Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 21

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 21
næsta ár. Verðmæti þeirrar kíslar, sem nú fellur til árleea eæti verið um 1 Mkr. Lágvarmi 30-40 Mw Hitaveitan hefur athugað möguleika á framleiðslu lágvarma (u.þ.b. 55-60°) úr lónvatni og afgangsgufu þeirri, sem fer út um strompa virkjun- arinnar. Þennan lágvarma, sem eru allt að 30—40 Mw sé hann nýttur nið- ur í 10°C má nota í ylrækt, fiskseiða- eldi, fiskþurrkun o.fl. Heilsuhæli Hitaveitan hefur og stuðlar að stofn- un heilsuhælis í tengslum við lækn- ingamátt jarðsjávar Bláa lónsins. Aukin kaldavatnsvinnsla Verið er að kanna möguleika á stór- aukinni ferskvatnsvinnslu eða liðlega tvöföldun frá því sem nú er eða um 10001/s í það heila. Þetta vatn er hugs- að til almennrar neyslu, fiskeldis, gróðurræktar og annars iðnaðar. Samrekstur fískeldis og raforkuframleiðslu í tilefni af þeim mörgu fyrirspumum og beiðnum til hitaveitunnar að selja MYND 7 varmaorku til fiskeldis þá á hitaveitan nú verkhannaða 15 Mw raforkuvirkj- un í eimsvalavél(-um), þar sem kæli- varminn verður nýttur til upphitunar í fiskeldi í landi Húsatófta eða Jám- gerðarstaða. (sjá mynd 7.) Upp af umræddu fiskeldi í landi Húsatófta er síðan fyrirhugað iðn- svæði mengunarlauss iðnaðar. í desember 1985 var einnig óskað eftir við iðnaðarráðherra að fá að reisa þessa 15 Mw eimsvalavirkjun í landi Húsatófta. Virkjanaleyfið hefur ekki verið veitt enn. Skipulagsmál Sú mikla orka, sem felst í jarðvarma Suðumesja og þau miklu efnaauðæfi, sem í jarðsjónum og gufimni em krefj- ast átaks í skipulagningu orku- og iðnaðarmála Suðumesja. Málaflokkar, sem fjalla verður um SÝNINGARSALUR OKKAR - GALLERÍIÐ - ER OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 13-19. Mikið úrval aí grafík og málverkum eftir þekkf listafólk EINNIG POSTULlN OG FLEIRA FRÁ ROSENTHAL InnRömmun SuDunnesjn Vatnsnesvegi 12 — Keflavík. Sími 3598. FAXI 265

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.