Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 3

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 3
ALBERT ALBERTSSON Nýting háhitasvæðanm á Reykjanesi Téngsl Hitaveitu Suðurnesja við atvinnulííið Fundarstjóri, góðir fundarmenn. Bestu þakkir færi ég þeim, er staðið hafa að þessari atvinnumálaráð- stefnu. Ég á þá heitu ósk að ráðstefn- an verði gagnleg og veki upp almenna umræðu um atvinnumál á Suðumesj- um, því að á Suðumesjum er mikill ónýttur auður og taka má undir með Hannesi Hafstein. Hér er nóg um björg og brauð berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð, ef menn kynnu að not’ann. Inngangur Helstu auðlindir Islands em orka, gróðurlendi landsins, fiskistofnar í hafinu umhverfis landið og fólkið í landinu, menntun þess og þekking. Nýting innlendrar orku er innan við tíunda hluta þess, sem hagkvæmt er talið að nýta og það er nokkuð ljóst að aðalaukningin í verðmætasköpun þjóðarinnar á næstu áratugum byggist á frekari nýtingu innlendra orkugjafa. Innlendar orkulindir em vatnsorka og jarðhiti. Tkknilega vinnanlegur jarðvarmi á íslandi er talinn 3500xl018 Joule þ.e. u.þ.b. 1 milljón T\vh af vergri varmaorku, sem er jafn- mikil orka og í 80 milljörðum tonna af olíu, en það er nálægt sannreyndum vinnanlegum olíuforða heimsins. Ekki er enn vitað hve mikið af þessum varma muni reynast hagkvæmt að vinna. I háhitasvæðum er orkan talin vera u.þ.b. lOOxlO18 Joule, (27.800 TVvh) í heild og sýnir mynd 1. hvemig þessi orka er talin skiptast á milli svæða. Á árinu 1980 nam vinnsla á vergri varmaorku úr jarðhita 23 Pj þ.e.a.s. 6,4 TWh. 'Iklið er að tæknilega nýtanlegt vatnsafl íslands sé 64 TWh/a (230 Pj /a) og að þar af sé hagkvæmt að nýta 45 T\vh/a (162 Pj/a). Buist er við aðum30T\vh/aafþessum45(eða 108 Pj /a af 162) sé, ,ódýr“ raforka, er nýta mætti í orkufiekum iðnaði. Úr tæknilega nýtanlegu vatnsafli má fá 7300 Mw úr tæknilega nýtanlegum jarðvarma 3500 Mw. Heildamotkun íslendinga á orku ár- ið 1985 var 1.985.000 tonn að olíugildi og skiptist notkunin sem hér segir. tonn olíuigíldi Pj % Vatnsorka 860.000 38 43 Jarðhiti 550.000 24 28 Olía 510.000 22 26 Kol 65.000 3 3 1.985.000 87 100 Heildarorkuframleiðsla í Svartsengi var á árinu 1985 453,54 Gwh í heitu vatni eða 6.104.897 tonn og um 41 Gwh í rafmagni þar af röskar 10 Gwh til eigin nota. Framleiðsla varma og raforku var því um 495 Gwh og 2,05% af heildar- orkunotkun. Á árinu 1985 vom ffamleiddar 3837 Gwh af raforku í landinu þar af gaf jarðhitinn 171 Gwh eða4,5%. Afþess- um 171 Gwh raforku sem jarðhitinn færði landsmönnum framleiddi Svartsengi um 41 Gwh eða 24%. Að lokum skal þess getið til fróðleiks að jarðhiti sá fyrir 83% af húshitunar- þörfinni í landinu og lætur nærri að 79% landsmanna hiti nú hús sín með jarðvarma. Nýtingarmöguleikar háhita Nýtingarmöguleikar háhitasvæða em margir. Háhitasvæðin ber fyrst að nýta til hitaveitna síðan til iðnaðar og síðast til raforkuvinnslu eingöngu. Helsti kostur jarðhita ffam yfir olíu og vatnsorku er að þegar orkan er nýtt sem varmi er vinnslukostnaður jarð- hitans 5-10 sinnum minni en kostn- aður við að nota olíu eða raforku. Til gufuframleiðslu í iðnaði er verð jarð- hita nálægt því að vera tíundi hluti af verði olfu eða rafmagns. Jarðgufu er hægt að vinna allt að 200°C heita, en meginvarmanotkun iðnríkja er innan þess hitastigs eins og fram kemur á mynd 2a og b. Suða, þurrkun, eim- ing og kæling em varmaffekustu notkunarsviðin í iðnaði, en húshitun gnæfir yfir, sem stærsti varmanotand- inn. Iðnaðamot falla því vel að þeim hitastigum og varma, sem háhita- svæði landsins geta gefið af sér. Nýt- ingarvandamál jarðgufu em einnig hverfandi, þar sem oftast er unnt að nota tæki og framleiðsluferla óbreytta þegar farið er frá ketilgufu yfir í jarð- gufu. Það er augljóst, að heppilegasta nýting háhita er í iðnaði með sam- vinnslu raforku. Til þess að notkun gufu í iðnaði geti orðið útbreidd þarf að setja upp gufuveitu og skapa að- + t MYND 1 FAXI 247

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.