna blandaðan kór í haust og hefja kennslu í ein- söng. Iiefur Kristinn Sigmundsson verið ráðinn kennari og kórstjóri og Kári Gestsson verður píanókennari við skólann og undirleikari kórsins. Myndin er af lúðrasveit tónlistarskólans. Ljósm.: Ólafur Rúnar 202 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.