Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 10

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 10
Farsælt starf foreldra- og kermamfélaga Foreldra- og kennarafélögum við grunnskóla landsins hefur stöðugt fjölgað seinustu árin og er það vel. Ekkert er þýðing- armeira en traust uppeldi bama og unglinga og samstarf heimila og skóla er mikilvægur þáttur í því að treysta og efla þann rétta grundvöll, sem gott uppeldi hvílir á. Við gnumskólann í Keflavík-Holtaskóla og Myllubakka- skóla — hafa starfað foreldra- og kennarafélög um árabil með vaxandi byr, enda hafa þau með starfsemi sinni komið mörgu góðu til leiðar, sem stuðlar að bættu skólastarfi og vaxandi skilningi á virku samstarfí heimila og skóla. En þó mikið hafi áimnist með tilvist umræddra félaga hér í Keflavík, skortir enn á að allir foreldrar láti félagsstarfið til sín taka og í sumuin nágrannabyggðanna hafa ekki enn verið stofnuð foreldra- og kennarafélög. Aðalfundir foreldra og kexmarafélaganna í Keflavík em ný- lega afstaðnir og hafa formexm félaganna góðfúslega orðið við beiðni FAXA um að taka saman yfirlit um starfið á síðasta ári til birtingar f blaðinu. Hér á eftir kemur fyrst skýrsla Huldu Þorkelsdóttur fráfar- andi formaxms Foreldra- og keimarafélags Holtaskóla og síð- an skýrsla Konráðs Lúðvxkssonar formanns Foreldra- og keimarafélags Myllubakkaskóla. ORÐ ERU TIL ALLS FYRST Foreldra- og kennarafélag Holtaskóla (þá Gagnfræðaskólans í Keflavík) var stofnað skólaárið 1982—83 í skólastjóratíð Gylfa Guðmundssonar. Fyrsti formaður var kosinn ída Haraldsdóttir. Fé- lagið starfaði í tvo vetur, en þriðja árið lá allt starf niðri. Það var svo á fundi í febrúar sl., að félagið var endurvakið. Einn af fyrrverandi stjómarmönnum, Valur Mar- geirsson, stóð fyrir endurvakn- ingunni. A þessum endurvakningarfundi vom samþykktar breytingar á lög- um félagsins, sem einkum breyttu stjómarformi þess, en fyrra form hafði reynst allt of þungt í vöfum. Einnig var samþykkt tillaga frá Hirti Zakaríassyni um að stjóm félagsins kannaði viðhorf nem- enda Holtaskóla tH félagslífsins í skólanum. I stjóm vom kosin: Bergþóra Káradóttir, Oddný Mattadóttir, Hulda Björk Þorkels- dóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir og til vara Axel Jónsson og Ásthildur Eiríksdóttir. Fulltrúi keimara í stjóm var Ása Margeirsdóttir. Nýkjörin stjóm hélt sinn fyrsta fund þann 24. febrúar 1986 og þá skipti hún þannig með sér verk- um: Hulda Björk formaður, Ingi- björg varaformaður, Oddný ritari og Bergþóra gjaldkeri. Stjómar- fundir urðu alls átta á starfstím- anum, auk þess var haldinn einn fundur með stjómendum Holta- skóla og einn almennur félags- fundur um vímulausa æsku, ásamt Foreldra- og kennarafélagi Myllubakkaskóla. Formaður félagsins sat nokkra kennarafundi, einn vinnustaða- fund í Holtaskóla með frambjóð- endum til bæjarstjómar sl. vor og ráðstefnu um vímulausa æsku í Reykjavík. Nokkrir foreldrar 9. bekkinga aðstoðuðu við kaffisamsæti á árs- hátíð, farið var í gönguferð í maí sl. og gerð var könnun á viðhorf- um nemenda til félagslífsins. Skólanefnd voru send tvö bréf, annað um framtíðarskipan skóla- mála í Keflavík, byggt á niður- stöðum umræðuhópa á endur- vakningarfundinum; hitt var beiðni um áheymarfulltrúa í skólanefnd. Skólanefnd ákvað að hafna þessari beiðni. Bæjarráði Keflavíkurbæjar var sent bréf þar sem farið var ffam á fjárstuðning og tók bæjarstjóm vel í erindið. Stjómin gaf út eitt fréttabréf og var það sent heim með nemend- um í september sl. Á fundi með stjómendum skól- ans (þ.e. skólastjóra og kennara- ráði) var rætt um foreldrafélög og hver væri æskulegur starfsvett- vangur þeirra, hverjar væm vænt- ingar foreldra og kennara til fé- lagsins, ímynd skólans og hvemig mætti bæta hana og loks 6. bekk- ina og ýmis mál tengd þeim, svo sem fastar stofur fýrir bekkina og Hulda Björk Þorkclsdóttir. að umsjónarkennari kenni sínum umsjónarbekk 3—4 tíma á dag til að breytingarnar við skólaskiptin verði ekki of miklar. Fundurinn var góður og gagnlegur þótt lítið áorkaðist í málefnunum, en orð em til alls fýrst. Mikil vinna liggur á bak við skoðanakönnunin, sem gerð var um mánaðamótin apríl/maí. Stjómin fékk til liðs við sig þjóð- félagsfræðing, svo könnunin yrði marktæk. Helstu rdðurstöður hennar voru: Nemendur skólans vilja a) meiri fjölbreytni í félagslífið, b) aukið klúbbastarf, c) að opnaður verði ,,samastaður“ þar sem þeir geta hist á daginn og kvöldin og d) að skólinn komi til greina sem slíkur samastaður. Niðurstöðurnar voru sendar m.a. til bæjarstjórnarmanna, for- manns skólanefndar, formanns æskulýðsráðs og Víkurfrétta. Einnig hefur þetta mál verið rætt við bæjarstjóra Keflavíkurbæjar. Er það von stjórnarinnar að þetta verði upphafið að endurskipu- lagningu æskulýðsmála í bænum. Þess má einnig geta hér, að könnunin hefur víðar vakið at- hygli en í Kefiavík, því umsjónar- menn Svæðisútvarps Reykjavíkur og nágrennis áttu viðtal við fráfar- andi formann félagsins í útvarp- inu föstudaginn 17. september sl. um könnunina og niðurstöður hennar. Aðalfundur félgsins var haldinn þann 7. október 1986 og þá var kosin ný stjórn. I henni eiga sæti: Axel Jónsson formaður, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Auður Ingvars- dóttir, Vilborg Jónsdóttir og til vara Jakob Sigurbjömsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. Fulltrúi kennara í stjórn er Ása Margeirs- dóttir. Vil ég ljúka þessum pistli með þökkum til fráfarandi stjómar- manna fyrir gott samstarf og ósk- um til nýkjörinnar stjórnar um farsæld í starfi. Hulda Björk Þorkelsdóttir. 254 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.