Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 31
kröppum beygjum, hæðum og lægðum gerðu ferðina ennþá stór- veltumeiri en áður, fram til þessa. Bolabás, Þingvallasveit var á næsta leiti og þótt hinn langi og góðu hásumarssunnudagur væri nú kominn nærri mánudeginum næsta, voru allir ferðafélagarnir enn í fullu söngfjöri og nú sungu allir eins og raddir leyfðu, jafnt frammí sem afturí, það sem við átti, hið gamla og góða ,,Öxar við ána árdags í ljórna." Ogbrátt varð Þingvallasveitin að baki og leiðin yfir Mosfellsheið-. ina. Stefht var ofaní Mosfellsdal- inn og ennþá var nóg til að syngja, meðal annars: „Áfram veginn í vagninum ek ég“. Nú styttist óðum leiðin til Reykjavíkur. Var viss ánægju- stemning í mannskapnum að komast þangað. Var þá gott að bregða upp léttum og viðeigandi söng. (Sjatnaði sorgin, sá ég hvar borgin blasti við fögur brosandi mót). Og þegar nær kom höfuð- borginni kom þessi vísa hjá mér. Hér má líta höfuðborg, heim á leið að kvöldi dags. Mæðir engan sút né sorg, í söngvum gæða ferðalags. Og eftir mátulega keyrslu um borgina var áfram haldið heim á leið. Frá Reykjavík hinn rétta veg, rösklega má aka. Þá skulum við, þú og ég, þar með lagið taka. Um Hafnarijörðinn var farið sem áður og upp á Hvaleyrarholt- ið og nú var aftur vegurinn versti ffamundan. Um leið og allir hlökkuðu til heimkomunnar kviðu þeir fyrir öllum hristingn- um er þeir áttu eftir að fá, áður en heim var komið, en Adolf var sem áður, hinn sami á hverju sem gekk. Hann var öllu vanur á þeirri leiðinni. Og þegar hristingurinn náði há- marki á Suðurnesjaveginum, þótti fararstjóranum, séra Birni alveg nóg um, opnaði hátalarann, tók míkrafóninn sér í hönd og kallaði út til okkar sem aftur í vor- um: Bíllinn hossast undir oss, eins og hross í þýfi. Bað hann um að fá botn frá okkur aftanmönnum. Mér datt nú fljótlega í hug botn, en vildi ekki iáta hann fara, en breyta vísunni dáh'tið. Varð hún svona eftir breytinguna. Sendi á mossi sælubloss, sætu kossa vífi. Bfll þó hossist undir oss, eins og hross í þýfi. Nú kom brátt að ferðalokum og þá kominn tími til að rukka mannskapinn um fargjaldið. Var einum karlmanni af kórfélögum falið það starf. Gekk hann mann frá manni með opna húfuna sína eða hattinn, safnaði þar saman öllu lausafé er hver og einn hafði lagt til hliðar (fryst) í veskjum og buddum og aldrei látið freistingar dagsins frá sér taka. Rukkarinn var ekkert feiminn í starfi sínu, baðst ekkert afsök- unar þó sunnudagur væri, lét gamanyrði falla og fékk þá oft orð á móti með aurunum. Smátt og smátt hækkaði í höfuðfatinu. Seðlamir voru hvorki stórir eða margir á þeim tíma, 300 krónur fyrir fullorðna, 150 fyrir stærri börn og frítt, ef einhver lítill var með í ferðinni. Máltækið segir, safnast þegar saman kemur og þegar á leiðarenda okkar Innri- Njarðvikinga var komið, fór rukk- arinn með peningafúlguna til Adólfs bflstjóra. 'Ihldi hann nú seðlana er þá voru stærstir 100 krónuseðlar. Svo voru það gömlu og góðu tíkallarnir og fimmkall- amir, sem þar vom saman við. Vandlega var talið, tvisvar til þrisvar sinnum. Svo kom stóra heildar upphæðin í dagsljósið, er reyndist vera tæpar krónur 10.000.00, það þóttu miklir pen- ingar þá, enda á þeim tíma var verkamannakaupið 20 til 25 krón- ur um tímann. Og höfuðfatið var nú orðið aura- laust, en fylltist samt fljótlega aft- ur á höfði rukkarans af allt öðm verðmæti, sem talið var meira en peninga virði. Svo fór samferða- fólkið að týnast út hver og einn og hver á sínum stað, þar sem þeir komu um morguninn. Þakkað var innilega fyrir samvem og ánægju ferðarinnar, ýmist með kossum, handabandi eða þá í lausri vigt, allt eftir því hverjir vom mestir elsku vinir, frændur eða þá hvern- ig karli og konu leist hvom á ann- að. Ytri-Njarðvíkingar og Keflvík- ingarnir fylgdust með Adolfi bfl- stjóra út fyrir víkina til sinna heima og nokkru eftir miðnætti vom allir komnir á sinn keip í blessuðum rúmunum sínum, mikið fegnir að leggjast til hvfldar eftir langan og strangan, en mjög skemmtilegan ferðadag, á fimmta hundrað kflómetra leið um lands- ins byggðir og óbyggðir. Þá er úti þessi dagsins saga, þegar kórinn var í gamla daga, á ferðalgi um Foldarbrjóstin stóru, og félagsfyndir Njarðvíkingar vóru. Hvoli í midjum september 1980. Gudmundur A. Finnbogason. Um leið og við þökkum viðskiptin á liðnum árum, óskum við öllum Suðurnesjamönnum gíebtíegrct jóía og far3ceí3 komanbt ár§ FAXI 307 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.