Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 26

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 26
MATTHIAS HALLMANNSSON Á síldveiðum við Noiðurland 1930 Sumarið 1929 var ég á m/b Gróttu frá Akureyri og sumarið 1930 á m/b Báru frá Akureyri. Asgeir Pétursson átti báða þessa báta. Kristinn Ámason ffá Gerð- um var skipstjóri bæði þessi sum- ur. Fyrra sumarið var afli allgóð- ur, eða um 7000 mál og tunnur, en síðara sumarið var lélegt tæp 3000 mál og tunnur. Það má með sanni segja að margt gekk okkur á móti. Slys urðu á mönnum, og í einu tilfelli mjög alvarlegt. Við vomm staddir á Skagafirði, mitt á milli eyja, og vomm að háfa gott kast, líklega besta kastið á sumr- inu. Þetta var um kvöld seint í júlí. Þá vill svo illa til, þegar háf- urinn er kominn upp úr sjó, að það óklárast vírinn á koppnum, en þetta var tannhjólaspil með svokallaðri klossakóplingu, en engin hlíf var yfir tannhjólinu, og þegar spilmaðurinn teygir sig til að kópla frá styður hann hendinni svo nærri að tannhjólin ná í vinstri hendina, og það stóð heima, þeg- ar háfurinn var kominn upp í bómu þá var hægt að slá reiminni af. Var þá spilið búið að hakka í sig handlegginn á spilmanninum upp að olnboga. Ég fullyrði að mönnum féllust hendur, bæði að sjá þetta og heyra ópin á mannin- um. En einn maður var þama sem ekki lét bugast, hann fór í loft- köstum niður í vélarrúm og sparkaði reiminni af hjólinu. Þessi maður heitir Sigurhans Jó- hannsson. Hann var fyrsti véla- maður. Nú var næst að losa mann- inn úr spilinu og þar gengu fyrstir Jón Jóhannsson stýrimaður, og áðumefndur fyrsti vélamaður, en þeir vom bræður. Þeir vom kjark- menn miklir, og þar að auki mikl- ir drengskaparmenn. Þegar spil- maðurinn hafði verið losaður úr spilinu var hann borinn niður í lúkar og reynt að hefta blóð- rennslið, sem var mikið. En það var allt á eina og sömu bókina lært á þessari skútu. Lyfjakassi átti að vera um borð, en býsna var hann fátækur og fátt eða ekkert var þar sem í þessu tilfelli þurfti að nota. Annars er sú saga bæði gömul og ný að trassaskapur sjómanna, bæði undir- og yfirmanna er al- þekkt fyrirbrigði. Ég þekki þess dæmi vegna vöntunar á tæki, sem átti að vera með, varð meira úr meiðsli en annars hefði þurft. Nú var nótin leyst niður í skyndi M/b Bára frá Akureyri. Matthfas Hallmannsson og 10 menn látnir fara í nótabát- ana en 6 hafðir eftir um borð. Mönnunum í bátunum var sagt að róa að Málmey og halda sig þar, þar til m/b Bára kæmi til baka. Bára var með nýrri vél, sem var sett í hana haustið áður. Hún var gangmesta skip bátaflotans og nú reyndi svo sannarlega á það. Var nú sett á fulla ferð og öllu til tjald- að. Kristinn skipstjóri reiknaði út að vegalengdin til Sauðárkróks væri um 16 sjómflur. Þjáningar þess slasaða voru miklar, einnig mæddi hann blóðrás. Kristinn, skipstjóri, hafði aldrei til Sauðár- króks komið, en svo vildi til að kippkom utan við innsiglinguna var opinn bátur, julla. Var nú sleg- ið af og stoppað, og krókstjaka krækt í bátinn, og karlinum, sem um borð var, skipað að koma upp- úr bátnum, og gerast lóðs. Mann- greyið vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, hélt víst helst að bölv- aður Týrkinn væri kominn, og væri nú skammt til ævilokanna. En þrátt fyrir ókunnleikann þá náðum við að komast að bryggju. Var þá háfjara, og erfitt að koma slasaða manninum upp, en allt gekk þetta að lokum. Síðan feng- um við að vita hvar lækninn væri að finna. Þá var læknir á Sauðár- króki hinn landskunni maður Jónas Kristjánsson. Hann var fljótur til, og var kominn til hjálp- ar eftir stutta stund. Einnig kom þama kona sem var honum til að- stoðar við verkið. Þá mun hafa verið notað klóruform við svæf- ingar, en eins og margir vita er ákaflega sterk lykt af því, enda fundum við fyrir því og fómm að tínast út nema bræðumir Jón og Sigurhans, þar með var okkar verki lokið, hinn slasaði var kom- inn í góðar hendur hjá Jónasi lækni. Mig langar að geta þess að tím- inn frá því að sett var á fulla ferð og þar til Bára rann að bryggju var 1 klst og 25 mínútur, en vega- lengdin var 16 sjómflur, sem áður sagði. Ég hef aldrei fengið vissu um það, hvað maðurinn var lengi á spítalanum á Sauðárkróki, en hann mun hafa fengið eins góðan bata og mögulegt var. Á síðast- liðnu sumri, 1982, kom ég á Sauð- árkrók. Þar hitti ég tvo menn, sem aldurs vegna hefðu getað munað hvar þessi bryggja var sem við lögðum Bám að fyrir 52 ámm, en þeir vom þá ekki komnir á Krók- inn eins og þeir orðuðu það. Nú fer þessi pistill að styttast, en þó er ýmislegt eftir að greina ffá, svo sem nafni mannsins sem slasaðist. Hann heitir Halldór Þórarinsson og átti heima í Garð- inum fram um 20 ára aldur, en var þegar hér var komið sögu, búsett- ur og giftur í Reykjavík. Húsið sem hann átti heima í, í Garðin- um, var kallað Steinbogi. Hann 302 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.