Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 12

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 12
á þessu málefni. Það er þó enn óljóst hvemig byggingarmálum grunnskólans verður háttað, eða hvenær framkvæmdir hefjast. Félagið stóð að sjálfsögðu fyrir hinu hefðbundna jólaföndri sem að þessu sinni var haldið 07.12. eins og lög gera ráð fyrir. Eins og áður, var heilmikið starf falið í undirbúningi, og þurfti að þessu sinni sérstök áhöld til að klippa niður kaðalspotta, sem fóm í pok- ana. Fengu sumir félagsmenn talsverðar blöðrur í lófana við þetta tækifæri. Þar sem töluvert af pokunum varð afgangs, gátum við orðið öðmm félögum að liði með efhi til jólaföndurs. Þar sem jóla- sveinar em töluvert dýrir í rekstri, ákváðum við að vera án þeirra að þessu sinni, en ég held að það hafi verið röng ákvörðun. Annars tókst þessi dagur með ágætum. Sl. vor stóðum við ásamt For- eldra og kennarafélagi Holtaskóla fyrir umræðukvöldi um vtmu- lausa æsku. Nokkrir félagar sóttu undirbúningsfund sem haldinn var á vegum S.Á.Á. og Lions- hreyfingarinnar um þessi mál- efni. Var síðan ákveðið að félögin stæðu fyrir sameiginlegum fundi sem tileinkaður væri forvamar- starfi. Við fengum til liðs við okk- ur ágæta frummælendur, eins og Boga Amar Finnbogason, for- mann samtaka foreldrafélaga á Reykjavíkursvæðinu, Þórarin 'iyrfingsson, yfirlækni S.Á.Á. og Óskar Þórmundsson, lögrelgu- fulltrúa. Þessi fundur var mjög vel sóttur, enda vei auglýstur. Töiu- vert snarpar umræður áttu sér stað, eins og menn rámar eflaust í, enda virðist manni máiefnið tölu- vert viðkvæmt. Mönnum er von- andi í fersku minni þær umræður sem fóm fram samfara þessum fundi — undirbúningsfundinum sem var sjónvarpað. Það er kannski vert að geta þess, að undirritaður hefur verið valinn í stjóm þessa félagsskapar sem einn af fulltrúum landsbyggðar- innar, sennilega í beinu framhaldi af fundi þeim sem við stóðum að. Að sjálfsögðu höfum við haldið all marga félagsfundi eins og lög gera ráð fyrir, og knúið á um þau málefni sem við höfðum á stefnu- skránni. Eg get ekki annað sagt en að þau hafi fengið góðan hljóm- gmnn eins og raun ber vitni. Við vomm hér um daginn að gantast með það að ef starfið gengi svona vel, þá myndi verkefnaskráin fljótlega tæmast. Sem betur fer, er nú raunin önnur, annars hefði ný stjóm kannski ekkert að gera. Að sjálfsögðu ber okkur að halda áfrarn að stuðla að frekari tengslum foreldra við skólann. Við getum svo sannarlega haldið áffam okkar viðleitni þar að lút- andi. Sjálfan dreymir mig um að upplifa þann dag þegar skólasetn- ing og skólaslit verða nokkurs konar hátíðardagur í landinu. Fánar blakta á hún, gefið verði frí á hinum almenna vinnumarkaði til að foreldrar geti safnast saman kringum skólann og notið hátíðar með börnum sínum. I þessu sam- bandi vil ég benda á, að á hinum Norðurlöndunum er það lenska að ríkið bæti launþegum upp tekjumissi þegar foreldrar fá frí frá vinnu til að sækja skóla og kennarafundi. Landlæknisembættið hefur nýlega sent frá sér álitsgerð varð- andi hin tíðu slys á börnum á heimilum og í umferðinni. Hefur sérstaklega verið óskað eftir að börnum verði gefin tækifæri til að taka virkan þátt í umferðargæslu félaga sinna. Er þess farið á leit við forráðamenn skólanna að þeir stuðli að því að börnum verði gert kleift á skólatíma að sinna slíku verkefni. Slíkt mætti gera á viss- um dögum, eða stöðugt eftir því sem henta þykir. Vona ég að skól- amir ljái máls á þessu. Okkur sem störfum í stjóm þessa félagsskapar hefur orðið tíðrætt um það skarð sem skapast hefur vegna þess að engin tón- menntakennsla hefur farið fram í þessum skóla. Á meðan Tónlist- arskólinn í Keflavík getur ekki lengur sinnt þeirri þörf sem skap- azt hefur. Þá hefur engin tón- menntakennsla verið starfrækt við þennan skóla um árabil. Það er ljóst, að skólinn býr við þröng húsakynni, og er aðstaða því öll mjög erfið til að skapa það and- rúmsloft sem þarf til að laða til sín tónmenntakennara. Hins vegar veit ég að innan veggja hans finn- ast kennarar sem kannski hefðu áhuga á að sinna slíku starfi. Einnig veit ég að unnið er að því að við skólann verði ráðinn kennari til að sinna slíkri kennslu eins og gmnnskólalögin gera ráð fyrir. Þegar er til staðar mjög gott kennsluefni. Til að sýna hug okkar félags til starfseminnar, höfum við ákveðið að verja þeim ágóða sem féll til á sl. ári til að stuðla að frekari þró- un tónmenntakennslu við Myllu- bakkaskóla. Gjöf okkar er ekki stór hvað verðgildi snertir, en hún er afrakstur starfsemi okkar og henni fýlgir hugur. Við erum því stolt af því að geta fært skólanum 15.000 krónur til kaupa á kennslugögnum til tónmennta- kennslu og óskum af alhug að hugur fylgi máli og félagsskapur þessi geti e.t.v. frekar stuðlað að þessu brýna verkefni. Vil ég fýrir hönd Foreldra- og kennarafélags Myllubakkaskóla biðja Kristján A. Jónsson að veita viðtöku ávísun með þessari upp- hæð. Ég vil við þetta tækifæri óska honum og öllum kennumm við skólann farsældar á komandi vetri og vona að tengsl skóians við félagsskap okkar styrkist ennþá meir. Ég vil að lokum þakka sam- starfsfólki mínu í stjórninni óeig- ingjarnt starf og óska þessum fé- lagsskap árs og friðar. Þökk fýrir. Konráð Lúðvíksson formaður Foreldra- og kennara- félags Myllubakkaskóla INNRI-NJARÐVÍK í SVIÐSLJÓSINU Vegna 100 ára afmælis fallegrar kirkju staðarins Því verður varla andmælt að fjölskyldan í Tjarnarkoti hafi komið verulega við sögu kirkju og safnaðar í Innri-Njarð- vík a.m.k. í hálfia öld, sennilega lengur. Af því tilefhi taldi ég rétt að birta myndir er mér bárust af heiðurskonunni Þorkelínu Jónsdóttur í 'Ijarnarkoti ásamt nokkrum af afkomendum hennar. Gylfl Pálsson, Matthías Kjeld, Finnbogi Guðmundsson, Þorkelína Jóns- dóttir amma þeirra, Steinunn Margrét Ragnarsdóttir, Svanur Vilhjálmsson og Finnbogi Kjeld. Ester, Helga og Guðflnna Finnbogadætur og systkinadætur þeirra Hanna og María Kjeld og Stefánía Guðmundsdóttir. 256 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.