Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 7

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 7
þekja u.þ.b. 4 km2 í Svartsengi en nokkur þúsund fermetra í Eldvörp- um. Efnaffæði jarðhitavökvans á báðum svæðunum er mjög vel þekkt og er vökvinn að % hlutum sjór. Ýtarlegar viðnámsmælingar hafa verið gerðar á svæðunum og benda niðurstöður þeirra til þess að líta megi á Svartsengi og Eldvörp sem eitt jarðhitasvæði, en tvö vinnslusvæði. Samfelld lágviðná- mslægð er á milli svæðanna (minna en 5 ohmm á 600 m dýpi) Myxtd 4. Sé fylgt 150°C jafhhitalínu á 600 m dýpi (640 undir yfirborði) þá metast Svartsengi og Eldvörp eitt jarðhita- svæði 11 km2 að stærð. Staða rannsókna í Svartsengi og Eldvörpum Mynd 9. í Svartsengi er risin virkj- un og beinast rannsóknir því að rekstri svæðisins. Fylgst er með hita- stigi, þrýstingi og vatnsborði í svæð- inu. Einnig fara nú fram tilraunir með dælingu affallsvatns niður í jarðhita- geyminn. 1 Eldvörpum eru rannsókn- arboranir hafnar og hefur ein rann- sóknar- og vinnsluhola verið boruð. Eldvörp er í síðari hluta forathugunar. í Svartsengi hafa verið boraðar 12 jarðhitaholur, þar af eru tvær bilaðar og ein hola HSH 12 boruð gagngert sem niðurdælingarhola og er þetta fyrsta hola sinnar tegundar á íslandi. í Eldvörpum hefur verið boruð ein hola, 1265 m djúp og mældist hiti í henni um 260°C. Hitastig í Svarts- engisholum er um 240°C. Jarðhitasvæðin í Svartsengi og Eld- vörpum eru einkar vel fallin til iðnað- ar og hitaveitu. Reykjanes Háhitasvæðið á Reykjanesi er í Gull- bringusýslu, Hafnahreppi og Grinda- víkurbæ og liggur í 10-40 m hæð. Samgönguleiðir eru greiðar og eru um 18 km til Keflavíkur svo og Eldvarpa. Svæðið er mjög vel fallið til borana og vinnslu og er allvel þekkt. Landið er í eigu ríkis og sveitarfélaga. Eldvirkni hefur verið lítil á söguleg- um tíma. Skjálftar eru tíðir en vægir. Jarðhitavökvi er saltur og hitastig um 290°C. Jarðhiti er virkjaður á yfir- borði á nálægt 0,5 km2 svæði, en sé köld ummyndun talin með er svæðið 2 km2. Staða rannsókna á Reykjanesi Rannsóknir á Reykjanesi eru á loka- stigi forhönnunar. Efhafræði svæðis- ins er vel þekkt. Ýtarlegar viðnáms- mælingar hafa verið framkvæmdar, þar sem m.a. kom fram ,,nýtt“ jarð- bitasvæði í Sandvík. Innrauð hita- geislun frá svæðinu hefur verið mæld en úrvinnsla mælinga skammt á veg komin. A Reykjanesi hafa verið boraðar 9 holur og er sú dýpsta 1754 m. Há- markshiti er liðlega 290°C. Hola 9, sem boruð var 1983 er ein af afkasta- og aflmestu holum veraldar. Virkjanafýsileiki Við val á háhitasvæðum til rann- sókna og virkjana koma til mörg sjón- armið og er vægi þeirra misjafnt. Hér skulu talin nokkur atriði: 1. Lega svæðis með tilliti til markað- ar, nálægðar við þéttbýli, hafnir, vegakerfi, flugvelli, raforkulínur o.s.frv. 2. Vinnslugeta og vinnslueiginleikar virkjunarstaðar. 3. Fyrirliggjandiþekkingásvæðinu. 4. Orka svæðanna. 5. Umhverfissjónarmið. 6. Gosvirkni á virkjanastað. 7. Jarðskjálftahætta. 8. Eignaréttarmál. 9. Reynsla og þekking virkjunarað- ila á rannsókn og rekstri jarðhita- svæða svo og reynsla og staðgóð þekking á hönnun og rekstri virkj- anabúnaðar. Séu jarðhitasvæðin á Reykjanesi þ.e.a.s. Krísuvíkur-, Svartsengis- og Reykjanessvæðin metin með ofan- nefnd sjónarmið í huga þá er ljóst að þau fá hæstu einkunn í öllum atrið- um. Þessi svæði og Hengilssvæðið eru þau svæði sem fyrst ber að virkja af háhitasvæðum landsins og það er skoðun mín að það sé unnt og að það beri að virkja jarðhitasvæði Suður- nesja til iðnaðar að hluta eða öllu leyti á næstu 10 árum. rrqjHD-BM-9000-vs LLbJ 82.02.04I6AÁ AÆTLUN UM RANNSOKNIR HAHITASVÆÐA 1 FYRSTA LEIT AO VIRKJUNARSTAO 2 SKÝRSLA UM LEIT ♦ ÁKVÓRÐUN UM RANNSÓKN 3 YFIRBORDSR ANNSOK NIR 4 SKÝRSLA UM YF IRBORÐSRANNSOKN ♦ ÁKVÖRÐUN UM RANNSOKNARBORANIR 5 RANNSÓKNARBORANIR 6 RANNSÓKN VIRKJUNARSTAÐAR 7 FYRSTU VIÐBRÖGO GEYMIS 8 SKÝRSLA UM FORATHUGANIR 9 DRÖG AO NÝTINGARÁÆTLUN ♦ ÁKVÖRÐUN UM FORHONNUN 10 REYNSLUBORANIR 11 RANNSÓKNIR VIRKJUNARSTAÐAR 12 VIÐBRÖGÐ JARÐHITAGEYMIS 13 FYRSTA MAT Á VINNSLUEIGINLEIKUM 14 FYRSTA MAT Á HAGKVÆMNI 15 FORÁÆTLUN ♦ ÁKVÖRÐUN UM VERKHONNUN VINNSLUBORANIR VINNSLUPROFANIR RANNSÖKN VIRKJUNARSTAOAR VIÐBRÖGÐ JARÐHITAGEYMIS HÖNNUNARÁ/ETLUN HAGKÖNNUN. ♦ ÁKVÖRÐUN UM VIRKJUN GERÐ ÚTBOÐSGAGNA VINNSLUBORANIR VINNSLUPRÓFANIR RANNSÓKNIR VIRKJUNARSTAÐAR VIÐBRÖGÐ JARÐHITAGEYMIS VIRK JUNARFRAMKVÆMDIR ORKUVINNSLA Rannsóknarkostnaður jarðhitasvæða í áætlunum Orkustofhunar er gert ráð fyrir að kostnaður við forathugun og forhönnun Eldvarpa í árslok 1983 sé 14ársverkog 128 000 000 kr. þar aferborkostnaður(88%) 112 600 000 kr. og annar kostnaður 15 400 000 kr. Sambærilegur kostnaður fyrir JVölladyngju er 22 ársverk og 132 000 000 kr. þar af er borkostn- aður 116 200 000 kr. og annar rann- sóknarkostnaður 15 800 000 kr. Fyrir Sveifluháls er rannsóknar- kostnaður22ársverkog 129 200 000 kr. þar af er borkostnaður 113 700 00 kr. og annar rann- sóknarkostnaður 15 500 000 kr. Orkustofnunar í árslok 1983 í Svarts- engi 24 600 000 kr. sem er milli 2 og 3% af stofnkostnaði Svartsengis. Rannsóknarkostnaðurinn í Svarts- engi er fyrir alla þijá rannsóknarþætt- ina, forathugun, forhönnun og verk- hönnun. Af ofannefndum kostnaðar- tölum má augljóst vera hversu feikna fjárhagsávinningur það er, þegar rannsóknarholur nýtast að fullu sem vinnsluholur eins og gerðist í Svarts- engi. FRAMHALD Á BLS. 264. MYND 3 ÁFANGASKIPTING OG RANNSÓKNARÞÆTTIR í VIRKJ- UNARUNÐIRBÚNINGI Á HÁHITASVÆÐUM. GRINDAVÍK UTSVÖR AÐSTÖÐUGJÖLD Níundi gjalddagi útsvara og aöstööugjalda var L nóvember s.l. Drdttarvextir eru 2,25% pr. mdnuö. Kaupgreiöendur eru sérstak- lega minntir d 30. gr. laga um sjdlfsdbyrgö d gjöldum starfsmanna sinna. Innheimta Grindavíkurbœjar FAXl 251

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.