Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 22

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 22
ÁRNAÐ HEILLA MARGEIR JONSSON SJÖTUGUR Sjávarútvegurinn hefur um langan tíma verið aðalundirstaða lífsafkomu okkar íslendinga. Það þjóðfélag, sem við byggjum í dag væri ekki það sem það er, ef sjáv- arafla hefði ekki notið við. En sá afli sem komið hefur á land hefur ekki komið þangað af sjálfu sér. Til þess hefur þurft harðduglega sjómenn. Til þess hefur þurft tæki og þekkingu. Til þess hefur þurft góð skip og veiðarfæri. Til þess hefur þurft áræðni dugnað og framsýni mann, er staðið hafa í fyrirrúmi í sjávarplássum um land allt. Menn er hafa byggt upp útgerðaraðstöðu, keypt skip, verkað aflann og séð um meðferð hans og sölu. Allt þetta er marg- þætt starf, sem krefst mikillar ár- vekni, dugnaðar og útsjónarsemi ef vel á að fara. Því er þetta rifjað upp hér, að ekki er hægt að senda einum af þessum mönnum, Margeiri Jóns- syxú, kveðju á sjötugsafmælinu án þess að á þessi atriði sé minnst, því segja má að lífstarf hans hafi að stórum hluta verið helgað sjáv- arútveginum. Margeir er fæddur í Stapakoti í Innri-Njarðvík þann 23. nóv- ember 1916. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, útvegsbóndi og kona hans, Guðrún Einarsdóttir. Hann fluttist til Keflavíkur með foður sínum og stjúpu Helgu Eg- ilsdóttur árið 1929. Strax eftir fermingu hóf Margeir reiðhjóla- viðgerðir og stundaði þá atvinnu- grein um árabil. Eftir síðari heimsstyrjöldina lét hann smíða, ásamt nokkrum öðrum atgjörvis- mönnum, mótorbátinn Reykja- röst og hóf útgerð og fiskverkun. Þessa útgerð keypti hann síðan árið 1962, og hefur rekið hana síð- an, þó hann hafi nokkuð létt á sér nú síðustu árin. Það sem einkennt hefur allt starf Margeirs, að útgerðar og fisk- vinnslumálum, er farsæld. Það hafa margir á þessu svæði rekið stærri vinnslustöðvar en hann, átt fleiri skip og jafnvel togara. En Margeir hefur ekki látið slíkt á sig fá. Og engan held ég að hann hafi litið öfundaraugum þess vegna. Mér finnst að hann hafi það að leiðarljósi í rekstri síns fyrirtækis, jafnvel þótt það væri á tímabili eitt af þeim stærstu í Keflavík, að sýn- ast ekki meiri eða betri en aðrir, heldur sanna það í verki að stærð- in er ekki fýrir öllu, heldur að vinna því vel sem manni er trúað fyrir á hveijum tíma, þannig er Margeir. Margeir er félagsmálamaður. Strax á unga aldri gekk hann í Ungmennafélag Keflavíkur og starfaði þar um margra ára skeið að ýmsum framfaramálum í Keflavík. Og alltaf eiga ung- mennafélagár hauk í homi þar sem Margeir er. Þegar að útgerð- armálunum kom má segja að hann hafi valist þar til allra mögu- legra trúnaðarstarfa; í Útvegs- bændafélaginu, Fiskifélaginu, Sambandi ísl. fiskframleiðenda, Landsambandi ísl. útvegsmanna, Félagi sfldarsaltenda á Suðvestur- landi, Skreiðarsamlaginu, Sfldar- útvegsnefnd, Verðlagsráði sjávar- útvegsins, fýrir utan allar ráðgef- andi nefndir og ráð sem hann tók þátt í. Og ekki má gleyma bæjar- málunum. Seta í bæjarstjóm um árabil og staf í nefndum bæjarins. Má þar sérstaklega nefna raf- veitunefnd og ötula vinnu hans að sameiningu allra rafeitna á Suður- nesjum. Enn er ekki nema lítið talið af hans miklu félagsmálastörfum: Stofnandi málfundafélagsins Faxa og starfandi félagi þar enn- þá. Rótaryfélagi um áratuga skeið. Einn af traustustu félags- mönnum Góðtemplarareglunnar og mikill baráttumaður fýrir mál- efnum þess félagsskapar, ásamt ótal mörgu öðm er hér yrði of langt upp að telja. A þessum tímamótum í lífi Margeirs er margs að minnast. Við pólitískir samherjar hans og félagar hans í Faxa og Rótary minnumst samstarfsins við hann með sérstakri ánægju. Margeir er mikill baráttumaður. Ég held að það sé samróma álit okkra allra, að því máli sé vel borgið, sem hann tekur að sér. Jafnvel nú þeg- ar hann er að síga yfir á áttunda áratuginn lætur hann ekkert aftra sér frá því að taka fomstu í ýms- um málum er varða líknar og menningarmál og málefni eldri kynslóðarinnar. Og ef málefnið er gott þá er Margeir tilbúinn. Leyndarmálið að hylli og almenn- um vinsældum Margeirs liggur í dugnaði hans glaðlegri og vin- gjarnlegri framkomu, einlægni og heiðarleika, en þessir eiginleikar hafa skapað honum traust og virð- ingu til margvíslegra mannafor- ráða, allt frá fýrstu tíð. Margeir er hamingjusamur í sínu einkalífi. TUttugu og þriggja ára gamall gekk hann að eiga Astu Guðmundsdóttur ffá Loðmund- arfirði. Mun það vera hans stærsta hamingjuspor. Þau hafa eignast 8 böm, 3 dætur og 5 syni og er bamalán þeirra mikið. Á þessum tímamótum færi ég Margeiri innilegar hamingjuóskir og þakka honum og konu hans vináttu, samvinnu og samstarf um rúmlega 30 ára skeið að marg- víslegum málum. Lifðu heill góði vinur. Undir það taka með vissu vinir og félagar í Faxa. Gunnar Sveinsson. Sýningarsalur Björns Samúels- sonar að Vatns- nesvegi 12 í Kefla- vík er mjög snyrtilegur og jafnan vel búinn margskonar myndlist — heppi- legri gjafávöru á hóflegu verði. 1 ^ 298 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.