Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 9

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 9
Matthías Hallmannsson Fj ár rekstur frá Reykjavík til Suðumesja Það mun hafa verið seint í sept- ember 1925 sem Jóhannes á Gaukstöðum kom að máli við mig, og sagði sig vantaði mann til að fara til Reykjavíkur og sækja þangað nokkrar skjátur fyrir sig, sem hann hafði veri að kaupa. Eg gaf lítið út á þessa bón, en sagðist varla reka rollurnar einn, svo þyrfti ég að eiga gistingu vísa, því ekki svæfi ég á götunni. Jóhannes snéri sér þá til pabba og mömmu, og þau sögðust ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að ég færi. Gisting sagði Jóhannes að væri vís hjá tengdaforeldrum sínum Kristínu og Þorsteini á Framnesvegi. Þau hjón áttu heima á Meiastöðum í Garði, en íluttu til Reykjavíkur, nokkrum árum áður en þetta gerðist. Ég þekkti þetta fólk vel, og þess vegna hefði verið í lagi að vísa mér á gistingu þar. En vegna þess að ég var sérstaklega feim- inn, var ég ákveðinn í því að leita ekki gistingar þar, en reyna ein- hverja aðra leið. Ég féklc far með bíl frá Sigurgeiri Ólafssyni frá Nýjabæ, sem var einn af fyrstu mönnum á Suður- nesjum, sem stundaði bæði fólks og vöruflutninga, um eitt skeið átti hann 4 bíla. Ég man það vel að þegar ég kom niður í miðbæ var komið myrkur. Ég vék mér að manni þar og spurði hann hvað tímanum leið. Hann tók þá upp vasaúr og sagði, klukkan er tíu. "ViÖ kjósum veröld án vímii,, Við tókum tal saman og þá kom það upp úr kafmu að hann var austan úr Holtum í Rangárþingi, nafni hans er ég búinn að gleyma, en hitt man ég að maðurinn var ölvaður. Hann spurði mig hvort ég ætti vísan samastað í nótt, ég kvað nei við því, eins og áður sagði þorði ég ekki vestur á Framnes- veg, þó ég ætti vísa gistingu þar, hjá Meiðastaðafólkinu. Við, austanmaðurinn og ég, fór- um nú að rölta um miðbæinn, loks sáum við lögregluþjón, og leituðum eftir aðstoð hans, hann kvaðst nú lítið geta hjálpað okkur, en gera skyldi hann það sem hann gæti. Síðan fór hann að leita uppi gististaðina eða hótelin sem köll- uð voru. Skjaldbreið, Heklu og Hótel ísland. Hvergi var pláss fyrir 2 flækinga; annar fullur, hinn feiminn. Að endingu komum við í einhverja kompu, sem við gátum fengið að liggja í gegn því að borga 5 kr. hvor, en þá kom það uppúr kafinu að félaginn átti eng- an eyri, en ég átti 10 kr, sem Jó- hannes fékk mér fyrir brýnustu útlátum, og ég var ekki svo harð- brjósta að neita honum um lán, fýrst ég var aflögufær. Nú hafði lögregluþjóninn komið okkur undir þak, og þar með kvaddi hann og bauð okkur góða nótt. Ekki fór ég úr fötum, því mér leyst ekki sem best á allt draslið, en að lokum sofnaði ég. En félaginn sofnaði strax og hann lagðist á koddann, enda orðinn framlágur. Snemma að morgni vaknaði ég, og lá félaginn á gólfinu og hraut ákaflega en ég hafði ekki hug á lengri dvöl þarna og fór út í rnyrk- ann morguninn. Jóhannes á Gaukstöðum gaf mér forskrift, sem ég átti að fara eftir. Hún var þessi. Ég átti að fara í Sláturfélag Suðurlands við Skúlagötu, og spyrja þar eftir manni sem hét Benedikt Jónsson frá Dufþekju í Slmftafellssýslu. Þessi maður var búinn að vera vetrarmaður á Gaukstöðum undanfarna vetur, og ég þekkti hann vel. En þegar ég kom í portið hjá SS var enginn maður sjáanlegur, og leið all- langur tími þar til verkamenn fóru að tínast á vinnustað. En það ætl- aði að togna úr því hjá Bensa. Kl. var orðin 9 þegar hann kom. Bensi var einn af þeim, sem virtist ekkert þurfa að flýta sér við verk. Nú var eftir að draga féð sundur. Mig minnir að kindurnar væru um 30 talsins mest lömb. Það gekk fyrirhafnarlaust að koma skjátunum í gegnum bæinn. Við fórum vestur Skúlagötu, yfir Lækjartorg, upp Bankastræti og upp á Skólavörðustíg. Þá stóð Skólavarðan á sínum stað, nú er hún horfin. Þá var Skólavöruholt- ið óbyggt að mestu. Það sem tafði mest voru bílarnir. Þetta austanfé var óvant þessari umferð, þó hún væri ekki mikil miðað við það sem nú er. Ferðin gekk sæmilega suður í Fjörð. Kl, 3 e.h vorum við komnir á Hvaleyrarholt. Bensi hafði gert áætlun, og hún var að komast að Halakoti á Vatnsleysuströnd og gista þar. Hann hafði róið hjá Agústi Guðmundssyni bónda og formanni sem þar bjó. Féð var latrækt suður hraunin, hefir sjálf- sagt verið orðið sárfætt, sérstak- lega lömbin, enda búin að ganga í 5—6 daga að austan. En þau fengu tveggja daga hvfld í Reykjavík. K1. 6 e.h. vorum við komnir að Vatns- leysuströnd þá var orðið nokkuð rokkið og dimmdi óðum. Þá sjá- um við hvar bfll kemur að sunn- an. Þá vékum við fénu útaf vegin- um en þó vannst okkur ekki tími til að koma öllu út fyrir veginn, og það skipti engum togum að bflinn ekur inní miðjan hópinn á mikilli ferð, og þegar við höfðum áttað okkur á þessu sjáum við að tvær kindur liggja á veginum. Lamb- hrútur, sem var ein fallegasta kindin í hópnum, var þannig út- lits; bæði hornin voru brotin af, og svo var hann fótbrotinn á tveimur fótum. Hann var stein- dauður og ein tvævetla var fót- brotin á báðum afturfótum. Þetta var mikið áfall, því auðvitað vild- um við fyrir alla muni koma hjörðinni til eigandans. Ekki gát- um við kennt okkur um þetta, en níðingurinn, sem illvirkið framdi leit ekki til hægri né vinstri og hélt sína leið eins og ekkert hefði í skorist. Ég segi frá því á öðrum stað, að ég lenti í því að reka fé úr Grafn- ingi til Reykjavíkur, þá var það algild regla hjá öllum ökumönn- um, sem komu að austan og vildu komast fram úr hópnum, að bíða á meðan við vékum hópnum út af veginum, en þeir sem komu að sunnan biðu á meðan hjörðin rann fram hjá. Okkur féllust hendur við þessi ósköp. Bensi spurði: Hvað getum við gert? Það er rétt að taka það fram, að við vorum staddir við innsta mjólkur- kofann á Ströndinni, þegar óhappið skeði, en sá kofi mun hafa tilheyrt Bakkabæjum, Bjargi og Bakka. Útilokað var fyrir okk- ur að hirða skrokkana, annar dauðiu- hinn í dauðateygjunum. Tíminn leið og óðum dimmdi og enn var langt suður í Halakot. Ljós höfðu verið kveikt á bæjum þeim er við sáum. Þá datt Bensa það í hug að fara niður að næsta bæ og biðja húsbóndann eða ein- hvern sem hann hitti, að hirða skrokkana. Dauðu kindina var Bensi búinn að skera á háls, svo henni blæddi út, og hina skar hann einnig svo hægt væri að nýta átuna af þeim. Á meðan Bensi var í bæjarflakk- inu, varð ég að passa hjörðina. Að lokum kom Bensi, og með honum maður með hest, síðan bundu þeir skrolckana saman á afturfót- unum, og létu þá upp á hestinn. FRAMHALD Á BLS. 261 FAXI 253

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.