Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 17

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 17
með mikið og gott lið ungra og aldinna í dreifiliðinu. Skafti var um langt skeið í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík og er þar enn í ábyrgðarmannaliði. Hann hefur líka verið í stjórn og starfs- maður Byggðasafttsins á Vatns- nesi frá stofnun þess. Þá hefur hann verið í ýmsum nefndum, fyrir bæjarfélagið s.s. hitaveitu- nefnd, þar sem honum var falin formennska 1959, fræðsluráði o.fl. Skafti gekk í Rotaryklúbb Keflavíkur 1961. Það er til marks um trúnað hans við klúbbinn og félaga hans, sem raunar kemur fram í öllum störfum Skafta, að síðan 1970 hefur hann mætt 100% á rotaryfundum — aldrei fallið úr vikuleg fundarsókn. Skafti var einn af stofnendum Björgunar- sveitarinnar Stakkur og gegnir þar enn ábyrgðarstarfi. Þá er hann einn af Hringförunum — litlum ferðaklúbb, sem skoðað hefur há- lendi íslands og öræfi frá ýmsum sjónarhornum. Það er sama hvort hann þarf að kanna straumhart jökulfljót eða ganga að ræðustóli og kynna stór- brotna náttúru eða dýralíf á ijcHlum eða hvar annars staðar leið hans kann að liggja þá er öryggi og stað- góð sannindi hans lífsmáti ásamt því að standa drengilega að hverju því máli er kann að horfa til heilla. Já, og heill sé þér Skafti og fjöl- skyldu þinni á þessum tíma- mótum. J.T. MINNING Guðmundur Magnússon Kallið er komið. Vinir berast burt með tímans straumi, þann- ig er lífið. Þegar fréttin kemur eru menn sjaldnast viðbúnir, og sér í lagi ekki, þegar um góðan vin er að ræða. Minningarnar þyrlast upp og hugurinn leitar til fýrstu kynna. Það var að hausti til, að inn í raðir Karlakórs Keflavíkur kemur ungur maður, sviphreinn og léttur í spori. Það kemur í ljós, þegar hann er raddprófað- ur, að hann syngur með óvenju fallegri bassarödd, djúpri og þróttmikilli, og var honum vísað í annan bassa. Þessi ungi maður var Guð- mundur Magnússon, sem lést 24. ágúst síðast liðinn, langt um aldur fram. Guðmundur var sonur þeirra merkishjóna Magnúsar Péturs- sonar, héraðslæknis í Reykjavík og konu hans Kristínar Guð- laugsdóttur, sýslumanns, Guð- mundssonar. Hingað suður með sjó fluttist Guðmundur úr Reykjavík ásamt konu sinni Hönnu Krist- jánsdóttur og bömum þeirra. Það var gott að fá Guðmund í kórinn. Hann varð strax virkur og góður félagi, fljótur að læra lög og texta svo af bar, og héldu menn sem vom í sömu rödd, að hann hefði sungið þetta allt áður. Það kom einnig í ljós að Guðmundur hafði gott vald og þekkingu á félagsmálum og var hann kosinn formaður kórsins árið 1957 og var hann það til ársins 1959. Á formannsárum hans kom glöggt í ljós hve góður skipu- leggjari hann var. Vegur kórsins hefur sjaldan verið betri en þau ár sem hann var formaður. Þegar farið var út á lands- byggðina, í skemmti- og söng- ferðir, tók hann oft að sér farar- stjóm og lýsti því sem fýrir augu bar á skemmtilegan hátt og var engu líkara en hann þekkti hverja þúfu og hól, sem farið var hjá. Já, það er margs að minnast að leiðarlokum, en með þessum fáu línum langar okkur að þakka Guðmundi fyrir þau ár, sem hann starfaði með okkur. Það var mikil eftirsjá að þeim hjónum báðum, þegar þau fluttu til Reykjavíkur aftur, því Hanna kona hans lét ekki sitt eftir liggja og starfaði af fullum krafti í Kvennaklúbbnum. Kæra Hanna, við vottum þér og börnum ykkar innilega samúð og þökkum fyrir þau ár sem við fengum að vera saman. Guð blessi ykkur. Gamlid félagar úr Karlakór Keflavíkur. FJÁRREKSTUR FRÁ REYKJAVÍK TIL SUÐURNESJA FRAMHALD AF BLS. 253 Ekki spurði ég hvaða samninga þeir höfðu gert. En ég held að Jóhannes hafi einn borið þennan skaða, því ekki náðum við númeri af bflnum og þess vegna slapp ökuníðingurinn við þau útlát, sem honum í raun og veru bar. En það er ekki nýtt að níðingarnir sleppa við réttláta hegningu. Enn var langur vegur að Hala- koti, og það sem verra var, nú var komið myrkur, og mátti heita úti- lokað að hreyfa féð. Við vissum hvað margar voru hvítar, og með því að telja þær hvítu, og þær voru allar. Þá ætluðum við að þær mis- litu væru einnig allar. Eftir mikil hlaup og þrotlausan þrældóm náðum við í Halakot, og þá var ég feginn. Bensi var þama kunnug- ur, sem áður sagði, hafði hann verið hjá Ágústi við sjóróðra. Hann mundi það að þama við túnflötinn, var smá íjárrétt og inní hana komum við hjörðinni að lok- um. Nú var næst að ganga til bæjar og vekja upp og biðja um gistingu. Bensi kvaðst ekki kvíða því að vekja Ágúst upp, ogþar hitti hann naglann á höfuðið. Agúst vaknaði strax, við fyrsta högg á gluggann, og eftir örstutta stund var hann kominn til dyra. Urðu þarna fagn- aðarfundir með þeim Bensa og honum, og nú var kl. 2 eftir mið- nætti. Við vorum illa nestaðir, og þess vegna mjög svangir. En ekki leið langur tími þar til matur var á borðum, og vorum við mettir þeg- ar upp var staðið, og síðan geng- um við til hvflu og mikið hlakkaði ég til að mega hvflast. Þeim varð skrafdrjúgt, Ágústi og Bensa, um gamla daga, ýmislegt rifjaðist upp, og eins og gengur var margs að minnast. Ágúst í Hala- koti var gagnmerkur maður, minnugur, greindur vel og þó hann gengi ekki hinn margum- talaða menntaveg, þá gekk hann í þann skóla, sem kallaður er skóli lífsins, úr þeim skóla hlaut hann fyrstu einkunn fyrir aflasæld og dugnað og reglusemi. Það var fýr- ir nokkrum árum, að ég leit inn á bókamarkað, og sá þar lítið kver sem ekki lét mikið yfir sér og hét ,,Þættir af Suðurnesjum“. Jón Eyþórsson bjó það til prentunar en þetta eru minningar Ágústs í Halakoti, og er þar margt fróðlegt að finna. En þetta var nú útúrdúr. Það er ekki hægt að orðlengja það, að við fengum þarna hinar bestu móttökur, góðan mat, og gott rúm til að sofa í, svo ekki varð á betra kosið. Um morguninn þegar við vöknuðum var Ágúst búinn að gefa fénu bæði hey og vatn, honum nægði ekki að hygla fjármönnum, hann fann þörf til að miðla hjörðinni. Nokkuð var liðið á morguninn, þegar við Bensi héldum af stað með reksturinn, og nú var eftir um það bil 25 km. spotti. Við hittum vel á er við komum á Njarðvíkurfitjar, þá var fjara, og hægt að fara sandinn og stytta sér leið. Klukkan mun hafa verið um 3 e.h þegar við komum til Keflavíkur, og þá var eftir síð- asti áfanginn. Ekki man ég hvað vegurinn var kominn langt, en lík- lega hefir hann verið kominn að Litla-Hólmi í Leiru. í rökkur byrj- un skiluðum við hjörðinni í hend- ur eigandans, með þeim vanhöld- um sem urðu í Strandaheiði. Eg veit ekki til að Jóhannes á Gauk- stöðum, hafi fengið nokkra rétt- ingu, og orðið að bera skaðann einn, en það er ekki í eina skiptið að saklaus veiður að gjalda fyrir þann seka. Greiðslan fyrir þessa ferð var auk peninganna sem ég fékk í byrjun, slátur úr 3 kindum, og þótti það vel borgað. Það var ekki almennur siður þá að taka stórar upphæðir, þó skroppið væri bæj- arleið fyrir nágrannann. Ritað í júlí 1983. FAXI 261

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.