Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 24

Faxi - 01.11.1986, Blaðsíða 24
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keflavíkur 16 • hluti 1952 Óveður veldur usla Aðfararnótt laugardagins, 5. jan- úar 1952, gerði ofsaveður sem olli fyrst austan og siðan suðvestan og vestan fárviðri, með slyddu og rign- ingu um allt land. Hér í Keflavík náði veðrið hámarki um kl. 11 f.h. Vind- hraðinn var þá yfir 110 km á klst. ( Keflavík slitnuðu nokkrir bátar frá bryggju, en var bjargað frá veru- legu tjóni. Vélbáturinn Andvari var þá einskipa á sjó frá Keflavík. Náði hann til Keflavíkur um 3-leytið á laugardag eftir erfiða siglingu. í veðrinu fauk þak af aðgerðarhúsi Keflavíkur hf., og járnplata lenti inni í stofu hjá Þorgrími St. Eyjólfssyni, en hús hans er við Hafnargötu. Annað veður gerði snögglega föstudaginn 18. janúar. Blés vindur þá af austri með blindhríð. Á Reykjanesi mældust þá mest 10 vindstig. Víða lentu bátar í erfiðleik- um, og v.b. Grindvíkingur fórst fremst á Hópsnesi. í veðurhamnum löskuðust bátar í Keflavíkurhöfn, en þó ekki verulega. (Tíminn 6. jan. 1952: „Keflavík vatnslaus bær í allan gærdag“. Frétt í Flæðarmáli Faxa. Jan. 1952. Veðráttan. Janúar 1952. Bls. 1). Tveimur Keflavíkurbátum veitt aðstoð Að kvöldi mánudagsins, 21. jan- úar 1952, réru bátar úr verstöðvum suðvestanlands. Um nóttina gerði norðan hvassviðri með 8 vindstig- um. Aðfaranótt þriðjudagsins, 22. janúar, var Svanur KE við línulögn á hinum hefðbundnu miðum norð- vestur af Garðskaga. Skipverjar voru búnir að leggja 7 bjóð, þegar vél bátsins bilaði, bræuddi úr sér. Sæbjörg dró bátinn til Keflavikur, kom þangað um hádegisbilið. Um svipað leyti kom hingað vitaskipið Hermóður, með v.b. Víking í togi. Víkingur var á leið til Reykjavíkur er vél hans bræddi úr sér, er báturinn var úti á flóanum. Víkingur var í eigu Friðmundar Herónýmussonar. Þessa nótt veitti Sæbjörg einnig öðrum Reykjavíkurbáti aðstoð. (Tíminn 23. jan. 1952: ,,Þrem skip- um bjargað til lands með úrbræddar vélar“). V.b. Hilmir dreginn til hafnar Þann 8. febr. 1952, dró b.s. Óð- inn Hilmi KE 7 til Keflavíkur. Bátur- inn var staddur undan Hólmsbergi er vél hans bilaði. (Árbók SVFI' 1954, bls. 68). Maður drukknar í róðri Aðfaranótt föstudagsins, 7. mars 1952, féll Jón Hallgrímsson, 17 ára, fyrir borð á v.b. Sæborgu frá Kefla- vík, og drukknaði. Gerðist þetta laust fyrir kl. 4, er báturinn var við Ungur Garðraaður á framabraxit Frá því í janúar 1984, hefur Ólafur Gunnar Sæmundsson, stundað nám við Andrews University, sem staðsettur er í suðvesturhomi Michigan (beint austur af Chicago, hinum megin við vatnið). Hinn 10. ágúst s.l. útskrifaðist hann með B.S. (háskólapróf) í heilsu-sálarfræði. Áður en Ólafur hóf nám við Andrews University, stundaði hann nám við Fjölbrautaskóla Suðumesja, þar sem hann útskrifaðist með stúdentspróf, veturinn 1983. Heilsu-sálarfræði (Health Phychology) er tiltölulega ung grein, sem er samansafn þess, sem sérgreinar, eins og kennslu- og uppeld- isfræði, vísindi og sérþekking á sviði sálfræði hafa upp á að bjóða, til að viðhalda og efla líkamlegri og andlegri heilsu. Sérstök áhersla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir, það er að koma í veg fyrir myndun sjúkdóma, svo sem hjartaáfalls og magasárs. Einnig er heilsu- sál- fræðingum skylt að vera færir um að bera kennsl á orsakir sjúkdóma og einnig að greina á milli þeirra. Ólafur hefur ákveðið að ráðast í áframhaldandi nám og vinna að M.S. (meistaragráðu) í næringarfræðslu, með áherslu á ráðgjöf og mun það nám að líkindum taka l'A ár. Ólafur er fæddur 10. sept. 1961, í Garðinum og ólst þar upp, elstur fjögurra bama hjónanna Soffi'u G. Ólafsdóttur og Sæmundar Kr. Klemenssonar að Skólabraut 12, Garði. línulögn 6 til 7 sjóm. NV af Sand- gerði. Veður var sæmilegt, norðan eða norðaustan átt, en aldimmt. Voru skipverjar að Ijúka llnulögn og var Jón með lóðarstamp (fanginu, er kvika reið undir bátinn. Missti Jón jafnvægið og féll útbyrðis. Kom hann ekki upp aftur og var álitið að hann hefði lent undir bátnum. Jón Hallgrímsson var frá Siglu- firði, en eigandi Sæborgar var Frið- mundur Hérónýmusson í Keflavlk. Friðmundur var þá sennilega nýbú- inn að kaupa bátinn. Báturinn hét áður Gautur EA 669, frá Akureyri, en fyrr um veturinn hafði hann feng- ið nafnið Sæborg. Sæborg var smiðuð 1918 i Noregi. í bátnum var sex ára gömul vél. Hann var gerður út frá Sandgerði. (Tíminn 9.3. 1952: ,,17 ára piltur drukknar af Sandgerðisbát“. Árbók SVFÍ 1954, bls. 72. Ægir, mars, 1952. Bls. 57. Stutt frétt. íslenskt sjómannaalmanak). Sjómaður drukknar í Keflavíkurhöfn Þann 17. mai 1952, drukknaði Haraldur Óskar Jóhannsson í Kef la- víkurhöfn. Hann ætlaði að stökkva úr v.b. Tjaldi upp á bryggju, en of langt bil var á milli. Haraldur var um þritugt. Kv. Átti þrjú börn. Þennan dag var hvöss suðaustan átt og rigning i Keflavik. (Árbók SVFÍ 1952, bls. 77. Veðráttan. Maí 1952. Bls. 17. Ekki finnst getið um drukknun Har- alds í dagblöðum frá þessum tíma. Annálshöfundi er þvf ókunnugt um heimili þessa manns og uppruna. Sennilega hefur hann verið aðkomu- maður hér. Ef til vill gætu lesendur frætt liöfund eitthvað um það). Aldraður maður drukknar Þann 19. ágúst 1952, hvarf Einar Gíslason, Klapparstíg 3 i Keflavík, að heiman frá sér. Hann var 84 ára. Lík hans fannst skömmu síðar i fjör- unni i Vatnsnesbás. Daginn, sem FRAMHALD Á BLS. 274 268 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.