Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 4
Séra Guðmundur Guðmundsson kveður Hvalsnessöfnuð Kveðj uræða séra Gixðmuiuiar Guð- mundssonar flatt í Hvalsneskirkj vl 5. okt. sl., en það var síðasta þjónusta hans, sem sókna- prestur Útskála prestakalls. ,,Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur.“ Kæri Hvalnessöfnuður — góðir vinir! Eftir 34 ára þjónustu hér í þess- um söfnuði er nú komið að þeirri stund að ég kveðji ykkur hér í ykkar hjartfólgna helgidómi, Hvalsneskirkju. Á mínum fyrstu árum hér í sókn var mikill áhugi og hreyfing fyrir því að reist yrði ný kirkja í Sand- gerði. Sjálfur var ég einnig sömu skoðunar og flutti meira að segja á sérstökum safnaðarfúndi í bama- skólanum í Sandgerði langt er- indi, þar sem ég leiddi fjölmörg rök að því, hvílík nauðsyn það væri, að ný kirkja risi í Sandgerði, þar sem allur þorri safnaðarins bjó í þéttbýli, þar sem sífellt fjölg- aði og öllum mátti ljóst vera, að gamla kirkjan, Hvalsneskirkja, þótt í allgóðu ásigkomulagi væri, var bæði of lítil fýrir hinn ört stækkandi söfnuð og of fjarri íbú- um Sandgerðis og alfaraleið. En þrátt fýrir ítrekaðar tilraunir í þessa átt, náði þessi hugmynd eða þetta áform aldrei fram að ganga. Hvers vegna? Eg skildi það ekki þá, þótt ég raunar skildi það síðar og skil það kannski allra best nú í dag, hvers vegna ekki reis ný kirkja í Sandgerði. Það var ein- faldlega vegna þess, að jafnvel þótt fallist væri á öll rök um nýja kirkju í Sandgerði, þá þótti fólk- inu svo innilega vænt um gömlu kirkjuna sína, þennan fomfræga helgidóm, Hvalsneskirkju, að það gat alls ekki hugsað sér að yf- irgefa hana, jafnvel þótt það fengi nýja, stærri og fullkomnari kirkju í staðinn á besta stað í þéttbýlinu. Því að með nýrri kirkju mátti öll- um ljóst vera, að nær öll kirkjuleg starfsemi hlyti að færast frá gömlu kirkjunni til nýju kirkjunnar. Og það gátu hinir sönnu vinir þessa fomfræga helgidóms, Hvalsnes- kirkju, alls ekki sætt sig við. — Kom kirkjuvinir! En hvað ég skil ykkur vel nú í dag. Nú er mér sjálfum farið að þykja svo vænt um Hvalsneskirkju eftir 34 ára þjónustu innan hennar veggja, að ef ég ætti að vera hér áfram, myndi ég alls ekki vilja skipta á þessum Helgidómi, Hvalsnes- kirkju við aðra nýrri og stærri. Það hefur nefnilega sífellt verið að skýrast fyrir mér með ámnum, hvílíkur helgidómur þetta nær 100 ára gamla guðshús er. Og þó er það kannski ekki kirkjuhúsið sjálft, þótt það sé bæði gott og fall- egt og sér í lagi merkilegt, sem vekur þessar sérstæðu tilfinning- ar tilbeiðslu og lotningar á þess- um stað — heldur staðurinn sjálf- ur, Hvalsnes. Um þennan stað, Hvalsnes, leikur ljómi liðinnar sögu, sögu, sem að vísu var sárri sorg og trega blandin, en sögu, sem engu að síður, já, kannski einmitt vegna þess — varpar sín- um sérstæða ljóma á þennan stað, sögu, sem engum sönnum íslend- ingi gleymist, og allra síst ykkur, kæm vinir, né afkomendum ykk- ar, sem hingað munu sækja helgar tíðir um ól«)min ár. Öll vitið þið hver sú saga er. Það er saga Hall- gríms Péturssonar, mesta trúar- skálds vor íslendinga, hér á þess- um stað. Sú saga er að vísu ekki svo ýkja löng — aðeins 7 ár. En hingað að Hvalsnesi vígðist hann og hingað kom hann í sárri fátækt, en þó svo rxkur, að hann hefur auðgað alla Islendinga og raunar fjölda manna meðal annarra þjóða með sígildum og ódauðlegum sálmum sínum og ljóðum í hart nær þrjár og hálfa öld. Og víst er, að úr þeim auðlegðarbrunni munu óbomar kynslóðir ausa því lífsins vatni, sem Hallgrímur sótti til Frelsara síns til þess að geta miðlað því öðmm. Kæm vinir. í dag emm við sam- an komin í Hallgrímskirkju. Þó hefur Hallgrímur Pétursson aldrei í þessa kirkju komið, og ekki er Fallegt og skemmtilegt söfnunar viöfangsefni Það er alkunna að fjöldi manns safnar frímerkjum. Sennilega er ekk- ert söfnunarverkefni eins vinsælt á heimsbyggðinni ef frá em taldir peningar. Annars er það með ólíkindum hverju fólk tekur upp á að safna - steinasöfn, skeljasöfn, bókasöfn, söfnun gamalla hluta af ýmsum tægi og ótal margt fleira. Flest af þessu má eignast fyrir hóf- legan pening en útheimtir natni og tíma en vekur áhuga og ánægju. Dagmar Pálsdóttir, Faxabraut 26, Keflavík, hefur í allmörg ár safnað vösum. Eins og sést á meðfylgjandi mynd em það skrautvasar af ýms- um gerðum og mismunandi stærðum. Sumir örsmáir, aðrir það stórir að þeir gætu þjónað sem blómavasar. Suma hefur hún keypt en aðra fengið frá vinum og vandamönnum við ýmis tækifæri. Þeir em orðnir um eitthundrað og enn er að bætast við þetta fallega safn. J.T. Hér horfir Dagmar hugfangin á vasana sina og lœtur hugann reika tilgef- anda og tilefni þess er hun eignaðist gripinn. 200 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.